Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 32
70 ára
32 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
1959-1970
1960:
Sérstakt
efnahagsráðuneyti
tímamót í stjórnsýslunni:
sérstakt efnahagsráðuneyti var
stofnað og varð jónas Haralz
ráðuneytisstjóri þess. Þetta
ráðuneyti var lagt niður þegar
efnahagsstofnun var sett á fót
1962.
1961:
Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri
jóhannes nordal var sem
seðlabankastjóri í yfir
þrjá áratugi talinn einn
allra valdamesti maður í
efnahagslífinu á íslandi.
goðsögn. Hann var ráðinn
þriðji bankastjórinn við seðlabankann árið
1961 með þeim vilhjálmi Þór og jóni g.
maríassyni. jóhannes var síðan formaður
bankastjórnar seðlabankans frá 1. apríl
1964 til 30. júní 1993.
1962:
Efnahagsstofnun
efnahagsstofnun var sett á fót og varð
jónas Haralz fyrsti forstjóri hennar.
miklar deilur urðu um tilurð þessarar
stofnunar. mjög náið samstarf var á
milli jónasar og forsætisráðherranna í
viðreisnarstjórninni, þeirra ólafs thors
árið 1962 og bjarna benediktssonar
1963-1970. efnahagsstofnun
var hugsuð sem ráðunautur
ríkisstjórnarinnar og heyrði beint undir
forsætisráðherra – auk þess sem hún
hafði yfir sér sérstaka stjórn.
1959 til 1971:
Viðreisnarstjórnin – afléttir höftum
1959:
Seðlabankinn fær
aukið sjálfstæði
við upphaf viðreisnar þótti rétt að
aðskilja seðlabankann algerlega frá
viðskiptabankanum, landsbankanum, og
stíga sporið til fulls varðandi styrka stjórn
peningamála. var þeim gylfa Þ. gíslasyni,
jóhannesi nordal og jónasi Haralz falið að
semja frumvarp um stofnun slíks banka.
1961:
Leiðari í Frjálsri
verslun; sækja um ESB
valdimar kristinsson skrifaði
leiðara í frjálsa verslun árið 1961
þar sem hann sagði að svara yrði
spurningunni um aðild íslands að
efnahagsbandalagi evrópu fljótt.
viðreisnarstjórnin var stjórn
sjálfstæðisflokks og alþýðuflokks og
er talin ein besta ríkisstjórn í sögu
lýðveldisins. Hún kom með nýja
hugsun inn í efnahagslífið, blandað
hagkerfi, þ.e. að markaðsöflunum yrði
gefinn laus taumur á sama tíma og
hugað væri að samhjálp við sjúka og
fátæka. að atvinnufrelsi ríkti og frjáls
markaðsbúskapur en á grunni félagslegrar
aðstoðar. Þetta var stórt skref frá
þjóðnýtingar- og ríkisbúskaparstefnu – þótt
ekki næði hún til bankakerfisins og ýmissa
stórra opinberra fyrirtækja.
viðreisnarstjórnin aflétti höftum að
hluta til í utanríkisviðskiptum og felldi
gengi krónunnar til að styrkja sjávarútveg-
inn í landinu. Hún felldi gengið tvisvar
á árinu 1960 og aftur árið 1961. Hún
hækkaði vexti úr 7 í 11%, bótakerfið var
afnumið og innflutningur var að lokum gef-
inn frjáls.
viðskiptafrelsi breytti viðskiptaháttum
mikið til hins betra þar sem geysileg mis-
munun og spilling hafði þrifist. Þannig
stuðlaði hún að auknum tekjum í sjávarút-
vegi. á sama tíma stóð hún traustan vörð
um landbúnaðinn, eins og fyrri ríkisstjórnir
höfðu gert. enn er ekki komið á fullt frelsi
í innflutningi á landbúnaðarvörum, nær
fimm áratugum síðar.
ólafur thors var forsætisráðherra í
viðreisnarstjórninni frá 1959 til 1963.
bjarni benediktsson var forsætisráðherra
frá 1963 til 1970. jóhann Hafstein var
forsætisráðherra frá 1970 til 1971.