Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 123

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 123
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 123 Helsta niðurstaða Collins og Porras er sú að þau fyrirtæki sem séu líklegri til að lifa af til lengri tíma hafi það sem þeir kalla „kjarna- hugmyndafræði“, sem er æðri tilgangur og gildi. Inntak kjarnans sé ekki aðalatriðið heldur að hversu miklu leyti þessi kjarni sé notaður sem stýrikerfi og leiðarljós starfsem- innar og þar greini að þá bestu og næstbestu. Sterkur kjarni leiði til þess að minni hætta sé á að „villst sé af leið“, t.d. þegar kemur að ákvörðunum er varða skammtímahagnað, viðbrögð við niðursveiflum, þjálfun og vali stjórnenda og fleiri lykilþáttum í velgengni til lengri tíma. Jafnframt er æðri tilgangur líklegri til að virka sem hvatning og drif- kraftur fyrir starfsmenn og laða fram þeirra besta. Annað einkenni sem þeir draga fram er sú staðreynd að þeir bestu verja minni fjár- munum í eitthvað sem við getum kallað „lúxus“, t.d. glæsilegar skrifstofur, einka- þotur, og önnur ytri einkenni fjárhagslegrar velgengni. Þessi niðurstaða, og fleiri, á sam- hljóm í niðurstöðum Arie de Geus í The Living Company frá 1998 sem kemst að því í rannsóknum sínum á langlífum fyrirtækjum að þau eru fastheldin á fé þegar kemur að munaði. Vinnan göfgar manninn Sú gagnrýni kom fram á Built to Last að þar væru skoðuð fyrirtæki sem hefðu verið fram- úrskarandi frá upphafi. Í raun næðu flest fyr- irtæki aldrei lengra en að vera talin góð. Svara þyrfti hvað yrði að koma til svo gott fyrirtæki gæti orðið framúrskarandi. Bókin Good to Great var svarið við þeirri gagnrýni. Skoðuð voru fyrirtæki sem höfðu náð þessu, farið frá því að vera góð um minnst 15 ára skeið og í það að vera frábær í um minnst 15 ára skeið. Rannsóknarteymi Collins rýndi í hvað aðgreindi þau frá þeim fyrirtækjum sem ekki tóku flugið. Viðmiðið var gengi hlutabréfa til lengri tíma. Niðurstöður voru m.a.: A. Stjórnendur þeirra hafa ákveðin ein- kenni, eru vinnusamir, agaðir, kröfu- harðir, hógværir og ábyrgðarfullir og búa í haginn fyrir næsta stjórnanda. B. Mikið er lagt í að ráða inn fólk með rétt hugarfar, agað og áhugasamt. Síðan ákveðið hvert skuli stefna. Þetta er öfugt miðað við það sem margir halda, þ.e. fyrst ákveða hvað á að gera, síðan ráða inn rétta fólkið. En í bestu fyrirtækjunum var fyrst ráðið inn gott fólk, svo tekin stefna. C. Raunsæ bjartsýni þar sem mótlæti og ógnunum er á hverjum tíma mætt með festu og skynsemi og aðstæður skapaðar sem tryggja að viðvörunarraddir heyrist. D. Menning sem einkennist af öguðum vinnubrögðum. E. Bestu fyrirtækin höfðu öll stefnu sem kölluð er Broddgaltaraðferðin. Hún felur í sér að mikilli vinnu er varið í að finna réttu sylluna fyrir starfsemina með því að svara þremur spurningum: 1. Í hverju erum við best í heimi? 2. Hvar liggur ástríða okkar? 3. Hvað gefur okkur mest í aðra hönd? Áhugavert er að skoða einkenni þeirra stjórnenda sem ná svo miklum árangri. Þeir eru lítt áberandi og minna helst á íslenskan bónda, iðnir, duglegir, bera fulla ábyrgð á eigin búi og gera það sem gera þarf til að komast af, s.s. taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir. Athygli vekur að neikvætt geti verið að hafa „stjörnu“ stjórnanda þar sem hann skilji eftir sig skarð sem erfitt geti verið að fylla, einkenni sem minna ber á hjá þeim bestu sem eru meira í þjónustu við sitt fólk en láta eigið ljós skína. Engin tengsl reyndust milli launa og árangurs, reyndar voru þeir bestu með heldur lægri laun en hinir. Collins líkir stefnumótun þeirra bestu við broddgölt, þau afmarki sig innan spurninganna þriggja og fari því meira eina leið samanborið við hina sem séu eins og refir, fari margar leiðir og afmarki sig síður. Broddgaltarleiðin er af svipuðum toga og það sem kallað er „to stick to the knitting“ í In Search of Excellence (1982). fram, fram stolta þjóð! Ítrekað kemur fram það mat á íslensku sam- félagi að við séum m.a. agalaus en ákaflega djörf og framsækin. Þó við séum bogin núna megum við ekki gleyma að við höfum margt gott að byggja á. Það er spennandi til þess að hugsa hvert við fengjum komist ef okkur tækist að beisla djörfungina innan góðra gilda og æðri tilgangs. Eitt af því sem við getum lært af niðurstöðum höfunda er að fyrirtæki sem hafa sterk gildi og æðri tilgang eru árangursríkari en önnur. Að hafa sterk, sýnileg gildi og æðri tilgang er að auki vel til þess fallið að auka traust og tiltrú, eitthvað sem ávallt er mikilvægt. Önnur ákaflega gagnleg niðurstaða er sú að aga, hógværð og vinnusemi þarf til framúrskarandi árangurs. Við erum ekki þekkt fyrir aga né hógværð en tækist okkur að beisla kraftinn og framsæknina til agaðs metnaðar í þágu vinnustaða og samfélags mætti ætla að við næðum langt. Vert er að muna að í farsælu breytingaferli þarf að skapa sátt milli þess liðna og þess sem koma skal og það munum við þurfa að gera núna til að koma sterkari út úr þessum hremmingum. Einnig að gildi er ekki hægt að setja eftir hentugleika, þau þurfa að endurspegla það besta sem fyrir finnst nú þegar hjá okkur. Í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum er kraftmikill kjarni og mannauður sem skapa þarf skilyrði til árangurs nú sem aldrei fyrr. Takist það, skyldu þá vera einhver takmörk sett áfangastaðnum? Meitlaðri, agaðri og reynslunni ríkari getum við litið fram, fram stolta þjóð! s T j ó r N u N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.