Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
T æ K N i Í 7 0 á R
á
rið 1939 höfðu fyrstu sjálfvirku sím-
stöðvarnar í Reykjavík einungis verið
í rekstri um nokkurra ára skeið og
stærsti hluti landsmanna notaðist enn
við símamiðstöðvar og gamla góða sveitasím-
ann. Útvarp hafði verið starfrækt um níu ára
skeið, en rúmur aldarfjórðungur átti enn
eftir að líða í sjónvarpsleysi hér á landi, þótt
sjónvarpið hafi verið tekið í notkun erlendis
árið 1928.
Maður ársins: Einkatölvan!
Tæknin þróaðist svo jafnt og þétt næstu ára-
tugina, en stærstu stökkin hafa þó verið tekin
síðustu þrjá áratugina eða svo. Tölvutæknin
á þar stóran hlut að máli. Þótt viðmiðunar-
punktarnir séu margir í tölvusögunni er oft
miðað við árið 1977 sem fæðingarár einka-
tölvunnar, en þá voru tölvurnar Apple II,
PET 2001 og TRS-80 allar settar á markað
og áttu eftir að seljast í milljónum eintaka.
IBM PC tölvan kom út árið 1981 og næstu
mánuðina stimplaði þessi nýja tækni sig
svo inn í þjóðlífið vestanhafs að tímaritið
Time útnefndi einkatölvuna sem „mann
ársins“ 1982 – í fyrsta sinn sem leitað var
út fyrir mannkynið við afhendingu þeirra
verðlauna.
Svo fóru hjólin að snúast. Það er eig-
inlega með ólíkindum að það séu ekki
nema rúm fimmtán ár frá því að Net-scape-
vafrinn kom fram á sjónarsviðið og mark-
aði þar með upphaf þess að almenningur
fikraði sig áfram í notkun Internetsins.
Þar á undan höfðu bara hörðustu tækni-
áhugamenn notað tölvupóst eða tengst
gagnabönkum í gegnum mótöld, en fjöldi
tölvueigenda og netverja jókst jafnt og þétt
með betri og ódýrari tölvutækni og auk-
inni netvæðingu.
Grundvallarbreytingar
Internetið og Vefurinn hafa leitt til grund-
vallarbreytinga á fjölmörgum sviðum mann-
lífsins. Með Internetinu hefur samskipta-
möguleikum fjölgað nær óendanlega. Áður
voru möguleikarnir ekki mikið fleiri en sími,
bréfasendingar, faxsendingar og svo hrein-
lega að hitta fólk augliti til auglitis. Með til-
komu Internetsins hafa bæst við tölvupóst-
samskipti, vefsímtöl (með eða án mynda),
spjallforrit, samfélagsvefir, hópvinnslukerfi á
Vefnum, bloggvefir og svo mætti lengi telja.
Með tilkomu Vefsins urðu til tvær alger-
lega nýjar víddir í fjölmiðlun. Annars vegar
gagnvirkni, sem þýddi að notendur höfðu
allt í einu möguleikann á að leita uppi það
Við lifum í stórkostlega breyttum heimi frá þeim sem útgefendur
Frjálsrar verslunar hrærðust í þegar fyrsta tölublaðið kom út árið 1939.
Fátt sýnir þetta betur en tæknibreytingarnar sem orðið hafa á tímabilinu.
Sennilegast geta flestir horft í kringum sig á vinnu-
staðnum eða heimilinu og hugsað með sér: „Hvernig
fór ég eiginlega að án tölvunnar og internetsins?“
TExTI: kristinn jón arnarson ● MYnDIr: ýmsir
sTærsTU TæKnIsTÖKKIn í sJÖTíU ár
1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000
1957:
Fyrsta geim-
skotið
1972:
Fyrsti
tölvu-
leikurinn
(Pong)
1951:
UnIVaC 1 - fyrsta
fjöldaframleidda
tölvan (45 eintök)
1971:
@-merkið
notað við
tölvupóst-
samskipti