Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
skipst á kveðjum
70 ára
Við eigum samleið
Sókn er besta vörnin
F
yrirtækið Securitas
byggir á góðum
grunni og fagnar 30
ára afmæli nú í ár.
Á síðustu árum hefur fyrirtækið
vaxið og dafnað vel að öllu leyti.
Securitas er vel rekið og fjár-
hagslega sterkt fyrirtæki.
Mikill mannauður
Trausti Harðarson hefur verið
forstjóri Securitas í tvö ár en
áður stýrði hann markaðs- og
sölusviði fyrirtækisins í þrjú ár.
Trausti er með mjög yfirgrips-
mikla menntun í tækni, tölv-
unar- og verkfræði auk við-
skiptafræði og meistaragráðu í
viðskiptum. Á sama tíma hefur
hann öðlast áratuga reynslu í
stjórnun en Trausti hefur verið
stjórnandi frá 21 árs aldri en í
dag er hann einn yngsti forstjóri
landsins.
Trausti segir að Securitas
stýri fjárhagslegum mælitækjum
sínum með þeim hætti að allir
stjórnendur fyrirtækisins sjá
tekjur, kostnað og framlegð allra
sinna deilda og hópa: „Þannig
geta allir stjórnendur fyrirtæk-
isins stýrt sviðum sínum og
deildum til fjárhagslegs árang-
urs.Við vitum nákvæmlega
hvað við ætlum að gera til að
ná árangri nú sem og áður, árið
2007, sem og 2009.
Mannauður fyrirtækisins
er mikill og góður en um 500
starfsmenn starfa hjá Securitas.
Mánaðarlega er upplifun allra
starfsmanna Securitas mæld
með svokölluðum Árangursþrí-
hyrningi og með þeirri aðferð-
arfræði hefur Securitas náð að
mynda og viðhalda stöðugri
vellíðan á sama tíma og miklar
kröfur eru um árangur innan
fyrirtækisins.“
Mánaðarleg mæling á upplifun
„Einn mikilvægasti mælikvarð-
inn er mánaðarleg mæling á
upplifun viðskiptavinarins sem
Securitas hefur nú sett upp
sem eitt af þremur lykilmæli-
tækjum sínum. Annars vegar
notar Securitas úrtök úr helstu
viðskiptaflokkum fyrirtækisins
og mælir mánaðarlega upp-
lifun. Hins vegar mælir Securi-
tas upplifun þriggja til sex
lykilaðila innan allra 150
stærstu viðskiptavina sinna
ávallt mánaðarlega.
Það er mikilvægast hjá öllum
stjórnendum að halda krafti
og hafa skýra stefnu með lang-
tíma sjónarmið í huga í árferði
eins og raunin er í dag. Sókn er
besta vörnin,“ segir Trausti að
lokum.
securitas:
Markmið:
Að vernda heimili, vinnu-
staði og þjóðfélagið sam-
kvæmt gildum Securitas:
„Heiðarleiki“ , „Árvekni“
og „Hjálpsemi“.
Stofnár: 1979
Trausti Harðarson, forstjóri Securitas.