Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
K
yN
N
iN
G
iðnaður
Cintamani – á hæstu tindum
í hverri heimsálfu
SpORtÍS
Að sögn Elvu Rósu Skúladóttur,
yfirhönnuðar, hófst rekstur Cintamani árið
1994 þegar Jan Davidson stofnaði merkið
og vann þá að útivistarfötum fyrir fyrsta
íslenska leiðangurinn á Everest. Framleiðslan
fór fram í Foldu á Akureyri. Árið 1999 hóf
Jan samstarf við Sportís ehf:
„Þegar verksmiðju Foldu á Akureyri
var lokað fluttist framleiðslan til Kína og
Litháen. Cintamani færðist því næst alfarið í
eigu Sportíss árið 2002. Nú er framleiðslan
aðallega í Litháen, Kína og Póllandi.
Íslenskur iðnaður nýtur góðs af lopalínu
okkar, við notum íslenskan lopa og línan er
handprjónuð hérlendis.‘‘
Nútíma útivistarfólk notar Cintamani
„Cintamani - fatnaðurinn er hannaður með
nútíma útivistarmenn í huga. Markmiðið er
að viðskiptavinir séu ánægðir með gæði og
útlit vörunnar. Flíkurnar nýtast vel í útivist,
halda hita og veita notandanum frelsi í úti-
vistariðkun. Við viljum einnig að flíkurnar
séu notaðar við önnur tækifæri en útivist.
Það er ekki aðeins harðasta útivistarfólk
sem kaupir Cintamani. Fjölskyldufólk og
ungar konur á aldrinum 20-45 ára er stór
kúnnahópur hjá okkur. Fólk sem iðkar
íþróttir eins og golf, hjólreiðar, hlaup og
fleira verslar mikið við okkur. Sala til fyrir-
tækja hefur einnig verið veigamikil og flík-
urnar eru oft notaðar sem starfsmannafatn-
aður.‘‘
Heilmikið að gerast í
íslenskum hönnunarheimi
„Fljótlega kynnumvið nýja línu sem gerð er
í samstarfi við virtan grafískan listamann,
Katrínu Ólínu Pétursdóttur. Um er að ræða
snjóbrettalínu sem kemur á markað í haust
og verður framleidd í takmörkuðu magni.
Íslenskur hönnunarheimur blómstrar í dag
og það er æðislega gaman þegar hönnuðir
sameinast í verkefnum eins og þessum.‘‘
Íslendingar eru duglegir að kaupa
íslenskan útivistarfatnað
„Það má með sanni segja að Íslendingar séu
ótrúlega duglegir að styðja við allt sem er
íslenskt. Þeir eru líka einstaklega kröftugir
í að iðka útivist og kaupa sér fatnað sem
hæfir.
Utan Íslands er Cintamani aðallega selt
í Noregi og Danmörku og salan þar hefur
aukist jafnt og þétt. Í Noregi og Danmörku
er Cintamani selt í útivistar- og sportvöru-
verslunum þar sem er mikill uppgangur.
Mary Danaprinsessa var mynduð í bak og
fyrir klædd Cintamani frá toppi til táar í
skíðaferð með fjölskyldu sinni en betri aug-
lýsing er vandfundin í Danmörku.‘‘
Fötin frá Cintamani
eru hágæðavara sem
standast fyllilega sam-
anburð við sambæri-
lega vöru erlendis frá
og hafa notið mjög
mikilla vinsælda hjá
Íslendingum.
Maria Matintytär Maattola, fatahönnuður
og Elva Rósa skúladóttir, yfirhönnuður
Cintamani.