Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 61 „Ótrúleg umskipti hafa orðið í efnahags- lífinu á undanförnum misserum,“ segir í upphafi að ályktun iðnþings. „Atvinnulífið er að sligast undan ofurvöxtum, verðbólgu, gengisbreytingum, gjaldeyrishöftum og hökt- andi bankakerfi. Sama gildir um fjölmörg heimili og atvinnuleysi hefur ekki verið meira um langt árabil.“ Og áfram er haldið: „Sundurlyndi og stefnuleysi stjórnmálamanna og stjórnvalda sem bera ábyrgð á verkstjórn og úrlausn ýmissa lykilþátta sem greiða verður úr er grafalvarlegt. Mikilvægur tími hefur farið til spillis að óþörfu og mál til komið að stjórn- málamenn, þing og ríkisstjórn snúi bökum saman í stað þess að eiga í hefðbundnu innihaldslausu karpi sem engu skilar.“ Forgangsmál að mati iðnþings eru þessi: Lækka vexti• Endurreisa bankakerfið• Afnema gjaldeyrishöft• Semja við erlenda kröfuhafa• Auka útflutningstekjur• Blása lífi í fasteignamarkaðinn• Sækja um ESB aðild og taka upp evru• Í lokaorðum ályktunarinnar segir að þrátt fyrir áföll og erfiðleika sem herja á um þessar mundir megi ekki gleyma að tæki- færin blasi við hvert sem litið sé. Við eigum auðlindir, mannauð og hugmyndir sem þurfi að flétta saman af hugviti og fyrirhyggju til að auka útflutningstekjur ásamt því að skapa viðvarandi stöðugleika. „takist okkur það mun okkur vel farnast.“ Þrátt fyrir allt blasa tækifærin við hvert sem litið er Össur Skarphéðinsson hóf ræðu sína með því að segja að hann hefði sem iðnaðarráðherra eignast marga góða vini innan Samtaka iðnaðar- ins og bætti við að hann hefði að öllu leyti getað skrifað ræðu Helga Magnússonar sjálfur, og gaf með því til kynna að þeir væru sammála um býsna margt. Sem dæmi nefndi hann að koma yrði verðbólgunni niður á sama stig og í grannlöndunum. Það væri nú að gerast. Brýna nauðsyn bæri til að lækka vexti. Allir vissu líka afstöðu hans til Evrópusamstarfsins. „Ég er elsti Evrópusinninn á Alþingi Íslendinga og er þakklátur fyrir það frumkvæði sem Samtök iðnaðarins hafa tekið í því máli.“ Gott samstarf og góð ráð Össur sagði að gjaldeyrishöftin væru nauðsynleg, enn sem komið væri. Í kringum okkur væru lönd að sigla niður í sama öldudal og við og væru líka að taka upp gjaldeyrishöft sem gerði erfiðara fyrir okkur að aflétta þeim. Þá ræddi hann það góða samstarf sem hann sem iðn- aðarráðherra hefði átt við einstaklinga í iðnaðinum. Miklu máli hefði skipt sig að geta leitað til þeirra og þegið hjá þeim ráð. „Ég hef líklega hvergi átt ráðhollara fólk en hjá ykkur. Og þakka það.“ Nefndi hann sérstaklega Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóra SI, og Helga Magnússon, formann samtakanna. „Ég mun muna það löngu eftir að mínir pólitísku fætur verða kaldir orðnir.“ Einnig þakkaði Össur mönnum bjartsýni og trúa á framtíðina. „Víl og bölmóður getur orðið að sjálfstæðu efnahagsvandamáli.“ Menn yrðu auðvitað, sagði hann, að vera raunsæir og viðurkenna að Íslendingar væru í bölvaðri klípu, gjaldeyris- og bankakreppu og alþjóðlegu kreppunni sem væri orðin miklu dýpri en þegar hrunið hófst. „Samt hefur þessi karl sem hér stendur, iðnaðarráðherrann, þá trú að við ekki bara komumst í gegnum þetta fyrr en marga grunar heldur komum út úr kreppunni með sterkara atvinnulíf og með dreifðari ábyrgð og fleiri stoðir.“ Þrír veigamiklir þættir Þrír þættir bæru uppi útflutninginn sagði ráðherrann; sjávarútvegur, ferðaþjónusta og orkuiðnaður og góðar fréttir kæmu frá öllum þessum greinum. „Ég hef tekið ýmsan slaginn að undanförnu sem tengist orkumálunum. Ég hef lýst því yfir að ég muni fyrr að velli hníga en að falla frá því að fá samþykktan á Alþingi Íslendinga fjár- festingarsamning sem tengist álverinu í Helguvík. Við erum að sigla inn í fáheyrt atvinnuleysi þar sem allt að 10% Íslendinga kunna að verða atvinnulausir.“ Í tengslum við þetta myndu skapast ekki aðeins 650 störf heldur myndi framkvæmdin skapa sem svarar 7000 árs- verkum. Fleiri orkutengd atvinnutækifæri nefndi Össur sem myndu búa til 2500 störf til viðbótar, eða alls rösklega 10.000 ársverk. Sjáv- arútveginn, ferðaþjónustuna og endurnýjanlega orku gætum við notað til að vinna okkur út úr vandanum. Tvö önnur leynivopn var ráðherrann með uppi í erminni: Olíuna og gasið og sprotafyrirtækin sem gætu orðið til þess að halda ungu fólki í landinu. Össur Skarphéðinsson: Ráðherra með leyni- vopn uppi í erminni Össur skarphéðinsson iðnaðarráðherra. iðnþing 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.