Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 89

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 89
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 89 Það eru 12 ár síðan fyrsti toyota Avensis bíllinn rann úr nýrri verksmiðju toyota í derby á Englandi. Stór fjölskyldu- bíll sem er og var hannaður fyrir smekk Evrópubúa. nú er að koma á markaðinn þriðja kynslóðin af Avensis. Hann hefur til þessa verið þekktur fyrir framúrskarandi gæði, en ekkert spennandi aksturseiginleika. Þriðja kynslóðin átti að bæta úr því. Hönnurdeild toyota fékk það sem meg- inmarkmið að bæta fjöðrunina og gera bílinn leiðandi í sínum flokki. Það tókst, kannski of vel. Avensisinn er mjög góður í akstri, en ekkert rosalega spennandi. Mér fannst hann of venjulegur, jafnvel of þægilegur. Það var ekkert sem kom á óvart. Kynslóðina á undan ók ég á tíu dögum um norðurlöndin, tæplega átta þúsund kílómetra. Við urðum ágætis vinir, en ekkert meira. Það vantaði gredduna í bílinn. Avensis fer vel með mann, það vantar ekki. Á lang- keyrslu er nýi bílinn eins og hugur manns. Maður stígur óþreyttur úr bílnum eftir nokkurra klukkustunda akstur. Stjórntæki, útsýni, sæti og frágangur eru til fyrirmyndar. Hljóðeinangrun er sérlega góð. Vega- og vindhljóð eru sér- staklega vel dempuð. Útlitið er sportlegt, jafnvel spenn- andi. Bíllinn hefur sterkari svip en áður. Hann er í samkeppni. Á síðustu árum hafa fleiri bílar í stærri gerð fjölskyldubíla komið fram á sjónarsviðið, reglu- lega vel hannaðir og spennandi bílar eins og Ford Mondeo og hinn nýi bíll ársins í Evrópu, opel Insignia. Avensis bílinn er líklega hinn fullkomni fjölskyldubíll, fyrir þá sem vilja komast örugglega og þægilega frá A til B. og hafa lítið gaman af því að keyra. A til B

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.