Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Ljósið í myrkrinu Forsíðugrein Guðrún Lárusdóttir, forstjóri Stálskipa: Náttúruauðlindir og hátt menntunarstig Hvað er jákvætt í þeirri stöðu sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir, eftir að bankakerfi landsins hefur verið blóðmjólkað og góðæri liðinna ára kastað á glæ eða hvað? Að vera stjórnandi fyrirtækis reynir alltaf á og þá ekki síður á þeim tímum sem við göngum nú inn í. Það sem hlýtur að vera erfiðast er að þurfa að segja upp fólki, horfa fram á birgðasöfnun á afurðum sem vonandi er tímabundin, búa við gengissveiflur og lausafjárskort. Ennþá ráðum yfir okkar nátturuauðlindum. Sjávarútvegur, land- búnaður og orkuiðnaður og aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar standa vel. Við framleiðum gæðavörur og höfum alla burði til að vera samkeppnisfær með okkar vörur hvar sem er í heiminum. Menntunarstig er hátt og nú reynir á hugkvæmni og skipulags- hæfni fólks til að skapa ný störf, halda á lofti gömlu góðu gildunum, um að nýta hlutina vel og skapa nýja úr því hráefni sem við höfum. Annað ljós í myrkrinu er ekki síður það að siðferðiskennd og samheldni fólks hefur aukist. En því miður eru líka „villuljós“ á ferð- inni; því er haldið fram að hag landsins sé betur borgið með upp- töku evru sem gjaldmiðils, ásamt umsókn um inngöngu í ESB. Þó að augljóst ætti að vera öllum að verðið, sem greiða á með, er afsal á okkar auðlindum og þar með sjálfstæði landsins. Þó að syrti í álinn núna er óþarfi að hlaupa til og ætla að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með slíkri uppgjöf. Guðrún Lárusdóttir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar: Snerpa og sveigjan- leiki vinnumarkaðar Í dag er mikilvægt að hafa í huga að íslenska þjóðin getur dregið lærdóm af því ástandi sem nú ríkir. Við búum í þróuðu samfélagi með einstakri náttúru, fjöl- breyttu menningarlífi og menntaðri þjóð sem hefur alþjóð- lega reynslu, metnað og er opin fyrir nýjungum. Endalaus tækifæri leynast í nýsköpun sem skapað getur fleiri störf í framtíðinni. Þá má benda á að snerpa og sveigjanleiki hafa einkennt íslenskan vinnumarkað og því þarf að viðhalda. Líta verður á íslenskt atvinnulíf sem hluta af hinu alþjóðlega viðskiptalífi og verða starfsskilyrði því að vera samkeppnishæf við önnur lönd. Mikilvægt er að atvinnurekstur á Íslandi fái að vera í friði fyrir óhóflegum inngripum ríkisvaldsins, s.s. gjald- eyrishöftum. Þá skiptir sköpum að festast ekki í skammtíma- hugsun, vegurinn áfram er ekki að loka Íslandi heldur þarf að tengja landið við stærra svæði með því að ganga í Evrópusambandið. Við ætlum okkur að komast út úr þessum erfiðleikum, allar kreppur taka enda og í hverri ógn felst tækifæri. Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.