Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 65 iðnaður „Nú er hins vegar lag til að vinna þessa markaði aftur, því með breyttu gengi batnar sam- keppnisstaða fram- leiðenda á Íslandi.“ Guðjón kristinsson, framkvæmdastjóri ístex, segist merkja mikla aukningu í prjónaskap landsmanna. Vaxandi áhugi fyrir náttúrulegum og endurnýtanlegum efnum Lopinn nýtur sífellt meiri vinsælda og hefur hann nokkra sérstöðu á markaði vegna íslensku ullarinnar. Að sögn Guðjóns Kristinssonar er togið og þelið unnið saman og gefur því af sér ullarfatnað sem er léttur, sérstaklega hlýr og vatnsfráhrindandi: „Þetta er í sjálfu sér sama skjólið og kindurnar hafa. Þelið einangrar gegn kulda og togið skýlir gegn regni og vindi. Íslenska lopapeysan er sígild hönnun sem alltaf selst og með því að bjóða upp á fallegt litaúrval og stöðugar nýjungar í hönnun viðheldur það áhuga kaupenda á vörunni.‘‘ Sóknarfæri fyrir framleiðendur ullarfatnaðar „Vaxandi áhugi fyrir náttúrulegum og endurnýjanlegum efnum er sóknarfæri fyrir framleiðendur ullarfatnaðar. Neytendur eru einnig farnir að gera sér grein fyrir eðliskostum ullarinnar; hún tekur í sig raka og leiðir hann frá líkamanum - svo fólk svitnar síður en í fatnaði framleiddum úr gerviefnum. Ferðamenn sem koma til Íslands eru mjög hrifnir af ullarvörunum því þær eru öðruvísi en fjöldaframleidda merkjavaran. Íslenski lopinn er þekktur og seldur um allan heim. Erlendir viðskiptavinir vilja samt ekki greiða of hátt verð fyrir lopa og dróst útflutningur töluvert saman á þeim árum sem krónan var of hátt skráð. Nú er mögulegt að vinna þessa markaði aftur, því með breyttu gengi batnar samkeppnisstaða framleiðenda á Íslandi.‘‘ Glæsileg hönnun „Védís Jónsdóttir, hönnuður Ístex, kemur sífellt á óvart með glæsilegri hönnun og frábærri litasamsetningu. Í prjónabókunum hennar er góð útfærsla á sniðum og einstaklega skýrar og greinargóðar uppskriftir. Nýjasta bókin sló algjörlega í gegn og hefur salan stóraukist á síðastliðnu ári.‘‘ meira prjónað í kreppunni „Söluaukningar varð vart í byrjun sumars 2008 og jókst hún til muna í haust. Kreppan á eflaust einhvern þátt í því að prjónafólk velur frekar íslenska framleiðslu en innflutta. Viðskiptavinir okkar eru bæði prjóna- fólk sem framleiðir peysur og einnig áhugafólk. Handprjónuð flík er eigand- anum mun meira virði en fjöldafram- leiddur fatnaður sem keyptur er tilbúinn úr verslun.‘‘ ÍStex K yN N iN G Védís Jónsdóttir, hönnuður hjá ístexi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.