Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 91
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 91 Star Trek nýr kafli hefst í eilífðarsögunni um áhöf- nina í geimskipinu Enterprise þegar Star trek verður frumsýnd 8. maí. 43 ár eru frá því fyrsti sjónvarpsþátturinn í fyrstu Star trek seríunni var frumsýndur en síðan hafa verið gerðir 745 þættir, 10 kvikmyndir og hundruð bóka um framtíðarveröldina sem Gene roddenberry skóp á sínum tíma. nýja Star trek myndin gerist áður en atburðirnir í fyrstu þáttaröðinni urðu. Kirk kapteinn, Spock og fleiri þekktar persónur eru ungir ofurhugar sem hræðast ekkert og tilbúnir í ævintýrin. leikstjóri Star trek er j.j. Abrams, sem er þekktari sem fram- leiðandi vinsælla sjónvarpssería, en hann er maðurinn á bak við lost og Alias. lítt þekktir leikarar, Chris Pine og Zachary Quinto, eru í hlutverkum Kirks og Spocks. öllu þekktari leikarar, Eric Bana, Wynona ryder, Simon Pegg og Ben Cross, eru í öðrum hlutverkum. Sólóistinn joe Wright er einn af nokkrum ungum breskum leikstjórum sem hafa verið að slá í gegn á undanförnum árum. Wright er fæddur í london 1972 og fékk stóra tækifærið 2005 þegar hann leikstýrði Pride and Prejudice með Keiru Knightley í aðalhlutverki. Myndin var tilnefnd til fernra óskarsverðlauna. Wright fylgdi velgengninni eftir með Atonement sem eins og Pride and Prejudice er byggð á frægri skáldsögu. Atonement vakti jafnvel meiri hrifningu og var tilnefnd til sjö óskarsverðlauna. nú er von á þriðju kvikmynd Wrights, Soloist, og enn leitar Wright í bókmenntirnar. Handritið er gert eftir skáldsögu Steve lopez sem fjallar um heimilislausan tónlistarmann sem er geðklofasjúklingur og dreymir um að fá að leika í Walt disney konsertsaln- um. Blaðamaður sem á vegi hans verður hjálpar honum að láta drauminn rætast. Í hlutverki tónlistarmannsins er jamie Foxx og blaðamanninn leikur robert downey jr. State of Play Annar breskur leikstjóri sem vakið hefur mikla athygli er Kevin Macdonald, fæddur í Glasgow 1967. Hann vakti fyrst athygli með heimildarmyndunum one day in September (1999) og touching the Void (2003). Macdonald stimplaði sig inn í hóp gæðaleikstjóra þegar hann sendi frá sér the last King of Scotland, en fyrir leik sinn í hlutverki Idi Amins fékk Forest Whitaker óskarsverðlaunin. nýjasta kvikmynd Macdonalds nefnist State of Play og skart- ar russell Crowe, Ben Affleck, Helen Mirren, robin Wright Penn, jeff daniels og rachel McAdams í aðalhlutverkum. Er myndin byggð á breskri mini-sjónvarpsseríu sem sýnd var í sjónvarpinu 2004 og fjallar um blaðamenn sem vinna með lögreglunni við að leita morðingja sem myrt hefur ástkonu þingmanns. State of Play verður frumsýnd hér á landi 17. apríl. Russell Crowe leikur blaðamann sem aðstoðar lögregluna í leit að morðingja. Ron Howard, sem nánast jafnhliða gerði hina frábæru kvikmynd Frost/Nixon, sem hlotið hefur mikið lof, heldur tryggð við samstarfsmenn sína. Má þar nefna að Salvatore Totino stjórnar kvikmyndatökunni en hann gerði það einnig í Da Vinci lyklinum og Frost/Nixon; sama má segja um tónskáldið Hans Zimmer sem semur tónlistina í kvikmyndunum þremur. Beðið eftir næsta kafla um Robert Langdon Tom Hanks er eini leikarinn úr Da Vinci lyklinum sem einnig er í Englum og djöflum. Í öðrum helstu hlutverkum eru sænski stórleikarinn Stellan Skarsgård, Ewan McGregor, Armin Mueller-Stahl og Aylet Zurer, sem er ísraelsk leikkona, lítt þekkt í hinum vestræna heimi en þekkt í heimalandi sínu, úr vinsælum sjónvarpsseríum. Hún er þó ekki alveg reynslulaus í Hollywoodmyndum, lék eiginkonu Erics Bana í kvikmynd Stevens Spielbergs, Munich, lítið hlutverk á móti Dennis Quaid og Forest Whitaker í Vantage Point sem frumsýnd var í fyrra og annað lítið hlutverk í Adam Resurrected þar sem mótleikarar hennar voru Jeff Goldblum og Willem Dafoe. Dan Brown hefur enn sem komið er aðeins skrifað tvær bækur um Robert Langdon. Í ein fimm ár hefur hann unnið að næsta kafla í ritröðinni en ekkert gengið og ætla margir að hann sé með ritstíflu af verstu gerð. Á það verður þó að líta að ekki er auðvelt að fylgja Da Vinci lyklinum eftir og sjálfsagt er Brown inni við beinið smeykur við viðtökurnar. Einnig hafa tafið fyrir honum langdregin málaferli þar sem hann var sagður stela hugmyndinni að Da Vinci lyklinum. Brown var þó að lokum sýknaður af þeirri ákæru. Fréttir herma að nýja bókin muni heita The Solomon Key. Ólíkt fyrri bókunum tveimur gerist hún í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Washington. Hvenær hún kemur út er óvíst, nokkrar dagsetningar hafa verið á kreiki, en ekkert er víst í þeim efnum. Þangað til verða aðdáendur Robert Langdons og Dan Browns að láta sér nægja kvikmyndina Englar og djöflar og vona að hún sé vel heppnuð. Ron Howard hefur alla burði til að gera vel heppnaða spennumynd þótt ekki hafi hann fengið mikið hrós fyrir Da Vinci lykilinn. Englar og djöflar verður frumsýnd 15. maí, samtímis hér á landi og í Bandaríkjunum. KVIKMyndAFrÉttIr englar og djöflar Zachary Quinto, sem einhverjir kannast við úr sjónvarps- seríunni Heroes, leikur Spock.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.