Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 46

Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 70 ára Magnús hreggviðsson athafnamaður yfirtók útgáfufé- lagið Frjálst framtak hf. í maí 1982 en það gaf m.a. út Frjálsa verslun. hann var útgefandi Frjálsrar verslunar frá þeim tíma til loka ársins 1995 þegar hann seldi Talnakönnun tímaritið. Magnús var ritstjóri Frjálsrar verslunar í tæpt ár eftir að hann keypti blaðið. rITsTJÓrar FrJáLsrar VErsLUnar Mikið rætt um þjóðmál ,,Á heimili okkar var mikið rætt um þjóðmál og stundum kom til snarpra orðaskipta í hópi vina og ekki síst milli pabba og bróður hans, Gísla Ásmundssonar, sem var þýðandi og síðar kennari við Verslunarskóla Íslands. Gísli var eldheitur kommúnisti, hafði lært í Austur- Þýskalandi og skrifaði í tímaritið Rauða penna, sem var gefið út að tilhlutan róttækra rithöf- unda. Á aðfangadag komu bræður pabba, sem voru báðir einhleypir, heim til okkar í jólarjúp- urnar en áður en þeir komu tók mamma það fram að nú yrði ekki rætt um pólitík. Var oftast farið eftir því.“ Safnaði fágætum íslenskum bókum „Faðir minn var bókasafnari og átti eitt stærsta bókasafn hér á landi í einkaeign. Hann safnaði einkum fágætum, íslenskum bókum. Heima hjá okkur voru bækur upp um alla veggi og sat hann iðulega inni í stofu og las eða hlust- aði á tónlist en hann hlustaði einkum á óperur, píanókonserta og þýska ljóðatónlist en hann átti gott safn klassískra hljómplatna. Hann hafði yndi af því að ferðast og skrif- aði ferðaþætti sem gefnir voru út í tveimur bókum. Annað ritið var í bókaflokknum Lönd og lýðir og var um Þýskaland, Austurríki og Sviss og kom út árið 1960 en hitt hét Frá Grænlandi til Rómar og kom út árið 1961. Þótt hann eyddi nokkrum tíma sinnar tiltölulega stuttu ævi við ritstörf, var hann fyrst og fremst lögfræðingur og flutti ýmis veigamikil mál fyrir hæstarétti og var lögfræðingur nokkurra stærri fyrirtækja hér á landi. Hann lést árið 1963, rétt rúmlega fimmtugur að aldri,“ segir Hildur Einarsdóttir að lokum. Heima hjá okkur voru bækur uppi um alla veggi og sat hann iðulega inni í stofu og las eða hlustaði á tónlist en hann hlustaði einkum á óperur, píanókonserta og þýska ljóðatónlist. sJáLFsTæðI FJÖLMIðLa MIKILVægT Magnús hreggviðsson: E ftir að ég varð útgefandi Frjálsr- ar verslunar ritstýrði ég blaðinu ásamt tímaritinu Nýju lífi í um það bil eitt ár. Á sama tíma var ég að ná tökum á miklum taprekstri útgáfunnar og snúa honum í hagnað. Á þeim tíma vissi ég nær ekkert um blaðamennsku og útgáfu og taldi mig lítt hæfan til að skrifa texta. Árið 1982 var á margan hátt erfitt í rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Verðbólga náði 130 prósentum. Við sátum uppi með líklega eina verstu rík- isstjórn frá stríðslokum, sem réð lítið við ástandið. Með góðra manna hjálp tókst mér að ritstýra Frjálsri verslun í eitt ár eða svo með stjórnun rekstrar,“ segir Magnús. Ég kann ekkert í blaðamennsku Magnús segir eitt það eftirminnilegasta frá þessum stutta tíma á ritstjórastóli Frjálsrar verslunar vera viðtal, sem honum tókst að ná við heimsfrægan atvinnustjórnanda, Jan Carlson, forstjóra SAS, sem hafði snúið miklum taprekstri SAS í mikinn hagnað á skömmum tíma. „Ég man vel eftir því þegar ég kom á fund Carlsons eftir að hafa fengið úthlutað hálftíma í viðtalið og sagði við hann á Frjáls verslun 1982.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.