Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 41 a ð G r Í P a t æ k i f æ r i ð Verslunin Drangey á sér langa sögu en hún var opnuð árið 1934 og var fyrst rekin sem matvöruverslun í húsnæði við Grettisgötu. Síðar flutti hún í húsnæði við Laugaveg og fékkst þar þá aðallega vefn- aðarvara og síðar leðurvörur, en verslunin er einmitt þekkt í dag fyrir vandaðar leðurvörur svo sem töskur, hanska og seðlaveski. María G. Maríusdóttir hefur rekið verslunina í 15 ár. „Ég hafði unnið sem dagskrárgerðarkona, fyrst í útvarpi og síðan í sjónvarpi, en í mér blundaði áhugi á eigin atvinnurekstri. Því réð fyrst og fremst reynsla mín í gegnum árin. Mér fannst ég vera tilbúin til að standa á eigin fótum og vildi nýta eigið hugmyndaflug.“ María segir tilviljun hafa ráðið því að hún fór einn daginn inn í verslunina Drangey við Laugaveg. „Ég fékk samstundis áhuga á þeim vörum sem þar fengust en leðurtöskur og skór hafa alla tíð höfðað til mín. Ég hef gaman af öllu því sem er fallegt.“ María festi kaup á versluninni viku síðar. áherslurnar María bendir á að um rótgróna verslun hafi verið að ræða sem þarfnaðist endurnýjunar. Þarna fékk hún tækifæri til að nota sköp- unargáfuna með því að gefa henni nýtt útlit og auka vöruúrvalið. Önnur verslun var opnuð í Smáralind árið 2001 en tveimur árum síðar var ákveðið að verslunin skyldi eingöngu vera þar. „Það var ekki grundvöllur fyrir því að reka báðar verslanirnar.“ Vöruúrvalið í Drangey hefur aukist á undanförnum árum og fyrir utan leðurvörur svo sem veski, hanska og seðlaveski fást þar í dag skart, yfirhafnir úr leðri og Titan-ferðatöskur. Vörurnar í versl- uninni eru meðal annars frá Danmörku, Ítalíu, Þýskalandi og Belgíu. María segir að það sé úr miklu að velja og vandi að missa ekki sjónar á aðalatriðunum. „Ég legg áherslu á að þjóna eftirspurn viðskiptavinanna og gleyma því ekki að Drangey er rótgróin verslun og að viðskiptavinir hennar spanna þrjár kynslóðir.“ Þegar María er spurð hvað verslunarreksturinn gefi henni segir hún: „Ég hef notið mín enn betur en áður og getað nýtt hæfileika mína betur og svo fæ ég útrás fyrir sköpunargáfuna.“ María er í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri. „Félagsstarfið gefur mér kjark og dug til að halda áfram. Samverustundir með dugnaðarkonum gefa mér byr í seglin.“ ný verslun í apríl Eitt af vörumerkjunum í Drangey er hið danska Rudi & Harald Nielsen en María hefur flutt inn og selt vörur frá fyrirtækinu frá árinu 1996. Hún ætlar að opna verslunina Napoli í Smáralind í apríl en þar munu eingöngu fást vörur frá Rudi & Harald Nielsen. „Þetta vörumerki á sér langa sögu á Norðurlöndunum.“ Um er að ræða skó, töskur og ýmsa aukahluti en vörurnar eru að mestu fram- leiddar á Ítalíu. „Mér fannst vera tími til kominn að leyfa þessari fallegu vöru að njóta sín betur.“ Aðspurð hvort hún sé ekki hrædd við að opna verslun eins og efnahagsástandið er segir María: „Tækifæri leynast í öllum erf- iðleikum og í þetta sinn brýni ég mig með bjartsýni.“ María G. Maríusdóttir í versluninni drangey: „Ég hef notið mín enn betur en áður og nýtt hæfileika mína betur. Ég fæ útrás fyrir sköpunargáfuna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.