Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 52

Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 s t u ð u l l 70 ára F áir menn geta sagt sögu heillar aldar. Jónas Halldór Haralz er fæddur árið 1919 og verður níræður á þessu ári. Hann lærði hagfræði í Svíþjóð á stríðsárunum, starf- aði að þróunarmálum í Mexíkó og Mið-Ameríku á vegum Alþjóðabankans og var lengi bankastjóri Lands- banka Íslands. Núna er Jónas formaður nefndar sem meta á hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Jónas fæddist í Reykjavík 6. október 1919, sama dag og hæsti- réttur var stofnaður. Faðir hans var Haraldur Níelsson, prófessor í guðfræði, en móðir Aðalbjörg Sigurðardóttir, kennari og forustu- kona meðal guðspekinga. Jónas átti fimm hálfsystkin og eina alsystur. Fyrstu árin ólst hann upp í Vinaminni í Grjótaþorpi en þegar hann var sex ára flutti fjölskyldan að Laugarnesi. Naut heimakennslu „Laugarnesið var hálfgerð sveit á þeim árum, lítil byggð og enginn skóli, þannig að ég naut heimakennslu allt þar til ég settist í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík árið 1935. Ég var að vísu einn vetur á Alþýðuskólanum á Eiðum sem óreglulegur nemandi, enda yngri en aðrir nemendur í skólanum. Móðir mín dvaldist með okkur börnin á Eiðum þennan vetur hjá frænda sínum, séra Jakobi Kristinssyni, sem var skólastjóri. Ég lauk stúdentsprófi 1938 og fór til Stokkhólms til náms í efnaverkfræði. Eftir tveggja ára nám í þeirri grein færði ég mig yfir í hagfræði og þjóðfélagsfræði sem mér hugnaðist betur og stund- aði það nám í fimm ár. Árið 1945 útskrifaðist ég sem politices mag- ister, en í því fólust þrjár aðalgreinar, hagfræði, stjórnmálafræði og tölfræði, auk heimspeki og samfélagsfræði sem voru aukagreinar. Jónas H. Haralz hagfræðingur verður níræður í haust. Hann getur sagt hagfræðisögu heillar aldar. Hann á einstakan feril að baki og flestir sem kynnast honum undrast hve vel hann er á sig kominn and- lega og líkamlega. Hér fer maður sem ólst upp í Grjótaþorpinu en heimurinn allur hefur verið hans sjóndeildarhringur. Hann hefur unnið fyrir Alþjóðabankann, setið í stjórn bankans, gegndi stöðu bankastjóra Landsbankans í nær tvo áratugi, var forstjóri Efnahags- stofnunar um tíma og einn helsti efnahagsráðunautur ríkisstjórna. tExti: vilmundur hansen Mynd: geir ólafsson ÍsLEndinG Ar HAfA LönGuM kosið Að EinAnGrA siG Jónas H. Haralz hagfræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.