Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 24
Bjarni
Brynjólfsson,
ritstjóri
Atlanticu,
Iceland
Review og
Veiðimannsins.
Erlingur Páll Ingvarsson,
grafískur hönnuður Atlanticu
og Iceland Review.
Magnús Valur Pálsson,
grafískur hönnuður
Frjálsrar verslunar.
Er eitthvert vit í því að standa í blaða-
útgáfu á 21. öld?
Það er enginn vafi á því að blaðalestur hefur
minnkað jafnt og þétt. Þetta sést á könn-
unum um lestur dagblaða bæði hér á landi
og erlendis. Fólk leitar meira og meira inn á
Netið. Þess vegna eru blöð í núverandi formi
hopandi. Einmitt núna bætist kreppan svo
ofan á og þeir sem ættu að auglýsa draga
saman. Það er reyndar athyglisvert að á
krepputímum sem endranær eru tvær megin-
aðferðir til þess að ná endum saman: Að auka
tekjur og draga úr kostnaði. Menn leggja
ofuráherslu á það síðarnefnda, meðan hitt
er í raun og veru miklu skemmtilegri leið,
þó að hún sé erfið núna. En markaðsstarf er
ekki síður mikilvægt þegar ástandið er eins og
það er núna en í uppsveiflu. Hins vegar hefðu
menn alveg mátt hugsa meira um kostnaðar-
aðhald þegar allt gekk vel. Sukkið þá varð til
þess að staðan núna er almennt enn verri en
vera þyrfti.
Á þetta þá ekki við um Heim líka?
Nei. Ég hugsa að það sé vandfundið það fyr-
irtæki þar sem minna var um tilgangslitla
eyðslu. Samt er það auðvitað svo að ein-
hvers staðar var hægt að minnka kostnað og
það hefur verið gert. En fyrst og fremst hafa
blöðin minnkað og þeim fækkað vegna þess
að auglýsingar eru færri en áður. Þegar Frjáls
verslun kom hingað árið 1996 var algengt
að blaðið væri 72 blaðsíður. Á undanförnum
árum hefur það verið miklu stærra. Nú
vil að heimur gefi út vönduð blöð
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri heims og útgefandi frjálsrar verslunar,
segir að aðaláhrif hans á útgáfuna séu þau að hann vilji að heimur gefi út vönduð blöð.
24 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9