Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 47

Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 47 70 ára ensku: „Kæri herra Jan Carlson. Ég er rit- stjóri viðskiptatímaritsins Frjáls verslun á Íslandi. Ég er líka eigandi og útgefandi blaðs- ins auk nokkurra annarra tímarita. Ég kann ekkert í blaðamennsku, hef aldrei tekið við- tal og á erfitt með að setja saman texta. Viltu hjálpa mér.“ Hann hló óskaplega að þess- ari yfirlýsingu. Við sátum eftir þetta í tæpar þrjár klukkustundir, ræddum málin og sam- einuðum alvarlega og faglega umræðu um rekstur og stjórnun fyrirtækja, en slógum líka á léttari strengi og hlógum.“ Magnús var útgefandi Frjálsrar verslunar frá 1982 til 1995 en þá seldi hann blaðið til núverandi eiganda og útgefanda, Benedikts Jóhannessonar. Lög um fjölmiðla nauðsynleg „Eftir aldamótin síðustu var ég í hópi þeirra sem töldu að setja yrði fjölmiðlalög og ramma m.a. um eignarhald fjölmiðla. Hafði ég á tveimur áratugum frá árinu 1982 orðið langstærsti útgefandi tímarita með öfluga bókaútgáfu og aðra starfsemi til viðbótar. Fyrirtæki mitt gaf út 170 tölublöð tímarita á ári, þegar mest var. Allan þann tíma sem ég var útgefandi var stefna mín skýr hvað varðar tvennt í rekstri fjölmiðla- og útgáfufyrirtækis míns. Í fyrsta lagi að reyna aldrei að hafa áhrif á efni blaða í því augnamiði að koma mínum skoðunum að. Í öðru lagi reyndi ég eftir megni að verða eins óháður auglýs- endum og hægt var. Við náðum í mínu fyr- irtæki að vera ekki með stærri hluta viðskipta við einn aðila á hverjum tíma en rúmlega eitt prósent af veltu. Ég sem eigandi eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis á Íslandi hafði að sjálf- sögðu oft orðið fyrir þrýstingi auglýsenda í viðkvæmum málum vegna efnis og/eða við- tala í tímaritunum. Ég var afskaplega ánægður með frum- kvæði ríkisstjórnar Íslands undir forystu Davíðs Oddssonar að leggja fram frumvarp um fjölmiðla, fyrstu útgáfuna. Lýsti mig strax fylgjandi frumvarpinu, því meðal ann- ars voru eigendum fjölmiðla settar ýmsar skorður, sem ég taldi nauðsynlegar og réttar fyrir þróun fjölmiðla til framtíðar vegna áhrifa þeirra á þróun samfélags okkar. Á þessum tíma voru komnar fram skýrar vísbendingar um misnotkun ákveðinna fjöl- miðla af hálfu eigenda þeirra. Nokkuð sem gæti vaxið og orðið verra. Endurnýjuð útgáfa frumvarps um fjölmiðla var samþykkt sem lög á Alþingi, sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands neitaði að skrifa undir, sem frægt er orðið. Það var alvarleg og skaðleg aðgerð fyrir þróun þjóðfélags okkar, að mínu viti popúlismi, en ekki kalt, vitsmunalegt mat á þörfum okkar fyrir fjölmiðlalög. Við sjáum hversu alvarlegar afleiðingar þessi gjörð hafði síðan á fjölmiðlaumræðu og þróun þjóð- félagsins. Tjónið hefur orðið mikið. Gömlu fjölmiðlarnir, dagblöð, sjónvarp, útvarp og tímarit, eru nú á færri höndum en áður og ósjálfstæði blaðamanna á margan hátt meira en var á mínum árum í fjölmiðla- rekstri, árunum 1982–2004. Nýju fjölmiðla- rnir með tilkomu netsins eru nú komnir fram og sjálfstæði þeirra er mest. Vona ég að áhrif þessarar margþættu fjölmiðlunar vaxi í framtíðinni,“ segir Magnús og bætir við að lokum sér þykir afskaplega vænt um Frjálsa verslun óskar hann blaðinu innilega til ham- ingju með 70 ára afmælið. Magnús segir eitt það eftirminnilegasta frá þessum stutta tíma á ritstjórastóli Frjálsrar verslunar vera viðtal, sem honum tókst að ná við Jan Carlson, forstjóra SAS. Magnús Hreggviðsson var útgefandi Frjálsrar versl- unar frá 1982 til 1995. Hann var ritstjóri í tæpt ár eftir að hann keypti blaðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.