Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 92

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 SUMARMYNDIR SAMBÍÓANNA upplifðu stærsta kvikmyndasumar sögunnar FRJALS_VERSLUN.indd 1 11.5.2009 13:38:01 v i ð t A l v i ð A G n A r H A n S S o n Glatað tækifæri Agnar segir að eftir fall bankanna þriggja hafi Sparisjóðabankinn einn getað haldið uppi greiðslumiðlun við útlönd og getað haldið uppi eðlilegum samskiptum við kröfuhafa sína. Það var búið að skipta um kennitölu á hinum bönkunum. „Þarna glataðist enn eitt tækifærið þegar Sparisjóðabankinn var settur í þrot,“ segir Agnar. „Hin leiðin var að halda rekstri hans áfram en með kröfuhafana, þar á meðal ríkið, sem eigendur.“ Fyrir utan þetta var ríkisstjórninni sem stærsta kröfuhafa bankans bent á að væntanlegt fjárhagslegt tap ríkisins af þessari aðgerð næmi a.m.k. 20 milljörðum króna. Agnar segir að erlendir ráðgjafar – og einnig fulltrúar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins – eigi sinn þátt í að stjórnvöld hafi farið þessa leið. Hann er lítið hrifinn af ráðgjöfunum og telur þá ekki hafa áttað sig á hve risavaxinn vandinn er. Alvarleg kreppa Agnar segir að hann hafi einu sinni átt samtal við Svíann Mats Josefsson, sem gefið hefur ríkisstjórn- inni ráð um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Agnar segir að Josefsson hafi alls ekki áttað sig á umfangi íslenska bankahrunsins. Sænski sérfræð- ingurinn hafi bent á að í sænsku bankakreppunni hafi öll samskipti bankanna við útlönd verið komin í eðlilegt horf innan þriggja mánaða. Sú er ekki staðan á Íslandi. „Það gleymist að þessar norrænu bankakreppur eru ekki sambærilegar við þá íslensku,“ segir Agnar. „Í sænsku kreppunni töpuðu erlendir lánardrottnar engu. Í þeirri íslensku hafa erlendir kröfuhafar þegar tapað tugum milljarða evra og öll tengsl við útlönd eru enn frosin vegna þess. Þessir erlendu ráðgjafar hafa kannski reynslu af bankakreppum en þær kreppur hafa verið miklu minni en þessi íslenska og skaðinn takmarkaður.“ Agnar segir að fyrir Íslendinga felist mesta tjónið í að þeir njóti ekki lengur trausts á erlendum fjármálamörkuðum. Áratugi geti tekið að koma á trúnaði á ný. Erlendar fjármálastofnanir taki ekki oftar áhættuna á að lána fé til Íslands. Þeir geti alltaf átt á hættu að fá bréf þar sem tilkynnt er að kröfum þeirra hafi verið kastað. „Það alvarlega í málinu er að við höfum ekki farið að leikregl- unum. Við settum okkur bara nýjar leikreglur. Ég sé ekki að við kom- umst upp með það,“ segir Agnar. upphæðirnar komnar út úr öllu korti En hver er hlutur hans sjálfs og Sparisjóðabankans? Þetta var lítill banki sem þjónaði sparisjóðunum í landinu. Undir lokin var skuld hans við erlenda lánardrottna orðin 500 milljónir evra; skuldin við ríkið vegna lána frá Seðlabanka 150 milljarðar íslenskra króna. Og þessi skuld var að stórum hluta þannig til komin að Spari- sjóðabankinn tók lán í Seðlabankanum til að endurlána stóru bönk- unum þremur. Allt tapaðist þegar þeir fóru á hausinn. Veðin voru bréf bankanna. Var nokkuð annað að gera en að slá Sparisjóðabankann af líka úr því að hann var sokkinn í skuldir – meðal annars 150 milljarða skuld við Seðlabankann? Agnar er ekki sammála: „Þessar upphæðir voru auðvitað að lokum komnar út úr öllu korti,“ segir Agnar. „En úr því að þetta var reynt var ekkert óeðlilegt við að Sparisjóðabankinn tæki að sér hlutverk milliliðar í stað þess að Seðlabankinn lánaði bönkunum beint gegn veði í bréfum þeirra.“ Fluttu opinbert fé til bankanna Sparisjóðabankinn gegndi þarna hlutverki heildsölubanka milli Seðlabankans og hinna bankanna. Agnar segir að þegar hann tók við hafi ástandið verið orðið mjög erfitt þótt bankamenn hafi ekki haldið þá að allir bankarnir færu í þrot. En það var róinn lífróður og hluti af baráttunni fyrir að halda bönkunum á floti var að dæla fjármagni frá Seðla- bankanum og inn í hagkerfið. Um endurfjár- mögnun erlendis var ekki lengur að ræða. „Við sátum á endanum uppi með þessi end- urkræfu veðlán, með veðum í bréfum bankana. Þau urðu verðlaus í hruninu og þar með var Sparisjóða- bankinn í raun kominn í hendur ríkisins,“ segir Agnar um endalokin á tilraunum Seðlabankans til að halda fjármálakerfinu gangandi. Fóru í útrás þegar allt var að stöðvast Agnar segir að hvað Sparisjóðabankann varðar hafi honum verið mörkuð ný stefna í árslok 2005. Bankinn hafi aukið umsvif sín, látið meira að sér kveða en áður og farið að taka erlend lán til að endurlána á Íslandi. Agnar tók við bankastjórninni um áramótin 2007/2008 af Finni Sveinbjörnssyni, sem nú er bankastjóri hjá Nýja-Kaupþingi. „Eftir á að hyggja var þetta röng stefna og of seint mörkuð,“ segir Agnar. „Á þessum tíma voru vandræði bankanna við endurfjár- mögnun að byrja eftir skýrslu Den Danske Bank í mars 2006. Við vitum nú að það hefði átt að byrja að taka til í bankakerfinu árið 2005 og ekki að halda áfram að þenja það út.“ „Það voru í raun tvö hagkerfi í landinu,“ segir Agnar. „Annað var krónuhagkerfið og Seðlabankinn hélt stöðugleika í því með vaxta- stefnu sinni. Síðan var annað hagkerfi sem gekk fyrir erlendri mynt. Atvinnulífið var fjármagnað með erlendum lánum og þegar þetta hagkerfi hrundi hrundi hitt líka.“ Núna þegar komið er fram á vor 2009 segir Agnar að brýnast sé að semja frið við fjármálakerfi heimsins. Það sé forsenda alls annars. „Það er kannski kaldranalegt að segja það en til að bjarga heim- ilunum verður að koma fjármálakerfinu á lappirnar aftur svo það geti þjónustað atvinnulífið,“ segir Agnar. „Heimilunum verður ekki bjargað nema fólkið hafi vinnu.“ „ ... þeim líkar ekki að fá bara einn daginn bréf um að búið sé að kasta öllum þeirra kröfum og að ekki standi til að ræða við þá, bara heimamenn.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.