Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
2000-2003
2000:
Netbólan sprakk
– fyrsta hrunið
árið 1999 var mikill meðbyr á
hlutabréfamörkuðum um allan heim og
var í tísku að fjárfesta í tæknifyrirtækjum.
hlutabréfaverð um allan heim hækkaði skarpt
og var því líkt við gullæði. Eftir nokkurra
ára meðbyr skall á óveður á vormánuðum
árið 2000. netbólan sprakk. Lækkanir voru
linnulausar út árið 2000 og héldu áfram á
árinu 2001. Þeir sem lögðu mikið undir á
bandaríska tæknimarkaðnum, nasdaq, urðu
fyrir enn meiri skakkaföllum en hluthafar
í venjulegum fyrirtækjum. Þetta var í raun
fyrsta alvöru hrunið í Kauphöll íslands og
fengu margir íslendingar óvænt að kenna á
því að hlutabréf geta ekki bólgnað endalaust
út. En svo fór sólin að skína aftur á árinu
2002 og um mitt árið 2003 varð hún ansi
skær og hélst svo fram í ágúst 2007.
2001:
Útrásin komst í tísku
2002:
Landsbankinn seldur
á 12,3 milljarða
Eignarhaldsfélag þeirra Björgólfs
guðmundssonar, Björgólfs Thors
Björgólfssonar og Magnúsar
Þorsteinssonar kaupir 45,8% hlut í
Landsbanka íslands haustið 2002
á 12,3 milljarða króna. gengið var
endanlega frá kaupunum undir áramót
sama ár. íslenskir peningamenn, sem
litu á sig sem alþjóðlega fjárfesta, voru
komnir inn í landið.
2000:
Nokkrir viðskiptaháskólar
– „allir“ í viðskiptanámi
Menntabyltingin upp úr 1970 hefur
lagt grunn að bættum lífskjörum
og hagsæld þjóðarinnar. á árinu
2000 blasti hins vegar við ný sýn í
viðskiptamenntun á íslandi; háskólum
hafði fjölgað. Viðskiptanám var kennt
í háskóla íslands, Endurmenntun
háskóla íslands, háskólanum á
akureyri, Viðskiptaháskólanum á
Bifröst, háskólanum í reykjavík og
Tækniskóla íslands. sagt var frá
því í fréttum að hundraðasti hver
íslendingur væri í viðskiptanámi.
Útrás íslendinga hófst snemma
á síðustu öld. Útrásin felst í því
að íslensk fyrirtæki vaxa erlendis
með stofnun nýrra fyrirtækja eða
kaupum á fyrirtækjum erlendis.
sölusamtökin í sjávarútvegi stofnuðu
fyrirtæki erlendis til að selja fisk,
t.d. Coldwater í Bandaríkjunum í
kringum 1940 þegar hraðfrystingunni
óx fiskur um hrygg. Eimskip var með
söluskrifstofur erlendis og Loftleiðir
héldu í víking með ameríkufluginu,
beinu flugi á milli Lúxemborgar og
Bandaríkjanna, og ráku umfangsmikla
starfsstöð og skrifstofu í new York.
íslendingar hafa alltaf verið stoltir
af íslendingum sem gera það gott
erlendis. Upp úr 1995 bar á því að
stoðtækjafyrirtækið Össur færði
út kvíarnar erlendis og árið 2000
tilkynnti það um kaup á stórfyrirtæki í
heimi stoðtækjanna í Bandaríkjunum,
Flex-foot. Það var sem skriðu væri
hleypt af stokkunum. næstu árin
varð útrás algengasta orðið í íslensku
atvinnulífi. allt snerist um að kaupa
fyrirtæki erlendis og vaxa til útlanda.
Formúlan var sú að kaupa góð og
vönduð fyrirtæki erlendis og greiða
aðeins hærra verð fyrir þau. Bankarnir
voru hryggjarstykkið í útrásinni og
fjármögnuðu hana – með lánsfé. Þeir
keyptu sömuleiðs fjöldann allan af
erlendum fjármálafyrirtækjum. sú
saga er núna á enda.