Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
1991-1999
1991:
EES-samningurinn
– krónan hættuleg?
Þegar EEs-samningurinn var gerður veltu
ýmsir því fyrir sér hvort krónan gæti
ekki þvælst fyrir sem gjaldmiðill vegna
ákvæðisins í samningnum um frjálsa
fjármagnsflutninga. að fjármagnið á
íslandi leitaði út vegna krónunnar en
lítið fé kæmi að utan til íslands vegna
krónunnar. Þessar vangaveltur urðu þó
ekki mjög háværar á þessum tíma og
varla hægt að segja að um áhyggjur hafi
verið að ræða. nú er hins vegar komið
á daginn að líklegast er mjög erfitt fyrir
okkur íslendinga að hafa krónuna sem
gjaldmiðil ef við ætlum að uppfylla
ákvæðið um frjálsa fjármagnsflutninga í
EEs-samningnum, svo veik er hún sem
gjaldmiðill.
1991:
Bókin um
kolkrabbann
Völdin í viðskiptalífinu voru mjög til tals
á þessum tíma eftir að Morgunblaðið
hafði árið 1990 hafið opinskáa umræðu
um völd Eimskipafélagsins og gagn-
rýndi blaðið harðlega samþjöppun valds
í kringum félagið og eignatengsl. Það
var hins vegar Örnólfur árnason rithöf-
undur sem gaf út bókina Á slóðum kol-
krabbans. Þar með fékk valda- og eigna-
blokkin í kringum Eimskip viðurnefnið
Kolkrabbinn.
1991:
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
Davíð Oddsson var kjörinn
formaður sjálfstæðisflokksins
og varð forsætisráðherra eftir
alþingiskosningarnar vorið 1991. hann
myndaði svonefnda Viðeyjarstjórn með
alþýðuflokknum. Eitt helsta baráttumál
stjórnarinnar var að ísland yrði með
í samningaviðræðum EFTa við EsB
um Evrópska efnahagssvæðið. Þessi
ríkisstjórn tók við í efnahagskreppu og
barðist við niðursveiflu í atvinnulífinu
obbann af tíma sínum.
1991:
Davíð braut hefðina
Þegar Davíð Oddsson varð
forsætisráðherra vorið 1991
braut hann „hefðina“ og réð
ekki sérstakan efnahagsráðgjafa
ríkisstjórnarinnar til starfa.
samningur EFTa og
Evrópubandalagsins um Evrópska
efnahagssvæðið, EEs, náðist á
sögulegum fundi í Lúxemborg
í október þetta ár, 1991, og
sagði Jón Baldvin hannibalsson
utanríkisráðherra á alþingi að
þetta væri eitt stærsta mál í
sögu lýðveldisins. samningurinn
var samþykktur með lögum frá
alþingi árið 1993. samningurinn
gengur út á svonefnt fjórfrelsi
með vörur, þjónustu, vinnuafl og
fjármagn. Þá tekur samningurinn
einnig til dómstóla en þeir sem
telja innlenda dómstóla á svæðinu
brjóta á sér geta leitað réttar síns
fyrir Eftirlitsstofnun EFTa og hjá
EFTa-dómstólnum.
1991 til 1993:
EES – Evrópska efnahagssvæðið