Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 33
N æ r m y N d hafa orðið afar niðurdregin yfir þessu á tímabili í vetur og lítið annað hafi komist að, þótt hrunið hafi ekki haft mikil áhrif á sitt daglega líf prívat og persónulega. Hins vegar verði hún stöðugt vör við ástandið í þjóðfélaginu í gegnum vinnu sína, þar sem hún vinni mikið fyrir stéttarfélögin og sífellt leiti til hennar fólk sem sé að missa vinnuna eða verið sé að brjóta á í tengslum við ráðningar- eða kjarasamninga. Fólk sé niðurbrotið og hún reyni að aðstoða það og leysa úr mál- unum eftir bestu getu. Blálandsdrottningin og kartöflurækt Láru þykir óskaplega gaman að allri útiveru, hún hleypur og fer í leik- fimi nokkrum sinnum í viku. Þá þykir henni gaman að fara út á sjó en hún er með pungapróf og á hlut í bát sem hún fer dálítið út á á sumrin. Hún hefur gaman af því að ferðast til framandi landa og að lesa og segist alltaf vera með fullt af bókum í kringum sig. Spennu- sögur eru í hvað mestu uppáhaldi og hún er ein þeirra sem kaupir Arnald á fyrsta útgáfudegi og klárar á tveimur dögum. Nýlega tók hún þátt í vali á Fjöruverðlaununum og var í þeim hópi sem mat bækur aðrar en fagurbókmenntir. Þar með segist hún hafa neyðst til að lesa helling af fræðibókum og ævisögum eftir konur og hafi leynst þar mjög skemmtilegar bækur innan um, t.d. Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar eftir Hildi Hákonardóttur. Þar er sögð saga kartöflunnar en sjálf hefur Lára einmitt mikinn áhuga á ræktun hennar og er með kálgarð heima. Lára er gift Þorsteini Haraldssyni endurskoðanda og saman eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Hulda Rós Rúriksdóttir hæstaréttarlögmaður: Sýnir lífinu áhuga Ég hitti Láru fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum þegar við byrjuðum að hittast reglulega í fagfélagi eiginmanna okkar, en þeir starfa báðir sem lög- giltir endurskoðendur. Á þeim vettvangi höfum við hist í gegnum árin og átt margar góðar stundir saman. Seinna, fyrir u.þ.b. 10 árum, byrj- uðum við saman að sjá um að kenna fag í lagadeild Háskóla Íslands og vorum í því til ársins 2005. Árið 2006 hófum við svo að reka saman lögmannsstofu og höfum gert síðan. Lára er ótrúleg kona, hún sýnir lífinu í kringum sig einstaklega mikinn áhuga, ekki bara sínu nánasta umhverfi heldur öllu sem viðkemur mannlegum sam- skiptum og mannlegri breytni. Hún fylgist ákaflega vel með fólki og man nöfn þeirra sem hún hefur einu sinni hitt. Sama er að segja um alla pólitík og flest sem gerist í listalífinu í borginni og það er varla til það skáldverk sem hún hefur ekki lesið. Það er afskaplega gott að umgangast Láru því það er alveg sama hvaða málefni verið er að ræða, hún finnur alltaf eitthvað jákvætt og dregur það fram. Það eru engin vandamál hjá henni, bara verkefni til að leysa. Við förum saman nokkrum sinnum í viku í líkamsrækt í hádeginu. Það er sami áhuginn sem einkennir hana þar og annars staðar. Í líkamsræktinni verður hún alltaf að keppa að nýju marki. Hjá henni gengur alls ekki að vera alltaf að gera það sama þar, það nægir henni ekki heldur þarf hún alltaf að prófa eitthvað nýtt. Henni finnst lífið spennandi og þarf alltaf að ögra sjálfri sér, alla daga og í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur. Oddrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri: Gott að eiga hana að Við Lára kynntumst í Versló fyrir um 40 árum og urðum báðar stúd- entar úr hagfræðideild. Síðan höfum við grínast með það að við vorum einu stelpurnar í okkar árgangi sem tókum stjórnun sem val- fag og hefur eflaust mörgum þótt við nógu stjórnsamar fyrir! Lára er einstaklega vel gefin, dugleg, réttsýn og heiðarleg og henni vex ekk- ert í augum. Hún er heilsteypt manneskja sem ætíð eru falin trún- aðarstörf þar sem hún kýs að bjóða fram krafta sína. Hún er kapps- full en samt öguð í öllum vinnubrögðum, hefur sterka réttlætistilfinn- ingu og einlæga samkennd með þeim sem standa höllum fæti í sam- félaginu. Þrátt fyrir viðamikil og erilsöm störf á vinnumarkaði hefur hún alltaf haft brennandi áhuga á félagsmálum hvers konar og valist til forystustarfa í samtökum eins og Kvenréttindafélagi Íslands, skipti- nemasamtökunum AFS og Rótarýhreyfingunni. Lára og Þorsteinn eiga þrjú yndisleg börn og hefur heimili þeirra í áravís einnig staðið opið erlendum skiptinemum sem margir hafa dvalið hjá þeim til lengri tíma og þau halda sambandi við enn í dag. Maður skyldi ætla að hún hefði ekki tíma frá fjölskyldu, vinnu, stjórnarsetum og félags- málum fyrir nokkra aðra hluti en hún er mikill göngugarpur sem klífur tinda hér og erlendis og stundar reglulega hlaup og líkamsrækt. Þau Lára og Þorsteinn eiga athvarf ásamt nokkrum vinum að Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hópurinn keypti sér bát á dögunum og hún skellti sér fyrir nokkrum misserum í pungaprófið og nema hvað, dúxaði! Við Lára erum svo heppnar að vera í gönguhópi með frábærum skólasystrum úr Versló sem annan hvern miðvikudag arkar um á höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki hittumst við vikulega á fundum í Rótarýklúbbnum Reykjavík miðborg. Ég myndi hitta hana enn oftar ef ég væri duglegri að mæta í ræktina. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka. SAGT UM LÁRU: F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.