Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 89

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 89
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 89 u p p t A k A e v r u segja þeir að evran sé fyrir lönd sem eru í Evrópu- sambandinu. Samt sem áður nota Kosovo, Svart- fjallaland og Andorra evru og meira að segja hagkerfi Kúbu er keyrt á evrum. Ríki í Vestur-Afríku nota evru í formi CFA-mynt- arinnar. Evran er alþjóðlegur gjaldmiðill sem gengur kaupum og sölum og það er því einfaldlega ekki hægt að banna okkur að nota hann en við getum heldur ekki búist við neinum stuðningi fá Evr- ópubankanum ef við tökum evru upp einhliða. Ég tel því að einhliða upptaka evru sé heldur ekki pólitískt við- kvæmt gagnvart Evrópusambandinu vegna þess að það eru engir hags- munir tengdir gjaldmiðlinum sem slíkum. Það skiptir Evrópusam- bandið engu máli hvort einhverjir Íslendingar eiga viðskipti sín á milli í evrum eða krónum. Hræðslan við einhliða evru byggir einfaldlega á heimatilbúnum ótta við embættismenn ESB. Eins er allt tal um að við þurfum að jafna okkur á áfallinu, búa hér við höft í einhvern tíma og svo stefna að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin byggt á miklum misskilningi. Því, ef við uppfylltum Maastricht-skilyrðin með okkar eigin gjaldmiðli þyrftum við ekki á evrunni að halda! Við megum ekki heldur líta svo á að það eitt að skipta yfir í evrur leysi öll okkar vandamál. Slíkt er af og frá. Upptaka evru mundi aftur á móti leysa tvö mjög stór vandamál, það mundi lækka vexti strax og losa um gjaldeyrishöftin. Í framhaldi af því þyrfti svo að grípa til allskyns stuðningsaðgerða og það yrði að ríkja gríðarlegur agi í ríkisfjármálum; það mætti alls ekki reka ríkið með halla,“ segir Ársæll. Framtíð Íslands er í evrópusambandinu „Vandamál Seðlabankans felst núna í því að ef hann lækkar vexti missir hann traust þeirra sem eiga peninga – en á sama tíma og hann getur ekki lækkað vexti er hann að drepa hagkerfið. Mín skoðun er sú að Seðlabankinn verði að lækka vextina strax til að bjarga heim- ilunum og atvinnulífinu í landinu þó það kosti að hann missi traust fjármagnseigenda. Framtíð Íslands, að mínu viti, liggur í Evrópusambandinu en við verðum að ganga í það af styrk en ekki hnípnir með andlitið í götunni. Með því að taka strax upp evru myndum við loka fyrir ákveðin vanda- mál heima fyrir og styrkj um leið stöðu okkar þegar kæmi að aðild- arviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Gleymum því ekki að stjórnvöld fengu einnig óformleg skilaboð bæði frá Evrópusamband- inu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sambandi við upptöku evru. „Do It! Don’t Ask“,“ segir Ársæll Valfells að lokum. Hong kong með sitt stóra bankakerfi fór til dæmis beint úr öskrandi gjaldmiðils- og bankakreppu árið 1983 yfir í hagsæld með því að skipta um gjaldmiðil og taka upp dollar í gegnum myntráð. Bankakerfið í Hong kong er rekið án þess að til sé neinn lánveitandi til þrautavara. Ég hef einnig heyrt því fleygt að við getum ekki skipt yfir í evru vegna þess að gengi krónunnar sé svo lágt en það er einmitt þá sem menn eiga að skipta. Framtíð Íslands, að mínu viti, liggur í evrópusambandinu en við verðum að ganga í það af styrk en ekki hnípnir, með andlitið í götunni. Með því að taka strax upp evru lokum við fyrir ákveðin vandamál heima fyrir og styrkjum um leið stöðu okkar þegar kemur að aðildarviðræðum um inngöngu í evrópusambandið. Hinds sýndi einnig fram á að með þáverandi gjaldeyrisforða Seðlabankans væri hægt að skipta út seðlum í umferð fyrir um hundrað milljörðum króna yfir í evrur og evruvæða kerfið á mjög stuttum tíma. Daniel Gros, sem sá um einhliða upptöku á evru í Svartfjallalandi, kom til landsins í boði Samtaka atvinnulífsins í apríl 2008. Hann sagði nákvæmlega það sama og Manuel Hinds, að Íslendingar ættu að skipta yfir í evru strax til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldeyriskreppu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.