Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Rannveig Rist, forstjóri alcan á Íslandi Rökin gegn stóriðju standast ekki Að mati Rannveigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, hefur afstaða manna til stóriðju einkennst af því að gengið hafi verið út frá því að morgundagurinn hljóti að verða eins og gærdagurinn, hvað lífskjör, hagvöxt og tekjur varðar. Framboð af nýjum störfum sé óþrjótandi og fjöldaatvinnuleysi óhugsandi. Hún segir að jafnvel í dag velti menn fyrir sér efnahagslegum áhrifum stóriðju og segi: Þessar tekjur hafa enga þýðingu – það hefðu hvort sem er komið aðrar tekjur í staðinn. Það eru engin verðmæti í þessum störfum – það hefðu hvort sem er orðið til önnur störf í staðinn. „Engum dettur í hug að gera lítið úr þeim sköpunar- krafti sem er svo sannarlega fólginn í frumkvæði og framtaki hvers einstaklings um sig. En hvar eru öll þessi störf í dag?“ Rannveig nefndi auðlindirnar, vatnsorku og jarðhita og sagði að við hefðum verið afskaplega sein að nýta raforkuna. Árið 1990 var heildarorku- vinnsla frá vatnsorkuverum hér rúmlega 10% af þeirri vatnsorku sem í dag er talin nýtanleg út frá umhverfis- og efnahagslegum sjón- armiðum. Síðan hefur virkjað vatnsafl meira en þrefaldast. Að ná alvöru sátt Rannveig sagði að við þyrftum að ákveða hvort og hvernig við ætl- uðum að ráðstafa hinum miklu auðlindum og ná alvöru sátt í mál- efnum stóriðju og umhverfis og finna milliveg á milli ólíkra sjón- armiða. 40 ára reynsla af álverinu í Straumsvík hefði, að hennar mati, tvímælalaust verið góð en í því fælist engin trygging fyrir því að ekki gæti brugðið til beggja vona með áliðnaðinn í framtíðinni. Erlent eignarhald á álfyrirtækjunum hefði verið þyrnir í augum margra en menn gleymi því kannski að það þýðir að Íslendingar bera lágmarksáhættu af sveiflum á heimsmörkuðum. Því er stundum haldið fram að ávinningur af stóriðju sé lítill og að launagreiðslur álveranna séu lítil sem engin viðbót við hagkerfið til lengri tíma litið. „Skoðum það nánar. Álverið í Straumsvík keypti á síðasta ári vörur og þjónustu af rúmlega 800 íslenskum aðilum fyrir 5,4 milljarða króna.“ Orkukaup eru ekki talin með. Þessi við- skipti skapa auðvitað hundruð starfa. Til að gefa hugmynd um umfang þjónustunnar sem álverið kaupir má nefna að fyrir fjárhæð- ina mætti reka allt í senn: Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóðminja- safnið, Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann á Akureyri. Álverið í Straumsvík greiddi 1,4 milljarða króna í tekjuskatt árið 2007. Fjárhæðin er um 3% af öllum tekjusköttum ríkisins af lögaðilum þetta ár, hærri en allur tekjuskattur af fiskveiðum, sem var rúmur milljarður. Öll verslun í landinu greiddi 4,8 milljarða í tekjuskatt, svo að álverið í Straumsvík greiddi meira en fjórðung af tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja á Íslandi. Orkukaup, laun starfsmanna, opinber gjöld, vörur og þjónusta sem keypt er af innlendum aðilum voru í fyrra tæplega 19 milljarðar króna. Rökin gegn stóriðju, að henni fylgi ekki umtalsverður efna- hagslegur ávinningur, standast einfaldlega ekki að mati Rannveigar. Hún sagði að stóriðja hefði mikla efnahagslega þýðingu og alrangt að hún skipti litlu máli enda hefði hún lagt mikið af mörkum og ætla mætti að hún gerði það áfram. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi. iðnþing 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.