Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 53
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 53 70 ára N æ r m y N d a F j ó N a s i h a r a l z Val mitt á námi var í raun í samræmi við tískusveiflu þess tíma. Ég var í menntaskóla á kreppuárunum og mótaður af því. Þá var ríkjandi hugsunarháttur hjá ungum námsmönnum að læra eitthvað hagnýtt, svo sem viðskiptafræði eða verkfræði, sem nýst gæti atvinnuþróun landsins. Menn fóru síður til náms í sígildum embættisgreinum eins og guðfræði, læknisfræði eða lögfræði. Raunar var haft á orði á þeim tíma að það væri allt of mikið um lögfræðinga og lækna, sem var að vísu misskilningur. Áherslan var á nýjar greinar til að efla atvinnulífið og praktískt nám í þeim tilgangi.“ Jónas segist hafa haft mikinn áhuga á stjórnmálum á námsárunum í Stokkhólmi og verið í hópi róttækra stúdenta. Hann var alls sjö ár í Svíþjóð. Í svíþjóð á stríðsárunum Aðspurður segir Jónas erfitt að svara því hvað hag- fræði sé. „Hagfræði er breitt og mikið svið sem fjallar um atvinnulífið, stjórn þess og umgjörð. Innan hagfræðinnar eru svo margar sérgreinar og margir skólar sem sumir tengjast stjórnmálum. Á mínum námsárum var mjög greinileg skipting milli þess sem var kallað borgaraleg hagfræði og róttæk hagfræði. Borgaralega hagfræðin var sett í kerfi í austurríska og svissneska skólunum. Róttæk hagfræði byggði aftur á móti á kenningum Karls Marx og hafði allt aðra stöðu en núna.“ Meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð komst Jónas ekki til Íslands frekar en aðrir íslenskir námsmenn í Evrópu á þeim tíma. „Að stríð- inu loknu var Esjan send til Svíþjóðar til að sækja Íslendinga sem höfðu orðið innlyksa í Evrópu á stríðsárunum. Ég man þá siglingu mjög vel og heimkomuna 9. júlí 1945. Í þeirri ferð voru námsmenn allstaðar að frá Norðurlöndum og meginlandinu, fríður hópur,“ segir Jónas. Árið 1946 kvænist Jónas Guðrúnu Þorgeirsdóttur og þau eign- uðust einn son, Jónas Halldór. ráðinn til alþjóðabankans ,,Eftir að ég kom heim gekk ég í Sósíalistaflokkinn og fór að vinna sem hagfræðingur hjá Nýbyggingarráði en formaður þess var Jóhann Þ. Jósefsson og Einar Olgeirsson, varaformaður. Nýbyggingarráð var lagt niður 1947 og Fjárhagsráð kom í þess stað. Ég starfaði hjá þessum tveimur ráðum í fimm ár, eða til 1950. Eftir það tók ég við starfi sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington, sem var þá ný stofnun og starfaði sem þróunarbanki. Ég var þar í sjö ár og lungann úr þeim tíma var ég í deild sem kall- aðist Western Hemisphere Department og hafði með Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku að gera. Ég dvaldi hér um bil eitt ár í Mexíkó og skrifaði bók, ásamt fleirum, sem fjallaði um efnahagsmál lands- ins. Hún kom út 1952 og þótti athyglisverð á þeim tíma. Á þessum árum fór ég einnig til Perú og var eitt ár fulltrúi bankans í Hondúras. Ég lærði spænsku vel og gat skrifað og talað á málinu, þótt ég sé nú búinn að glata þeirri kunnáttu,“ segir Jónas. Árið 1956 var Jónas beðinn að gerast efnahagsráðunautur vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar, sem hann gat ekki tekið að sér vegna starfa sinna í Alþjóðabankanum. Í stað þess skiluðu tveir hagfræðingar frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum tillögum um úrbætur í efnahags- málum sem ríkisstjórnin gat ekki fallist á. Jónas bætir því við að á sínum tíma, þegar sjóð- urinn var stofnaður í lok styrjaldarinnar, hefðu Íslendingar því miður ekki haft skilning á því að gerast virkir þátttakendur í Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Hugmyndin að baki þessarar nýju alþjóðastofnunar hefði verið að koma á nýju mynt- kerfi sem kæmi í stað gullfótarins sem brostið hafði í fyrri heimsstyrjöld og í kreppunni 1931. „Þetta var merkileg umbót á sínum tíma, og það hefði verið Íslendingum til hagsbóta að taka fullan þátt í sjóðnum frá upphafi. En hér á landi voru menn að hugsa um að spara, þrátt fyrir velmegun á styrjaldarárunum, og skáru framlag til sjóðsins við nögl. Þar með var sjóðurinn okkur að heita mátti gagnslaus, þar sem fjárhagsleg aðstoð frá honum, þegar á þurfti að halda, fór eftir framlaginu. Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, en þá bankastjóri Útvegsbankans, var eini maðurinn hér á landi sem skildi hvaða kosti raunveruleg þátttaka í sjóðnum gat haft til að bera.“ skilningi á efnahagsmálum hrakar „Ég tel að skilningi Íslendinga á efnahagsmálum hafi hrakað mjög á árunum eftir 1930,“ segir Jónas. „Landið einangraðist furðu mikið á tExti: vilmundur hansen Mynd: geir ólafsson ÍsLEndinG Ar HAfA LönGuM kosið Að EinAnGrA siG „Það voru mikil mistök þegar Ísland gekk inn í Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að ganga beint í Evrópusambandið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.