Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
sigurður helgason,
fyrrverandi forstjóri flugleiða:
„konan mín, peggy Helgason, sem er banda-
rísk, ráðlagði mér að vera opinn í mann-
legum samskiptum; slíkt væri lykillinn að
góðum árangri í viðskiptum og stjórnun...
...Ég hef líka kostað kapps að kalla sem
flesta til við stjórnun fyrirtækisins, vera ekki
með nein leyndarmál og að fólk geti alltaf
talað við mig um það sem eru í brennidepli.
dyrnar á skrifstofu minni standa opnar.“
Jón hákon
magnússon,
framkvæmdastjóri
kynningar og markaðs:
„Þorvaldur Guðmundsson
á Hótel Holti gaf mér þetta
ráð: „Þú verður að passa nýt-
inguna á hráefninu, annars
fer hagnaðurinn á haugana.“
erla
vilhjálmsdóttir,
eigandi tékk-kristals:
„Ég man ekki eftir því að hafa
fengið nein ráð frá öðrum í
mínum rekstri, önnur en þau
að vera heiðarleg og koma
hreint fram í öllum sam-
skiptum.“
hörður
sigurgestsson,
fyrrum forstjóri Eimskips:
„Vertu vandlátur þegar þú
velur þér viðskiptafélaga.
Þetta ráð fékk ég frá Halldóri
H. Jónssyni sem var formaður
stjórnar Eimskipafélags
Íslands árin 1971 til 1992 og
var yfirmaður minn og náinn
samstarfsmaður um tólf ára
skeið.“
Pétur
hafsteinn
Pálsson,
Vísi í Grindavík:
„farðu hægt yfir, bæði til
sjós og lands. fiskaðu í
sama sjónum. Haltu þig á
þeim miðum sem þú hefur
mest verið á og ekki breyta
um kúrs í skyndingu.
skyndiákvarðanir eru
sjaldnast heppilegar.“
Góð rÁð Í stJórnun
Tekið úr Frjálsri verslun árið 2005.