Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 f r é t t a s k ý r i n G Það eru raunar mörg teikn á lofti. Ekki bara að VR hefur augljóslega fjarlægst Sjálfstæðisflokkinn. VR og raunar öll samtök verslunarmanna í landinu hafa alveg fram á þessa öld lotið forystu manna, sem einnig hafa verið sjálfstæðismenn. Fráfarandi formaður, Gunnar Páll Pálsson, var þó ekki áberandi flokksmaður í sama skilningi og forverar hans, Guðmundur H. Garðarsson og Magnús L. Sveinsson. Þeir gegndu áberandi trúnaðarstöðum fyrir flokkinn og voru jafnframt forystumenn VR. Núna eru þessi persónulegu tengsl við Sjálfstæðisflokkinn rofin án þess að það segi nokkuð um hvaða flokk félagsmenn VR kjósa. Breytingarnar lúta líka óvissunni um rekstur lifeyrissjóðanna nú í kjölfar hruns bankanna. Voru lífeyrissjóðirnir í of nánum tengslum við fallvaltar fjármálastofnanir? Þetta fjallar líka um að verkalýðshreyfingin hefur smátt og smátt fjarlægst umbjóðendur sína. Ráðnir starfsmenn verkalýðsfélaganna hafa æ oftar orðið að forystumönnum þeirra. Ekki flokkspólitík En fyrst pólitíkin. Áður þóttu engin tíðindi þótt formaður VR væri einnig þingmaður eða borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Hefur nýr formaður, Kristinn Örn Jóhannesson, staðið fyrir pólitískri uppreisn? Þegar Frjáls verzlun ræddi við Kristin Örn vildi hann ekki lesa nein sérstök pólitísk skilaboð út úr sigri sínum. „Ég er ekki stjórnmálamaður og gagnrýni mín á fyrri forystu hefur beinst að vissum þáttum í starfi VR,“ segir Kristinn. Þar á hann við málefni lífeyrissjóðanna og áherslur í kjarabaráttu. En er hann sjálfstæðismaður? „Ég komst að því að ég er bæði skráður í Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna,“ segir Kristinn Örn. „Ég hef ekki í hyggju að vera skráður í þessa flokka og segi mig úr þeim. Ég hef aldrei verið virkur í pólitísku starfi en þekki fólk í báðum þessum flokkum og í fleiri flokkum.“ Samt er það svo að launþegafélag situr ekki hlutlaust hjá og horfir á þjóðfélagið breytast. „Auðvitað er verkalýðsfélag pólitískt að því marki að það tekur þátt í mótun samfélags- ins,“ segir Kristinn. „Ég tel að félag eins og VR eigi að gegna slíku hlutverki en félagið er ekki flokkspólitískt.“ lífeyrir og launakjör En um hvað snýst byltingin í VR þá? Um lífeyrissjóðina og um kjarabaráttuna, segir nýr formaður. Upphafið að mótframboðum innan VR má rekja til þess að fyrrverandi formaður, Gunnar Páll Pálsson, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankanum. Þar stóð hann með öðrum í stjórn að ákvörðunum sem síðan hafa verið gagnrýndar; ákvörðunum um lánveitingar og um niðurfellingu lána rétt fyrir fall bankans. „Mín skoðun er að lífeyrissjóðir eigi ekki að skipa menn í stjórnir hlutafélaga frekar en aðrir fjárfestingarsjóðir,“ segir Kristinn. „Ég vil ekki útiloka að slík stjórnarseta geti átt rétt á sér en þá verða sérstök rök að koma til en verkalýðsfélag á ekki að vera atvinnurekandi líka. Það býður upp á hagsmunaárekstra. Breytingarnar á forystunni nú eru líka uppgjör við samkrullið milli lífeyrissjóða og fyrirtækja. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta fé en ekki að stjórna fyrirtækjum.“ Og það gengur ekki að mati nýkjörins formanns að fulltrúi verkalýðsfélags þiggi há laun fyrir stjórnarsetu, miklu hærri en félagsmenn fá. Það er viðkvæmt mál. misvægi í launamálum „Það hafði örugglega áhrif á kosninguna að VR var með launahæsta framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs,“ segir Kristinn Örn. Hann gagnrýndi einnig svokallaða markaðslaunastefnu hjá VR. „Markaðslaunakerfið virkar best hjá þeim sem eru í aðstöðu til að semja beint um eigin kjör,“ segir Kristinn Örn. „Stór hluti félags- manna getur samið fyrir sig og hefur gert það. Hins vegar eru minnihlutinn – um 30% – það eru almennt verslunarfólk, lagerfólk og slíkir sem taka að stórum hluta laun eftir Hann bylti Kristinn Örn Jóhannesson er nýkjörinn formaður VR. Kjör hans markar tímamót. Um það eru allir sammála. Í fyrsta lagi vegna þess að aldrei fyrr hefur uppreisn gegn sitjandi for- ystu þar verið reynd og heppnast. Í öðru lagi er ekki lengur hægt að fullyrða að fjölmenn- asta launþegafélag landsins sé „eign“ Sjálfstæðisflokksins. texti: gísli kristjánsson ● Mynd: geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.