Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 41
70 ára
hagsagan í 70 ár
2003:
Búnaðarbankinn og
Kaupþing sameinast
í byrjun sumars árið 2003 var hald-
inn fréttamannafundur þar sem sagt
var frá sameiningu Búnaðarbankans
og Kaupþings undir heitinu KB banki.
Þeir sigurður Einarsson og hreiðar Már
sigurðsson urðu bankastjórar hins sam-
einaða banka. Þetta varð stærsti banki
á íslandi en báðir bankarnir voru með
starfsemi í Lúxumborg, auk þess sem
Kaupþing var í svíþjóð og á fleiri stöðum.
í viðtölum sögðu þeir sigurður og hreiðar
að hinn stóri, sameinaði banki væri tákn
um nýja tíma; bankinn myndi styðja við
útrás stærstu fyrirtækja á íslandi.
2003:
Eimskip skipt upp
Viðskiptalífið nötraði 18. september 2003 þegar víðtæk uppstokkun
var gerð á Eimskip og tengdum félögum. Það voru Landsbanki og
íslandsbanki sem stóðu að uppstokkuninni sem oftast hefur verið nefnd
uppstokkunin á kolkrabbanum. Þessir tveir bankar skiptu þeirri stóru
flóru fyrirtækja, sem tengdust Eimskip, á milli sín.
2002:
Þjóðhagsstofnun
lögð niður
Davíð Oddsson forsætisráðherra
ákvað að leggja niður
Þjóðhagsstofnun og höfðu menn
í flimtingum að ástæðan væri sú
að hún spáði ekki nægilega góðu
veðri í efnahagsmálum. Verkefni
Þjóðhagsstofnunar fluttust yfir til
hagstofunnar, fjármálaráðuneytis
og seðlabankans.
2002:
Búnaðarbankinn
seldur á 11,9 milljarða
Um miðjan nóvember 2002 náðist
samkomulag um að s-hópurinn svonefndi,
Egla, Eignarhaldsfélag samvinnutrygginga,
samvinnulífeyrissjóðurinn og Vís (leifarnar
af gamla sambandinu), hefði keypt 45,8%
hlut í Búnaðarbanka íslands á 11,9 milljarða
króna.