Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 27 k a u p a u k a r 1. orsök kreppunnar. Æ fleiri halda því fram að kaupréttarsamn- ingar og bónusar bankamanna séu undirrót kreppunnar. Þess utan lánuðu bankarnir helstu stjórnendum sínum til hlutabréfa- kaupa í bönkunum. Yfirleitt voru þessir samningar þannig að í þeim voru ákvæði um að bankamennirnir gætu aldrei tapað á kaupunum heldur bara hagnast. 2. hvernig hugsað? Kaupréttarsamningar og bónusar leiddu til græðgi banka og fjármálafyrirtækja úti um allan heim. Bankarnir breyttust í eins konar áhættufíkla í útlánum til að hámarka hagnað til skamms tíma og hækka verð hlutabréfa svo bankamenn fengju stórgróða í formi kaupréttarsamninga á hlutabréfum í bönkunum. 3. hlutabréf um allan heim hækk- uðu í verði. Í ljós hefur komið að ástæðan var bara ein; gnótt lánsfjár. Það var eina breytan í formúlunni. Það hækkuðu öll hlutabréf sjálfkrafa. Þetta var eins og sjálf- stýring upp rúllustiga. 4. Bankamenn pökkuðu inn lánum og bjuggu til alls kyns nýja vöndla þar sem léleg útlán voru innanborðs, svonefnd „eitruð lán“ til fátæks fólks og fyrirtækja sem voru ekki borgunarmenn þessara lána. Þetta voru mjög flóknir vöndlar sem hvorki endurskoðendur né fjármálasérfræðingar gátu í raun lagt mat á þegar kom að árs- reikningum; hvað þá stjórnir fyrirtækja og forstjórar. Hvers virði voru þessir vöndlar sem innihéldu mikið af kúlulánum? Það kom í ljós að þeir voru ofmetnir. 5. Bankamenn hámörkuðu gróðann með því að lána einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum bönkum. Banki A lánaði banka B sem lánaði banka C sem aftur lánaði banka A. Þetta leiddi til kerfislægrar áhættu. Með öðrum orðum; um leið og A færi á höfuðið voru bankar B og C komnir í svipaða stöðu á methraða. En áfram hækkuðu hlutabréf í verði og bankamenn tóku inn metgróða í gegnum kaupréttarsamninga. 6. eina breytan í formúlunni varð lánsfé. Allt gekk út á endurfjármögnun en ekki endurgreiðslu. Allt gekk út á að láta fyrirtæki vaxa hratt án þess að selja neitt af eignum þeirra á móti við kaupin. Hlutabréf hækkuðu í verði. Bankamenn græddu enn meira. TExTI: jón g. hauksson ● MyNDIR: geir óLaFsson o.fl. kaupaukar orSökuðu kreppuNa kaupaukarnir og bónusar bankamanna Þess utan lánuðu bankarnir stjórnendum banka til hluta- bréfakaupa án þess að banka- stjórarnir gætu tapað á kaup- unum. Þetta leiddi til græðgi Hún leiddi til skammtímahugsunar. öllum var lánað til að hækka verð hlutabréfa í bönkunum Bankarnir fjárfestu sjálfir í fyrir- tækjum, lánuðu til hlutabréfa- kaupa og keyptu risavaxin skuldabréf af fyrirtækjum þeim tengdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.