Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 63 22%, doktorsnámi 2%. Miðað við mat atvinnulífsins í öðrum löndum þyrftu doktorsnemar að vera fleiri. Kristín sagði að öflugar vísindarannsóknir væru oft mikilvæg for- senda nýsköpunar og verðmætasköpunar og oft kveikjan að nýjum kerfum, aðferðum og stofnun sprotafyrirtækja. Hún nefndi sprota- fyrirtæki sem byggja á niðurstöðum vísindarannsókna við HÍ og hefðu oft orðið til vegna samstarfs frumkvöðla úr ólíkum greinum. Háskóli Íslands væri í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir og verið væri að styrkja tengslin við atvinnulífið meðal annars undir merkjum skapandi samstarfs. Kostur sé fyrir sérfræðinga og stúdenta að tengjast atvinnulífi og fyrir fyrirtækin að tengjast þeim. Háskólinn hefur lagt sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð undanfarna mánuði og opnaði um áramótin dyr sínar fyrir nýjum nemendum, mörgum sem misst höfðu atvinnu enda sagðist Kristín vona að menn væru sér sammála um að brýnt sé að halda vörð um menntun og vísindi og að með því sé sáð til framtíðar. Ekki brjóta fólk niður Til þess að byggja upp þurfi réttar upplýsingar, að sögn Helga. Ekki gangi að halda röngum upplýsingum að þjóðinni, að því er virð- ist gagngert til að brjóta fólk niður og draga úr baráttuþreki. Hann nefndi tal stjórnmálamanna og fjölmiðla um 2000 til 3000 milljarða skuldir ríkissjóðs sem fólk hefði trúað og óttast að þjóðin kæmist aldrei upp úr skuldafeninu. Það sé rangt og beinlínis ljótt að draga kjarkinn úr landsmönnum og spyrja megi hvaða hagsmunum slíkur málflutningur þjóni. „Ef við eigum að geta vænst árangurs við endurreisn þjóðfélags- ins þurfa áhrifaaðilar að taka höndum saman um vönduð vinnu- brögð og yfirvegun í umræðu og meðferð staðreynda. Þeir þurfa einnig að sýna það í verki að þeir vilji taka þátt í að byggja sam- félagið upp að nýju á grundvelli þeirra gilda sem reyndust okkur vel í GAMLA ÍSLANDI. Niðurrif gengur ekki lengur, eigi árangur að nást.“ Fjölmiðlar fengu ádrepu hjá Helga sem benti á að tími væri kom- inn til að þeir færu að horfa út úr myrkrinu. „Það vekur furðu mína og vonbrigði hve mikinn áhuga þeir hafa sýnt neikvæðum fréttum – og helst engu öðru en neikvæðum fréttum. Þeir hafa margir hverjir gengið mjög langt í að túlka fréttir og atburði á enn verri veg en ástæða hefur verið til.“ Helgi sagði þó að ekki ætti að þegja um vondar fréttir en það þyrfti meira jafnvægi og nú væri komið að fjöl- miðlunum að staldra við og meta hvort þeir ætluðu að halda áfram á sömu braut eða taka þátt í endurreisn með málefnalegri umfjöllun út frá þjóðarhag. Hann nefndi fræðimenn og sérfræðinga sem margir hefðu komið fram af fagmennsku og yfirvegun og auðveldað fólki að skilja flókin viðfangsefni. Aðrir hefðu viðhaft stóryrði og sýnt ábyrgðarleysi. „Það þarf að verða hugarfarsbreyting á Íslandi til þess að okkur miði í rétta átt. Það gengur ekki lengur að hér sé háð óopinber keppni fjölmiðla, álitsgjafa og sérfræðinga í niðurrifi og úrtölum. Bætum ekki kreppu hugarfarsins við þann vanda sem við er að glíma – nóg er nú samt. Við erum öll á sama báti og við þurfum að standa saman um að þoka málum í rétta átt. Ferð þjóðarinnar inn í framtíðina þolir enga bið og verður að hefjast UMSVIFALAUST. Kristín ingólfsdóttir, rektor HÍ Menntun andsvar gegn áföllum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, varpaði fram spurning- unni: Hvers virði er menntun á tímum endurreisnar? Hún sagði að eitt virkasta andsvar annarra þjóða sem lentu í áföllum í efnahags- og atvinnulífi á 10. áratugnum hafi verið að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun. „Ég er sannfærð um að við eigum að fylgja þessari nálgun, ekki bara af því ég er rektor HÍ.“ Það er lykilatriði í endurreisn sam- félagsins. Fyrir þremur árum mótaði Háskóli Íslands stefnu um afburðaár- angur í menntun og vísindum. Sumum þótti markmiðasetningin djörf, að vilja miða við það besta í heimi. Stefnan var hins vegar svar við spurningunni: Hvernig getur Háskóli Íslands best rækt hlutverk sitt og lagt af mörkum við að tryggja þekkingarknúið atvinnulíf og velferð í samfélaginu? Kristín sagði að menn væru sannfærðir um að Háskólinn þjónaði best íslensku samfélagi með því að setja markið hátt. Fleiri doktorsnemar Sem dæmi um árangursmiðaða stefnu HÍ nefndi Kristín: Árangur í kennslu; Nemendum gengur vel að fá vinnu, þeir komast inn í framhaldsnám í kröfuhörðustu háskóla heims; Árangur í vísindum; Formlegir árangursmælikvarðar; Nýsköpun og endursköpun; Áhugi íslenskra fyrirtækja og stofnana, sem og erlendra háskóla og vísinda- stofnana á samstarfi. Skólinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og heildarfjöldi stúdenta er 13.650; í grunnnámi 76%, meistaranámi kristín ingólfsdóttir, rektor Háskóla íslands. iðnþing 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.