Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 27
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 27 k a u p a u k a r 1. orsök kreppunnar. Æ fleiri halda því fram að kaupréttarsamn- ingar og bónusar bankamanna séu undirrót kreppunnar. Þess utan lánuðu bankarnir helstu stjórnendum sínum til hlutabréfa- kaupa í bönkunum. Yfirleitt voru þessir samningar þannig að í þeim voru ákvæði um að bankamennirnir gætu aldrei tapað á kaupunum heldur bara hagnast. 2. hvernig hugsað? Kaupréttarsamningar og bónusar leiddu til græðgi banka og fjármálafyrirtækja úti um allan heim. Bankarnir breyttust í eins konar áhættufíkla í útlánum til að hámarka hagnað til skamms tíma og hækka verð hlutabréfa svo bankamenn fengju stórgróða í formi kaupréttarsamninga á hlutabréfum í bönkunum. 3. hlutabréf um allan heim hækk- uðu í verði. Í ljós hefur komið að ástæðan var bara ein; gnótt lánsfjár. Það var eina breytan í formúlunni. Það hækkuðu öll hlutabréf sjálfkrafa. Þetta var eins og sjálf- stýring upp rúllustiga. 4. Bankamenn pökkuðu inn lánum og bjuggu til alls kyns nýja vöndla þar sem léleg útlán voru innanborðs, svonefnd „eitruð lán“ til fátæks fólks og fyrirtækja sem voru ekki borgunarmenn þessara lána. Þetta voru mjög flóknir vöndlar sem hvorki endurskoðendur né fjármálasérfræðingar gátu í raun lagt mat á þegar kom að árs- reikningum; hvað þá stjórnir fyrirtækja og forstjórar. Hvers virði voru þessir vöndlar sem innihéldu mikið af kúlulánum? Það kom í ljós að þeir voru ofmetnir. 5. Bankamenn hámörkuðu gróðann með því að lána einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum bönkum. Banki A lánaði banka B sem lánaði banka C sem aftur lánaði banka A. Þetta leiddi til kerfislægrar áhættu. Með öðrum orðum; um leið og A færi á höfuðið voru bankar B og C komnir í svipaða stöðu á methraða. En áfram hækkuðu hlutabréf í verði og bankamenn tóku inn metgróða í gegnum kaupréttarsamninga. 6. eina breytan í formúlunni varð lánsfé. Allt gekk út á endurfjármögnun en ekki endurgreiðslu. Allt gekk út á að láta fyrirtæki vaxa hratt án þess að selja neitt af eignum þeirra á móti við kaupin. Hlutabréf hækkuðu í verði. Bankamenn græddu enn meira. TExTI: jón g. hauksson ● MyNDIR: geir óLaFsson o.fl. kaupaukar orSökuðu kreppuNa kaupaukarnir og bónusar bankamanna Þess utan lánuðu bankarnir stjórnendum banka til hluta- bréfakaupa án þess að banka- stjórarnir gætu tapað á kaup- unum. Þetta leiddi til græðgi Hún leiddi til skammtímahugsunar. öllum var lánað til að hækka verð hlutabréfa í bönkunum Bankarnir fjárfestu sjálfir í fyrir- tækjum, lánuðu til hlutabréfa- kaupa og keyptu risavaxin skuldabréf af fyrirtækjum þeim tengdum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.