Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 23
70 ára
sá enginn þetta bankahrun fyrir með þeim hætti sem það gerðist; að
allt bankakerfið myndi hrynja í heilu lagi – og hvað þá það sukk og
óráðsíu sem einkenndi rekstur bankanna síðustu mánuðina. Þeim var
augljóslega stjórnað í örvæntingu. Ég var einn þeirra sem lofaði útrás-
ina en benti raunar oft á þær blikur sem væru á lofti varðandi miklar
skuldir og sterka stöðu krónunnar á tímum viðvarandi viðskiptahalla.
Það höfðu allir áhyggjur af skuldunum – en flestir töldu að þetta væri
mál erlendu bankanna sem lánuðu og fyrst þeir væru svona vitlausir
að lána íslenskum bönkum og fyrirtækjum, þá væri það þeirra að bera
áhættuna. En það grunaði engan að allt sykki á bólakaf þegar dóm-
ínóið hófst í Bandaríkjunum og Evrópu og fjármálafárviðrið skall
á. Erlendis höfðu stjórnvöld fé til að koma stærstu bönkunum til
aðstoðar; halda þeim á floti.“
Sjöfn vann við blaðið í 25 ár samfleytt
Jón segir að undir sinni ritstjórn, sem komin er á átjánda ár, hafi
margir komið að blaðinu og lagt hönd á plóginn. „Ég hef unnið
lengst með núverandi útgefanda, Benedikt Jóhannessyni, eða í
bráðum fjórtán ár, Sjöfn Sigurgeirsdóttur, fyrrum auglýsingastjóra
blaðsins, og Geir Ólafssyni ljósmyndara en hann kom til blaðsins
þegar það fluttist til Talnakönnunar.“
„Ég verð að minnast á þátt Sjafnar Sigurgeirsdóttur, fyrrum aug-
lýsingastjóra, í sögu blaðsins. Hún var auglýsingastjóri Frjálsrar versl-
unar í 25 ár samfleytt og hætti eftir farsælan feril haustið 2007 þegar
hún fór á eftirlaun. Hún vann með mörgum ritstjórum og réð sig til
blaðsins þegar það var í eigu Jóhanns Briem.“
Jón segir að þegar hann gluggi í 70 ára sögu blaðsins sé ánægju-
legt hvað sú saga sé farsæl. „Landsframleiðsla á mann hefur sexfald-
ast frá því blaðið hóf göngu sína í janúar 1939. Íslendingar voru þá
119 þúsund en núna um 320 þúsund. Þeim hefur því fjölgað um
200 þúsund frá því Frjáls verslun hóf göngu sína. Einhver kynni að
spyrja hvort þetta væri merki um frjósamt blað. Svarið er að það er
jarðvegur frjórra hugmynda fyrir viðskiptalífið og verður vonandi svo
um ókomin ár.“
Vigfús Ásgeirsson, ráðgjafi og
stærðfræðingur hjá Talnakönnun.
Svanfríður
Oddgeirsdóttir,
auglýsingastjóri
Frjálsrar
verslunar.
Ragnar
Jóhannesson,
umsjónarmaður
áskrifenda Iceland
Review.
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 23