Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 129
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 129
stílllífs
Þegar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er spurður um áhuga-
málið nefnir hann útiveru og golf og bætir við að hann ætli að ganga upp á
Hvannadalshnjúk eftir viku.
„Ég hef gaman af náttúrunni og að vera í tengslum við hana og að ferðast
um Ísland. Ég bý í útivistarvænu bæjarfélagi þar sem eru margar gönguleiðir
og íbúarnir komast í tengsl við náttúruna.“ Þá er stutt í fjöll og fell en Haraldur
gengur stundum í hádeginu upp á Úlfarsfell.
„Ég er sannfærður um að hreyfing styrki mann í vinnunni og gefi manni
meiri kraft og úthald til að takast á við erfið verkefni. Hugurinn verður skýrari.“
Bæjarstjórinn kynntist golfíþróttinni fyrir 20 árum af einhverri alvöru en
hann bendir á að golf sé íþrótt sem komi fólki í tengsl við náttúruna. „Golfinu
fylgir heilmikil útivera og mikil ganga og þetta er skemmtileg fjölskylduíþrótt.“
Þess má geta að Haraldur var nýkominn frá Spáni þegar viðtalið var tekið, úr
golfferð með félögum sínum.
æskumyndin er af dr.
Herdísi Þorgeirsdóttur,
prófessor við lagadeild
Háskólans á Bifröst.
„Myndin er tekin úti
í garði á Laufásvegi
hjá ömmu og afa evu
frænku minnar. Mæður
okkar, Herdís og
Rannveig, eru systur og
bestu vinkonur. við eva
erum jafngamlar og vorum skírðar
saman á heimili ömmu og afa á
Hávallagötu. við fórum oft í heim-
sókn á Laufásveginn til
föðurömmunnar sem
var norsk og hét eva
en hjá foreldrum sínum
bjó einnig föðursystir
evu, dagný. Hún hefur
væntanlega tekið þessa
mynd. Ég er í kjól af
því að það er komið vor.
við Sigga systir áttum
alltaf eins kjóla og eva
og hennar systur líka. Ég er átta ára
á þessari mynd og brosi framan í
heiminn.
æskumyndin
Útivera og golf
hreyfing styrkir
Haraldur Sverrisson á toppi Krákudalshyrnu sem er á milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar. „Ég hef gaman af náttúrunni og að vera í tengslum við hana og að
ferðast um Ísland.“
hönnun
siLkiþrykk og siLfur
Ítalska fyrirtækið egizia framleiðir meðal ann-
ars blómavasa og lampa og fæst hluti þeirra í
versluninni Artform við skólavörðustíg. Þeir eru
margir listamennirnir sem sjá um hönnunina og
á meðal þeirra er nathalie du pasquier sem á
heiðurinn af þessum vasa. um er að ræða blásið
gler sem er silkiþrykkt í höndunum og er vas-
inn síðan málaður með silfri og bláum lit. Þetta
er fallegur hlutur – með blómum í eða án blóma.
sígildur og nútímalegur í senn.