Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 65
Góð rÁð Í stJórnun
frjáls verslun leitaði til nokkurra stjórnenda og bað
þá um að gefa lesendum blaðsins ráð sem hefðu
reynst þeim vel við stjórnun í gegnum tíðina.
óskar magnússon,
útgefandi Árvakurs:
„Góður stjórnandi heldur sig við
aðalatriðin, en lætur sér ekkert
óviðkomandi.“
margrét
Kristmannsdóttir,
framkvæmdastjóri pfaff:
„skapaðu góða umgjörð fyrir starfs-
fólkið þitt, veittu því sjálfstæði og
hvatningu – ef þú hefur valið rétta
fólkið í upphafi þarftu með þessu
að stjórna sem minnst.“
valgerður hrund
skúladóttir,
framkvæmdastjóri sensa:
„Leggðu góðan grunn með því að
fá í lið með þér gott samstarfs-
fólk, sem hefur mikla ástríðu
og metnað fyrir verkefninu. Með
áhugaverðri og raunhæfri sýn
og skýrri stefnu eru þeir þættir
komnir sem leiða til árangurs.“
halla Tómasdóttir,
stjórnarformaður Auðar Capital:
„Að mínu mati búa árangursríkustu
stjórnendurnir yfir góðri sjálfsþekkingu,
þekkja sína styrkleika sem og veikleika
og hafa vit á að raða í kringum sig fólki
sem skarar framúr þeim sjálfum. Ég
tel það líka skipta sköpum að starfa í
samræmi við sín innri gildi, þannig nær
maður mestum árangri og ánægju í
starfi.“
rakel olsen,
framkvæmdastjóri
Agustsson í stykkishólmi:
„Ég starfa fyrir gamalt og gróið
fjölskyldufyrirtæki og reynslan
hefur kennt okkur að áföll í rekstri
gera sjaldan boð á undan sér,
þess vegna þarf alltaf að hafa
borð fyrir báru.
Hafa skýr markmið og láta ekki
„glepjast“ af stundargróða, vera
bjartsýn og heiðarleg. Vera í góðri
sátt við nánasta umhverfi.“
tExti: vilmundur hansen ● Myndir: geir ólafsson
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 65
70 ára