Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 45
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 45
70 ára
F
aðir minn var prestssonur norðan úr landi
fæddur 1912 að Hálsi í Fnjóskadal. Þótt
hann starfaði lengst af sem hæstaréttarlög-
maður og ræki eigin lögmannsskrifstofu í
Reykjavík, stundaði hann jafnhliða ritstörf.
Hann skrifaði ekki aðeins um þjóðmál heldur lagði
einnig fyrir sig yrkingar. Eftir hann er ljóðabókin Fjúk-
andi lauf, gefin út af Almenna bókafélaginu árið 1961,“
segir Hildur Einarsdóttir, félagsfræðingur og blaða-
maður, dóttir Einars Ásmundssonar, fyrsta ritstjóra
Frjálsrar verslunar.
Góður tími hjá Frjálsri verslun
„Pabbi bjó á Akureyri fyrst eftir að hann lauk námi
og vann þar við lögmannsstörf en var jafnframt rit-
stjóri Íslendings, sem var blað sjálfstæðismanna á Akur-
eyri. Fljótlega eftir að hann fluttist til Reykjavíkur var
honum falið að annast ritstjórn Frjálsrar verslunar sem
kom út mánaðarlega. Stýrði hann ritinu frá 1939 til árs-
loka 1943. Því miður á ég engar minningar frá þessum
árum hans á Frjálsri verslun því ég kom ekki í heim-
inn fyrr en síðar, þegar foreldrar mínir voru komnir á
fimmtugsaldurinn. Ég veit þó að hann átti góðan tíma
meðan hann starfaði á Frjálsri verslun.
Ég upplifði hins vegar árin hans sem ritstjóra á
Morgunblaðinu en þar var hann við stjórnvölinn ásamt
fleirum á árunum 1956 til 1959. Áður en hann varð
ritstjóri á Morgunblaðinu var hann fenginn til að skrifa
pólitískar greinar í blaðið um nokkurt skeið.
Hann hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og þjóð-
málum almennt en þann áhuga hefur hann væntanlega
fengið úr föðurhúsum, þar var honum kennt að láta sér
annt um sitt nánasta umhverfi,“ segir Hildur.
Einar ásmundsson var fyrsti ritstjóri Frjálsrar verslunar.
En hver var hann þessi lögmaður sem settist í
ritstjórastól Frjálsrar verslunar árið 1939–1943?
Við fengum dóttur hans, hildi Einarsdóttur blaða-
mann, til að segja okkur frá honum. Einar var
áhugamaður um þjóðfélagsmál. hann safnaði
fágætum, íslenskum bókum og eftir hann er
ljóðabókin Fjúkandi lauf.
LÖgMaðUr í rITsTJÓrasTÓL
Einar Ásmundsson, fyrsti
ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Hildur Einarsdóttir, dóttir Einars Ásmundssonar, fyrsta ritstjóra Frjálsrar verslunar,
segir hér frá föður sínum.
Einar ásmundsson, fyrsti ritstjóri Frjálsrar verslunar:
Fyrsta tölublað
Frjálsrar verslunar 1939.