Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 70 ára N æ r m y N d a F j ó N a s i h a r a l z kreppu- og stríðsárunum, og menn fylgdust ekki vel með því sem var að gerast í mótun alþjóðlegrar efnahagssamvinnu í lok styrjaldarinnar og á fyrstu árunum þar á eftir. Auk dræmrar þátttöku í Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, létum við hjá líða að taka þátt í Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (GATT). Þegar svo Marshallaðstoðin kemur til sögunnar viljum við gjarnan þiggja fjárframlög til ýmiss konar framkvæmda en færumst undan skuldbindingum um frjáls viðskipti, sem var sjálfur tilgangur aðstoð- arinnar. Það var eins og við teldum að við gætum verið út af fyrir okkur og þyrftum lítið á samskiptum við aðrar þjóðir að halda. Á fyrsta fullveldisáratugnum, 1920–30, höfðu menn hins vegar fullan skilning á því að notfæra sér fullveldið til að verða þátttakendur í samfélagi þjóðanna, til dæmis með því að ganga inn í myntkerfi gullfótarins.“ heim til Íslands Jónas hætti störfum hjá Alþjóðabankanum síðla árs 1957 og fjölskyldan fluttist til Íslands. „Eftir heimkomuna tók ég við starfi sem efnahags- ráðunautur ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar. Gengi krónunnar var þá mjög skakkt og aðal- atvinnugreinin, sjávarútvegur, gat ekki starfað nema með því móti að greiddar voru bætur á flestar útflutningsafurðir eftir mjög sérhæfðum reglum. Reynt var að reikna út hversu miklu hver afurð þurfti á að halda. Sumarveidd, söltuð smáýsa fékk mest en togarafiskur tiltölulega lítið. Á móti voru lagðir á innflutnings- tollar og gjaldeyrisskattar. Endar náðu þó aldrei saman, auk þess sem kerfið stóð í vegi fyrir hagkvæmum rekstri og eðlilegum fram- förum. Stjórn Hermanns Jónassonar reyndi að lagfæra kerfið nokkuð árið 1958, en þær umbætur urðu þess valdandi að framfærsluvísitalan hækkaði nokkuð og stjórnin varð að fara frá þegar þing Alþýðusam- bandsins neitaði að fresta launahækkun, sem af þeirri verðhækkun leiddi, um einn mánuð. Tók minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins þá við. Upp úr þeirri stjórnarmyndun spratt svo viðreisnarstjórnin svonefnda ári síðar, en hún freistaði þess að afnema bótakerfið og taka upp alþjóðlega viðskiptahætti. Á þessum tíma vann ég náið með þeim Ólafi Thors, forsætisráð- herra, og Gylfa Þ. Gíslasyni, við- skiptaráðherra. Samtímis því sem ég var efnahagsráðunautur var ég um þriggja ára skeið ráðuneyt- isstjóri í viðskiptaráðuneytinu í fjar- veru Þórhalls Ásgeirssonar. Jafnvægi náðist fljótt í utanríkisviðskiptum eftir gengislækkun í febrúar 1960, afkoma atvinnuveganna náði sér á strik og verðbólga var í hófi,“ segir Jónas, Bankastjóri landsbankans „Eftir að Efnahagsráðuneytið var stofnað 1959 var ég ráðuneyt- isstjóri þar, en eftir að því var breytt í Efnahagsstofnun 1961 var ég forstjóri hennar til 1969 þegar ég var ráðinn sem bankastjóri Landsbanka Íslands. Þar var ég í átján ár eða til 1988 þegar ég var 69 ára. Þá tók ég við starfi sem aðalfulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans til þriggja ára þannig að ég fór aftur á gamlar slóðir. Mér þótti það mjög ánægjulegt þar sem ég var enn í sambandi við marga fyrrum starfsfélaga við bankann og þekkti vel til starfsemi hans,“ segir Jónas. „Um þetta leyti var mér einnig veitt nafnbót heiðursdoktors í hagfræði við Háskóla Íslands.“ Guðrún, eiginkona Jónasar, lést árið 1982. Tveimur árum síðar kvæntist hann bandarískri konu, Sylvíu Matthews, en hún og fyrri maður hennar höfðu verið mikið vinafólk hans og Guð- rúnar í mörg ár. Jónas bjó í nokkur ár í Banda- ríkjunum eftir að hann lét af störfum í stjórn Alþjóðabankans og tók að sér ýmis verkefni. „Ég starfaði um tíma fyrir norska utanrík- isráðuneytið og skrifaði fyrir þá skýrslu um einkaframtak í þróunarlöndum. Eftir það vann ég fyrir bandaríska stofnun sem hét Overseas Development Council og fór svo að skrifa hluta af fimmtíu ára sögu Alþjóðabankans, en ég hafði um skeið setið í nefnd sem átti að sjá um að ljúka því verki.“ hefur alltaf haft áhuga á þróunarmálum Seinni kona Jónasar lést 1996 og í framhaldi af því fluttist hann aftur til Íslands. „Eftir að ég kom heim hef ég unnið að ýmis konar verk- efnum, til dæmis verið ráðunautur utanríkisráðherra í tengslum við þróunarmál. Ég hef tekið saman tvær skýrslur um reynslu Íslands í þeim málum, ásamt öðrum. Auk þess starfaði ég fyrir Norræna þróun- arsjóðinn og skrifaði sögu hans enda alltaf haft mikinn áhuga á þeim málum. Haustið 1999 tók ég þátt í málstofum um tímabilið frá 1930 til 1960. Ég sá svo um að koma erind- unum saman í bók sem nefndist Frá kreppu til viðreisnar og kom út árið 2002. Síðan hef ég skrifað nokkuð ítarlega frásögn um störf mín hjá Landsbankanum sem var gefin út árið 2007. Ég hef einnig skrifað frásögn um starf mitt hjá Alþjóða- bankanum sem ekki hefur enn verið gefin út. Undanfarin níu ár hef ég að stríðinu loknu var Esjan send til svíþjóðar til að sækja Íslendinga sem höfðu orðið innlyksa í Evrópu á stríðsárunum. Ég man þá siglingu mjög vel og heimkomuna 9. júlí 1945. Nokkur trúnaðarstörf sem jónas hefur gegnt Hagfræðingur hjá nýbyggingarráði og fjárhagsráði • 1945–1950. Hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum, Washington • d.C. 1950–1957. ráðunautur ríkisstjórnar Íslands í efnahagsmálum • 1957–1959. ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti 1958–1961, • og jafnframt í efnahagsráðuneyti 1959–1961. forstjóri Efnahagsstofnunar 1962–1969.• Bankastjóri Landsbanka Íslands 1969–1988.• Aðalfulltrúi norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans • 1988–1991. Við ýmiskonar störf sem ráðunautur í Washington • 1991–1996 og hér á landi frá 1996.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.