Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
b ó k a r d ó m u r
Þ
að eru breyttar leikreglur. Það er gjörbreytt landslag í
umhverfi leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja. Sagt hefur
verið að auðvelt hafi verið að ná góðum árangri í
rekstri á uppgangsárunum en nú skilji „drengina frá
mönnunum“.
Í Bókinni Leadership in the Era of Economic Uncertainty – The
New Rules for Getting the Right Things Done in Difficult Times, fjallar
höfundurinn Ram Charan um það hvað við sem leiðtogar og stjórn-
endur verðum að gera til að tryggja viðgang fyrirtækja okkar. Athugið
að ekki er talað um að tryggja vöxt fyrirtækja okkar því höfundur
segir beinum orðum oftar en einu sinni í bókinni að verkefni kom-
andi ára verði viðgangur fyrirtækja, ekki vöxtur, og kveður svo fast að
orði á einum stað að segja að í óákveðinn tíma verði spurningin ekki
hve mikið velta fyrirtækisins óx heldur hvort hún lækkaði meira eða
minna en velta samkeppnisaðilans.
Höfundurinn
Ram Charan er mjög virtur rekstrarráðgjafi og hefur unnið með og
þjálfað fjölda stjórnenda sem hafa náð miklum árangri í störfum
sínum. Hann hefur aðstoðað fyrirtæki á borð við General Electric,
Bank of America, Verizon, KLM og Thompson að marka sér stefnu
og hrinda henni í framkvæmd. Hann er jafnframt metsöluhöfundur
og skrifaði ásamt öðrum bækurnar Execution og Confronting Reality
en þessar bækur eru mörgum stjórnendum að góðu kunnar. Hér er
því á ferð maður með gríðarlega reynslu bæði í orði og á borði.
máttur upplýsinga
Reynsla höfundar skín í gegnum efni bókarinnar. Hann tekur
fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem hann hefur unnið með sem
hafa nýtt sér þær leiðir sem hann kynnir í bókinni. Það gefur
bókinni aukið vægi og eykur á trúverðugleika hennar. Hann leggur
höfuðáherslu á að stjórnendur þurfi að vera viðbúnir því versta án
þess að fórna framtíðarhagsmunum. Aðaláhersla stjórnenda þurfi að
vera á að tryggja sjóðstreymi og nægt lausafé til að geta brugðist við
ófyrirsjáanlegum sveiflum. Til að geta gert slíkt þurfi stjórnandinn
að hafa yfir að ráða miklu magni upplýsinga, ekki aðeins um sinn
rekstur, heldur einnig umhverfi viðskiptavina og birgja. Því meiri og
betri upplýsingar sem stjórnandinn hefur á umhverfinu því betur er
hann í stakk búinn til að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Hvaða
viðskiptavini er vænlegt að halda í, hvaða verkefni auka lausafé,
hvaða verkefni teppa lausafé, hvaða viðskiptavinir eru líklegri en
aðrir til að lenda í greiðsluerfiðleikum o.s.frv. Það muni skilja að þá
sem ná árangri og þá sem fara flatt þar sem svigrúmið til mistaka og
tilrauna í fallvöltu umhverfi dagsins í dag er ekkert samanborið við
sveigjanleikann og tilraunirnar sem gera mátti meðan við bjuggum
við góðæri.
texti: unnur valborg hilmarsdóttir
Hér kemur bók um hið nýja landslag í viðskiptalífinu.
Hverju þurfa leiðtogar og stjórnendur að huga að í breyttu
rekstrarumhverfi? Höfundurinn segir aftur og aftur að
meginverkið verði að tryggja viðgang fyrirtækjanna,
það sé langt í land að þau geti farið að vaxa á ný.
Breyttar
leikreglur