Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 27
70 ára
Fastir lausapennar
Frjáls verslun hefur enga fastráðna blaðamenn í starfi en nokkrir lausapennar
skrifa reglulega í blaðið. Pétur Ástvaldsson prófarkalesari, Vilmundur Hansen
blaðamaður, Fríða Björnsdóttir blaðamaður, Svava Jónsdóttir blaðamaður,
Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður, Hilmar Karlsson blaðamaður og Hrund
Hauksdóttir blaðamaður.
Geir Ólafsson,
ljósmyndari
Frjálsrar verslunar.
að byggja upp lágvörukeðju. Bakkavarar-
bræður hlutu verðlaunin árið 2001 þegar
þeir byrjuðu feril sinn erlendis. Björgólfs-
feðgar fengu verðlaunin fyrir að selja verk-
smiðju í Rússlandi fyrir metfé. Þannig að
enginn þessara fékk verðlaunin fyrir það að
setja þjóðina að veði í einhverju alheims-
matadori. Við verðlaunuðum til dæmis Sig-
urð Helgason fyrir 20 ára farsælan feril
hjá Flugleiðum þar sem hann byggði upp
félag sem tengdi Ísland við umheiminn,
þannig að menn gátu verið komnir nán-
ast hvert í heiminum sem er á svipstundu.
Þá var félagið líka fjárhagslega traust. Við
tókum eftir því að Hannes Smárason, þáver-
andi stjórnarformaður, mætti ekki í veisl-
una þegar Sigurður vann og var honum
þó boðið. Hannes fékk aldrei þessa viður-
kenningu.
En er það spennandi að hafa jákvætt
viðhorf til viðskipta? Vilja menn jákvæð
blöð?
Frjáls verslun hefur gengið í 70 ár vegna þess
að henni er treyst. Jón G. Hauksson hefur
haldið blaðinu á þeirri línu að viðskipti efli
alla dáð þó að í hópi forstjóra og eigenda hafi
leynst svartir sauðir. Ég hef kannski haft skýr-
ust áhrif á það að í blöðum Heims sé ekki
klámfengið efni eða auglýsingar frá nekt-
arstöðum. Ekki get ég sagt að ásókn hafi verið
frá ritstjórum um að birta klám en nekt-
arstaðir hafa sótt á um auglýsingar. Fyrir um
áratug var hér staður sem hét Club Clinton
til heiðurs Bandaríkjaforseta og afrekum hans
á kynlífssviðinu. Hann var auglýstur í upplýs-
ingariti um Reykjavík sem gefið út á ensku.
Við gáfum út sambærilegt rit og þegar alþjóð-
leg kvennaráðstefna var haldin vildu þær sem
voru í forsvari bara bæklinga frá okkur. Það
var ekki talið heppilegt að frú Hillary fyndi
auglýsingu um þetta íslenska örnefni sem var
í höfuðið á manni hennar.
Annað dæmi vil ég nefna þar sem við
höfum verið mjög samstiga við Jón. Hann
hefur alltaf fjallað mikið um konur í atvinnu-
rekstri og helgað þeim sérstakt blað. Meðan
staðan er þannig að konur og karlar standa
ekki jafnfætis á þessu sviði, er eðlilegt að hvetja
þær konur sem hafa lagt fyrir sig viðskipti. Um
þetta erum við algjörlega sammála.