Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
s t u ð u l l
70 ára
F
áir menn geta sagt sögu heillar aldar. Jónas Halldór
Haralz er fæddur árið 1919 og verður níræður á þessu
ári. Hann lærði hagfræði í Svíþjóð á stríðsárunum, starf-
aði að þróunarmálum í Mexíkó og Mið-Ameríku á
vegum Alþjóðabankans og var lengi bankastjóri Lands-
banka Íslands. Núna er Jónas formaður nefndar sem
meta á hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra.
Jónas fæddist í Reykjavík 6. október 1919, sama dag og hæsti-
réttur var stofnaður. Faðir hans var Haraldur Níelsson, prófessor í
guðfræði, en móðir Aðalbjörg Sigurðardóttir, kennari og forustu-
kona meðal guðspekinga. Jónas átti fimm hálfsystkin og eina alsystur.
Fyrstu árin ólst hann upp í Vinaminni í Grjótaþorpi en þegar hann
var sex ára flutti fjölskyldan að Laugarnesi.
Naut heimakennslu
„Laugarnesið var hálfgerð sveit á þeim árum, lítil byggð og enginn
skóli, þannig að ég naut heimakennslu allt þar til ég settist í fjórða
bekk Menntaskólans í Reykjavík árið 1935. Ég var að vísu einn vetur
á Alþýðuskólanum á Eiðum sem óreglulegur nemandi, enda yngri en
aðrir nemendur í skólanum. Móðir mín dvaldist með okkur börnin á
Eiðum þennan vetur hjá frænda sínum, séra Jakobi Kristinssyni, sem
var skólastjóri. Ég lauk stúdentsprófi 1938 og fór til Stokkhólms til
náms í efnaverkfræði. Eftir tveggja ára nám í þeirri grein færði ég mig
yfir í hagfræði og þjóðfélagsfræði sem mér hugnaðist betur og stund-
aði það nám í fimm ár. Árið 1945 útskrifaðist ég sem politices mag-
ister, en í því fólust þrjár aðalgreinar, hagfræði, stjórnmálafræði og
tölfræði, auk heimspeki og samfélagsfræði sem voru aukagreinar.
Jónas H. Haralz hagfræðingur
verður níræður í haust. Hann getur
sagt hagfræðisögu heillar aldar.
Hann á einstakan feril að baki og
flestir sem kynnast honum undrast
hve vel hann er á sig kominn and-
lega og líkamlega. Hér fer maður
sem ólst upp í Grjótaþorpinu en
heimurinn allur hefur verið hans
sjóndeildarhringur. Hann hefur
unnið fyrir Alþjóðabankann, setið
í stjórn bankans, gegndi stöðu
bankastjóra Landsbankans í nær
tvo áratugi, var forstjóri Efnahags-
stofnunar um tíma og einn helsti
efnahagsráðunautur ríkisstjórna.
tExti: vilmundur hansen
Mynd: geir ólafsson
ÍsLEndinG Ar HAfA LönGuM
kosið Að EinAnGrA siG
Jónas H. Haralz hagfræðingur.