Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 137

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 137
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 137 Fólk Sigurður H. Álfhildarson: „Ég hef flogið um landið og miðin þver og endilöng og hef komið við nánast í hverri ein- ustu sýslu á landinu. Það stendur alltaf til að við vinirnir förum í eina för til Færeyja, bara svona til að geta skrifað í flug- dagbókina að maður hafi flogið til útlanda.“ starf mitt er hefðbundið stjórnunar-starf og eins og góðum yfirmanni sæmir geng ég í öll verk og kapp- kosta að halda góðum tengslum við við- skiptavini, enda er nauðsynlegt að vita frá fyrstu hendi að félagið sé að gera rétta hluti og viðskiptavinir séu ánægðir. Þess á milli færi ég bókhald, stjórna fjármögnun félags- ins og innheimtu og í raun sé ég um flesta stoðþjónustu sem nauðsynleg er til að halda félagi sem þessu í rekstri. Sögu starfseminnar má rekja til ársins 1999 og skemmtilegt er að segja frá því að nú, tíu árum seinna, er sami kjarni stjórnenda við störf, við þekkjumst allir mjög vel og því kunna allir til verka, enda hefur starfsmannavelta verið svo til engin allan þennan tíma, þótt vissulega hafi félagið stækkað. Á döfinni nú á vordögum er öflug mark- aðsherferð í anda þess sem var í gangi á haust- mánuðum þar sem félagið ætlar að leggja meiri áherslu á hýsingarlausnir fyrir félög og fyrirtæki, enda hugsanlega eitt af fáum, ef ekki eina félagið hér á landi sem getur boðið upp á speglað gagnaver í rauntíma frá Reykjavík til Evrópu eða Bandaríkjanna allt eftir óskum viðskiptavinar hverju sinni. Auk þess verður haldið áfram með markaðssetn- ingu á fjárhagsupplýsingakerfinu C5 sem er hluti af Dynamics-lausnum Microsoft, en innan þeirrar línu eru t.d. Ax og NAV lausn- irnar sem íslensk fyrirtæki þekkja svo vel, C5 er hinsvegar ætlað einyrkjum og minni fyr- irtækjum en getur þó stækkað takmarkalaust í takt við umsvif þess félags sem notar lausn- ina.“ Sigurður stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík, nú Fjöltækniskólanum, frá 1997, eftir það ætlaði hann alltaf að vera lögreglumaður en það fór á annan veg eins og svo margt annað. Árið 2003 lá leiðin í nám í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands og er Sigurður með gráðuna cand. oecon. í reikningshaldi og endurskoðun. Enn fremur lagði Sigurður stund á flugnám við Flugskóla Íslands árin 2000–2002 með hléum. Áhugamál Sigurðar snúast fyrst og síðast um flug og mál tengd flugi: „Ég hef flogið um landið og miðin þver og endi- löng og hef komið við nánast í hverri einustu sýslu á landinu. Það stendur alltaf til að við vinirnir fari í eina för til Færeyja bara svona til að geta skrifað í flugdagbókina að maður hafi flogið til útlanda. Þess á milli fer ég á skíði eða í göngur þó í minna mæli sé. Ég er ógiftur og barnlaus og hef ekki tekið mér sumarfrí í nokkuð mörg ár, það hefur ekki hæft mér að vera lengi frá vinnu enda hefur hún fylgt mér í mörg ár og því verð ég hálf-handarlaus að vera lengi frá vinnu. Ég stefni þó á að fara eitthvað út á land í sumar í nokkra daga og hugsanlega til Kaupmannahafnar í lok júní en það er allt óráðið ennþá, enda fer ég varla einn.“ framkvæmdastjóri Tas – Tækniþjónustu ehf. SIGURÐUR H. ÁLFHILDARSON Nafn: Sigurður H. Álfhildarson Foreldrar: Álfhildur E. Hjörleifs og ingólfur Hauksson. Hjúskaparstaða: Ógiftur og barnlaus Menntun: Cand. oecon. frá Háskóla Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.