Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
Bílar
texti oG LjóSMyndiR:
páll stefánsson
sú bar út gott
orð um góðan bíl
Subaru Forester hefur mér alltaf þótt frekar ljótur bíll.
eldri manna bíll. en nú með þriðju kynslóðinni hefur
Mamoru ishii, yfirhönnuði Subaru, tekist að hanna bíl
sem er bæði laglegur og spennandi.
Það vakti athygli mína á dögunum að hið virta tímarit
Motor trend valdi Foresterinn jeppa ársins 2009. Hann
vann þessa keppni við nýja toyota Land Cruiserinn,
volkswagen tiguan, nissan Murano og hinn fallega Ford
Flex, sem ekki er enn kominn hingað heim. Það voru
akstureiginleikar og sparneytni sem gerðu Subaruinn,
fyrst og fremst að jeppa ársins.
Það er gott að keyra Forestirinn, boxer-vélin
liggur lágt , sem gerir þyngdarpunktinn óvenju lágan.
Akstureiginleikarnir eru því ekki eins og á jeppa/jepp-
lingi heldur góðum fólksbíl. og það er hátt undir lægsta
punkt, eða 22 sentimetrar, sem gerir það að verkum að
jafnvel á verstu íslensku fjallvegum er maður öruggur um
að reka hann ekki niður.
Hann er rúmgóður, það fer vel um fimm, og skottið
er stórt. Sætin eru hæfilega stíf, hljóðeinangrun er með
besta móti, sem gerir bílinn þægilegan í löngum akstri.
Maður stígur óþreyttur út úr þessum bíl eftir dagsleið.
vélin er spræk, enginn ofurkraftur, næstum nóg. en það
heyrist vel í henni við framúrakstur; mætti bæta við
nokkrum hrossum að ósekju. Annars á akstri malar hún
látlaust og hljóðlaust. eyðslan í góðu meðallagi. um tíu.
Mælaborðið er smekklegt, en ekkert meira, engin
þýsk ofurhönnun. Plastið svolítið plastlegt, en útsýnið úr
bílnum er frábært. ekki er verra að Subaru hefur komið
feikilega vel út úr öllum alþjóðlegum bilanakönnunum.
Alveg bilaður bíll.
Tímaritið Motor Trend
valdi Subaru Forester
jeppa ársins 2009.