Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 RitstjóRnaRgRein Tregðulögmálið birtist okkur í mörgum myndum. Í viðskiptum gengur það t.d. út á tregðu við að hætta að kaupa vöru, þótt fólk hafi ekki lengur áhuga á henni, eða tregðu stórfyrirtækja við að breyta um stefnu vegna þess að þau hafa svo lítinn sveigjan- leika. Í Þýskalandi var eitt sinn sagt að frekar skildi fólk við maka sinn en að skipta um banka. Eftir að bankarnir féllu og kreppan skall á má spyrja sig hvort tregðulög- málið gangi út á að við séum treg; að við látum glepjast og fáum glýju í augun í góðæri og köstum þá gömlum og góðum gildum í viðskiptum fyrir róðra. Atvinnulífið er núna stórskuldugt og á barmi gjaldþrots eftir mesta hagvaxtarskeið í sögu Íslendinga. efTir að bankar hrundu um allan heim hallast sífellt fleiri að því að kaupréttarsamningar og bónusar bankamanna séu höfuð- orsök kreppunnar. Fyrir þessu eru færð ágæt rök í grein annars staðar hér í blaðinu. Engu að síður voru flestir sammála því seint á síðasta áratug að kaupréttarsamningar og bónusar við stjórnendur sem Bjarni Ármannsson innleiddi í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins árið 1997 væru hvetjandi fyrir bankann og af hinu góða. Bjarni tók þetta kerfi upp frá erlendum bönkum. Undir- ritaður var t.d. fylgjandi þessu kaupréttarkerfi í FBA. Ýmsir voru á móti því og gagnrýndu tilurð þess. Ég held að flestir telji það í raun eðlilegt að til sé hóflegt bónuskerfi sem hvetji duglegt fólk til að leggja harðar að sér og verðlauni það á sanngjarnan hátt. Það sá hins vegar enginn þá græðgi fyrir sem í hönd fór hjá bankastjórum og lykilstarfsmönnum í bönkum um allan heim. Allt gekk út á að hámarka hagnað bankanna þótt það kostaði stórauknar skuldir fólks og fyrirtækja. græðgin breyTTi bönkum úr framsæknum íhaldssömum stofnunum af gamla skólanum í áhættu- fíkla. Öllum var lánað til að ná upp skammtímagróða banka sem aftur hækkaði verð á hlutabréfum í þeim – og sem birtist í fögrum milliuppgjörum og feitum bón- usum. Bankar jusu fé í fólk og fyrirtæki þannig að kaup og yfirtökur, sem og endurfjármögnun á rótgrónum fyrir- tækjum, varð að einhvers konar æði. Kúlulán komust í tísku en þau ganga út á að greiða lánið í einu lagi til baka Tregðulögmálið Allt hrundi. En hverjum var þetta svo að kenna? Um það er rifist. En flestir sjá núna að græðgisvæddir kaupaukar bankamanna komu þessu af stað. Það er gott að vera vitur eftir á. Þannig er tregðulögmálið. eftir ákveðinn árafjölda. Endurfjármögnun varð tísku- orð í stað endurgreiðslna. Fréttir um kaup á fyrirtækjum urðu daglegt brauð, sem og fréttir af yfirtökum stórfyrir- tækja á öðrum stórfyrirtækjum. Allt gekk út á að vaxa án þess að selja eignir á móti. Útrásin var öll tekin að láni. Fyrirtæki voru keypt hér heima og erlendis fyrir lánsfé. Það var nánast tekinn snúningur á öllum fyrirtækjum. Bankamenn fengu kaupauka og bónusa fyrir að landa samningum og „pakka inn dílum“. á Íslandi tóku bankar atvinnulífið í sínar hendur og urðu aðalleikararnir á sviðinu. Þeir urðu mjög ákafir. Frægt varð haustið 2003 þegar Landsbankinn og Íslandsbanki skiptu upp Eimskipafélaginu og þeim fyrir- tækjum sem því félagi tengdust. Þetta voru uppskipti á viðskiptasamsteypunni kolkrabbanum. Bankarnir fjár- festu sjálfir í stærstu fyrirtækjunum og stýrðu þeim. Þeir skiptu upp fleiri fyrirtækjum, seldu þau eða sameinuðu. Fundu nýja eigendur sem áttu ef til vill ekki svo mikið fé og seldu a.m.k. ekki neinar af fyrri eignum sínum. Það gerði ekkert til. Bankarnir lánuðu fyrir kaupunum og veðin voru í hlutabréfunum sjálfum. Þegar bréfin hækk- uðu myndaðist ný veðstaða í bréfunum og hægt var að lána út á þau aftur. Það var Í Þessu andrúmslofti sem tregðulögmálið náði hæstu hæðum í þjóðfélaginu. Í þessu andrúmslofti góðæris og velgengni varð eftirlit verra og sárafáir gagn- rýndu. Það var allt svo gaman og allir svo ánægðir. En þetta var svikult andrúmsloft. Það voru margir sem klikkuðu á vaktinni. Bankarnir sjálfir, bankamennirnir, áhættustýring banka og fyrirtækja, útrásarvíkingarnir, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, stjórnir fyrirtækja, forstjórar, millistjórn- endur, endurskoðendur, stjórnmálamenn, ráðherrar, spari- fjáreigendur, blaðamenn, fjárfestar, lífeyrissjóðir og síð- ast en ekki síst sofnaði almenningur á verðinum í þessu andrúmslofti gróða og velgengni og trúði bankamönnum og eftirlitsstofnunum. Það dönsuðu allir í kringum gull- kálfinn; mismikið auðvitað. Svo kom í ljós að eina breytan í formúlunni var lánsfé. Útána- og eignabólan byggðist eingöngu á lánsfé. Það var lánað of mikið út á tóma dellu og útbólgin veð til að hækka verð hlutabréfa. Of mörg lán voru eitruð. Lánsféð þvarr. Allt hrundi. en hverjum var þetta svo að kenna? Um það er rifist. Við tregðumst við að bera ábyrgð á okkur sjálfum; okkar eigin góðærisglýju. En flestir sjá núna að græðgis- væddir kaupaukar bankamanna komu þessu af stað. Það er gott að vera vitur eftir á. Þannig er tregðulögmálið. jón g. hauksson SPJARAÐU ÞIG ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Fyrirlesari, jarðeðlisFræðingur og virtur höFundur bóka um útivist og náttúru Íslands. SOfT Shell JAkkI: hallur UllARbOlUR: gunnar WWW.CINTAMANI.IS Cintamani austurhrauni 3, 210 garðabæ, s. 533 3805 - Cintamani Center laugavegi 11, 101 reykjavik, s. 517 8088
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.