Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 134
134 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
tilkomu Árna Samúelssonar á áttunda áratugnum, þurftu Íslend-
ingar að búa við það að kvikmyndir bærust seint til landsins.
Þegar Gone With the Wind var tekin til sýningar var um stórat-
burð að ræða í þjóðfélaginu og Morgunblaðið segir að ríkisstjóri,
ríkisstjórn, alþingismenn og bæjarfulltrúar hafi verið á frum-
sýningunni og löngu áður en miðasala hófst hafi verið
fjórföld biðröð frá kvikmyndahúsinu upp Ingólfsstræti
og út í Bankastræti og fjöldi lögregluþjóna á stað-
num til að halda uppi reglu.
Ekki er allt gull sem glóir
Það sem einkennir Hollywood á árunum eftir síð-
ari heimsstyrjöldina er fjöldinn allur af kvikmyndum
sem gerðust í stríðinu og dásömuðu hugrekki banda-
rískra hermanna. Árið 1949 voru tvær slíkar kvikmyndir,
Battleground og Twelve O’Clock High, tilnefndar sem besta kvik-
mynd. Lítt merkilegar kvikmyndir, sem og rómantísku myndirnar,
The Heiress og A Letter to Three Wives. Fimmta myndin og sú sem
fékk óskarinn er All The King´s Men, áhrifamikið pólitískt drama
um spillingu og græðgi. All the King’s Men var endurgerð 2006 og
þrátt fyrir einvalalið í öllum hlutverkum, þar sem Sean Penn, Jude
Law og Kate Winslet voru í aðalhlutverkum, nægði það ekki og
myndin vakti litla athygli.
Þegar kom að óskarsverðlaununum fyrir árið 1959 var eins og
1939 aðeins einn sigurvegari og engar aðrar kvikmyndir áttu mögu-
leika. Þetta var epíska stórmyndin Ben Hur, sem hreppti ellefu
óskara, met sem ekki var jafnað fyrr en með Titanic. Þrátt
fyrir yfirburðina fékk Ben Hur verðuga samkeppni frá
fjórum góðum og dramatískum myndum, The Ana-
tomy of Murder, Room at the Top, The Diary of Anne
Frank og The Nun´s Story.
Þegar kom að því að velja bestu kvikmyndina
fyrir árið 1969 stóð baráttan milli Midnight Cow-
boy og Butch Cassidy and the Sundance Kid. Báðar
fengu þær sjö tilnefningar. Midnight Cowboy var valin
besta kvikmyndin og fékk þrjá óskara en Butch Cassidy and
the Sundance Kid sló henni við með fjóra óskara. Þess má geta að
Dustin Hoffman og Jon Voight voru báðir tilnefndir fyrir leik í
aðalhlutverki í Midnight Cowboy, en hvorugur fékk óskarinn í það
skipti. Báðir áttu þó síðar eftir að að hampa styttunni.
Kramer vs. Kramer er ágæt kvikmynd og ekkert að því að hún
skyldi fá tilnefningu til óskarsverðlaunanna 1979, en að hún skyldi
valin fram yfir meistaraverk Francis Ford Coppola, Apocalypse
Kvikmyndir
1979 Kramer vs. Kramer
1989 Driving Miss Daisy
1999 American Beauty
2009 Slumdog Millionaire