Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 37
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 37
70 ára
hagsagan í 70 ár
1989:
Könnun
á vinsælasta
fyrirtækinu
Frjáls verslun gerir í fyrsta sinn
könnun á meðal almennings á
vinsælasta fyrirtæki landsins.
spurt var hvort viðkomandi gæti
nefnt eitt til þrjú fyrirtæki sem hann
hefði jákvætt viðhorf til. sól, þar
sem Davíð scheving Thorsteinsson
var forstjóri, mældist vinsælasta
fyrirtæki landsins.
1988:
Frjáls verslun
velur mann ársins
Frjáls verslun velur mann ársins
í atvinnulífinu á íslandi, fyrst
tímarita. Þetta var nýjung í
íslensku viðskiptalífi en þekkt
hjá erlendum viðskiptatímaritum.
Fyrstu menn ársins voru þeir
Jóhann Jóhannsson og sigtryggur
helgason, eigendur Brimborgar.
1990:
Íslandsbanki
stofnaður
Það var söguleg stund
í efnahagslífinu þegar
íslandsbanki var
stofnaður. Um var að
ræða sameiningu fjögurra
banka: Verslunarbankans,
alþýðubankans,
Iðnaðarbankans og
Útvegsbankans. Þetta var
hlutafélag einstaklinga og
fyrirtækja en ríkið var þar
stór eigandi til að byrja með.
Bankinn blés til sóknar á
bankamarkaði undir merkjum
einkageirans.
1990:
Þjóðarsáttin:
Snerist um kaupmáttinn
Kjarasamningar á almennum
vinnumarkaði á milli así og Vsí
í febrúar árið 1990 mörkuðu
tímamót í kjarabaráttu á íslandi.
samningarnir voru kenndir við
þjóðarsátt og hafa ætíð síðan verið
nefndir þjóðarsáttarsamningarnir.
Þeir gengu fyrst og fremst út á
að verja kaupmáttinn; að hann skipti mestu máli. í
stað hefðbundinnar kjarabaráttu, þ.e. kauphækkanir,
gengisfelling og óðaverðbólga, var farin leið lágra
kauphækkana, stöðugs gengis, hraðminnkandi
verðbólgu, lækkun vaxta og loforða atvinnurekenda
um að hækka ekki vöruverð og hleypa því þannig út
í verðlagið. á þessum grundvelli náðist samstaða
með atvinnurekendum, launþegum, bændum,
viðskiptabönkum og stjórnvöldum um nýjan
kjarasamning, þjóðarsáttarsamning.
1990:
Svona eru gengisfellingar
hugsaðar við hagstjórn
1989:
Frjáls verslun birtir
tekjur einstaklinga
Frjáls verslun hóf þetta ár að birta tekjur
þekktra einstaklinga í atvinnulífinu. Voru
þeir flokkaðir eftir atvinnugreinum. Þetta
framtak blaðsins hefur frá upphafi verið
mjög umdeilt á meðal almennings en
um leið mjög vinsælt lesefni. Tekjublað
Frjálsrar verslunar endurspeglar upplýs-
ingar um vinnumarkaðinn.
ríkisstjórnir á íslandi hafa oftar en ekki beitt
gengisfellingum sem hagstjórnartæki. hugsunin
með gengisfellingu krónunnar er sú að verið er
að flytja fé frá fólki til fyrirtækja. gengi krónunnar
er fellt, kostnaður hækkar, fyrirtækin setja
verðhækkanir út í verðlagið, þ.e. hækka verð á
vörum og við það verður verðbólga. Þetta þýðir að
raunlaun fólks lækka og lægri laun þýða að vinnuafl
verður ódýrara. Það merkir að fleiri geta fengið
vinnu.
gengisfelling styrkir útflutningsgreinarnar, eins
og ferðaþjónustu og sjávarútveginn, sem fá auknar
tekjur í krónum.
á árum áður var talað um að flikka þyrfti upp á
„gamla rekstrargrundvallar-ræfilinn“ í sjávarútveg-
inum með gengisfellingum. auka tekjur greinarinnar.
stjórnmálamenn hafa yfirleitt látið stýrast af sjáv-
arútveginum þegar þeir hafa handstýrt krónunni.
Þegar gengi krónunnar er frjálst er það auðvitað
eftirspurnin eftir krónunni í samanburði við
erlendan gjaldeyri sem ræður verði hennar. Þegar
kominn er viðskiptahalli við útlönd og það saxast á
gjaldeyrisforðann táknar það að krónan er of sterk.
Einar Oddur
Kristjánsson.
Davíð Scheving
Thorsteinsson.