Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 125

Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 125
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 125 kvikmyndin Alfreð Elíasson og Loft-leiðir hefur fengið góðar viðtökur. Þetta er heimildarmynd um mjög svo umdeilda sameiningu Flug- félags Íslands og Loftleiða árið 1973 – sem og saga kjarks og bjartsýni fárra manna í fluginu. Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, eins af stofnendum Loftleiða og forstjóra félagsins um árabil, átti ánægjulegt samstarf við Sigurgeir Orra Sig- urgeirssyni kvikmyndagerðarmann og leik- stjóra myndarinnar. Myndin er rós í hnappa- gat Sigurgeirs Orra en myndin var fjögur ár í vinnslu og það er afrek hve víða Sigurgeiri hefur tekist að viða að sér efni um Loftleiði. Það dylst engum sem horfir á myndina að hún er nokkuð einhliða frásögn Loftleiða- manna varðandi sameininguna við Flug- félagið. Myndin lýsir því m.a. hvernig víkinga- blóðið var til staðar hjá þeim hópi manna sem fóru með Loftleiðir í útrás eftir að embættismenn úthlutuðu Flugfélagi Íslands öllum bestu flugleiðum innanlands og Loft- leiðum restinni. Í stað þess að gefast upp var innanlandsflugi hætt og stefnan tekin á alþjóðlegan markað sem fyrsta lágfluggjalda- félag í heiminum. Þetta brjálæði í nokkrum mönnum, eins og sumir orðuðu það, skilaði sér í því að Loftleiðir voru um tíma með fjór- falt fleiri farþega á flugleiðinni Bandaríkin- Evrópa heldur en Icelandair er með í dag. Í myndinni kemur fram hve velgengni Loftleiða var mikil og hvernig umsvif félags- ins jukust jafnt og þétt. Sagt er frá samvinnu Loftleiða við önnur flugfélög. Flugfélag var keypt, annað stofnað, hótel byggð, hótel keypt, bílaleiga stofnuð. Allt var þetta hluti af aukinni starfsemi sem skilaði miklum tekjum til Loftleiða og jafnframt gjaldeyr- istekjum í þjóðarbúið. Það hefði mátt halda að stjórnvöld og embættismenn væru hrifnir af hinu mikla veldi sem Loftleiðir voru að koma sér upp, en svo var ekki. Úti í horni var öfundsjúkt félag sem var ríkisstyrkt og rekið með tapi, félag sem þoldi ekki velgengnina og vildi komast í álnir þær sem Loftleiðir höfðu spunnið. Kvikmyndin Alfreð Elíasson og Loftleiðir er samt ekki eingöngu um þann gjörning sem varð í kringum sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiðir, hún er saga bjartsýni og kjarks fárra manna sem áttu það sameiginlegt að flugið var þeim ástríða og ekkert hindr- aði þá í að gera hugsjónir sínar að veruleika. Sagan hefst árið 1944 þegar þrír ungir menn, með Alfreð Elíasson í broddi fylkingar, stofn- uðu Loftleiðir og nýttu sér öll tækifæri sem þeir sáu til flugs og ævintýrið endar ekki fyrr en búið er að sameina flugfélögin. gott samstarf Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, hefur verið duglegust allra við að halda uppi merki frumherjanna sem hófu Loftleiðir til flugs. Hún kynntist Alfreð fyrst þegar hann gerði út leigubíla í Reykjavík og þau kynni voru síðan endurnýjuð í Banda- ríkjunum. Kristjana Milla býr í húsi þeirra hjóna sem þau byggðu á Arnarnesinu fyrir fjörutíu árum, fyrsta húsinu sem þar var byggt. Hún er ánægð með myndina. „Þarna kemur mikið fram sem ég hef bar- ist fyrir að yrði gert opinbert. Að vísu hafði stór hluti af því komið í ævisögu Alfreðs, sem Jakob F. Ásgeirsson skrifaði, en góð viðbót er í myndinni. Ég átti mjög ánægjulegt samstarf við Sigurgeir Orra Sigurgeirsson leikstjóra myndarinnar þau fjögur ár sem hann var að gera myndina og fylgdist vel með öllu. Hann var duglegur að safna efni og útsjónarsamur og í myndinni eru birt viðtöl við menn sem vissu heilmikið um hvað var að gerast á bak við tjöldin, menn sem tóku þátt í ævintýr- inu með Alfreð. Segja má, þegar kemur að sameiningunni, að þá sé vel farið yfir málið en margt annað er í skjölum sem kanna má nánar, sem sýnir okkur enn frekar hversu óréttlætið var mikið.“ Eitt af því sem vekur undrun í myndinni er hvað mikið er til af efni á ljósmyndum og filmu frá upphafsárum Loftleiða og er nán- ast hægt að segja söguna í mynd- máli. Ég spyr Kristjönu um þetta. Hún segir flesta þá sem voru með í félaginu frá upphafi hafa haft mik- inn áhuga á ljósmyndun og kvik- myndum, auk flugsins, og voru oft með ljósmyndavél og kvikmynda- tökuvél með sér í flugi. Hún minn- ist réttilega á hve gott myndefni sé til um Geysisslysið, bæði á jökl- inum eftir hrapið, þar sem áhöfnin barðist við kuldann, og ekki síður af björgun herflugvélarinnar sem lenti á jöklinum og komst aldrei á loft. Björgun hennar af jöklinum lagði grunninn að framtíðarrekstri Loftleiða. Nánast allt myndefnið sem birt er í heimildarmyndinni frá þessum atburðum er tekið af Loftleiðamönnum. kvik myndir Alfreð og Kristjana Milla í Rochester í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.