Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 6

Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 HLUTABRÉFAMARKAÐURINN BRÁST mjög illa við tapi Dagsbrúnar og lækkaði gengi bréfa í Dagsbrún um tæp 10% dag- inn eftir. Auðvitað runnu tvær grímur á Dani þegar greint var frá hinum nýja fjárfestingasjóði. Forstjóri Dagsbrúnar hafði verið með mjög ögrandi yfirlýsingar í dönskum fjölmiðlum um að ástæðan fyrir því að Danmörk hefði orðið fyrir valinu hjá Dagsbrún til útgáfu fríblaðs væri sú að útgáfufélögin þar stæðu ekki styrkum fótum og hefðu ekki efni á að tapa miklu fé í dagblaðastríði – en það hefði Dagsbrún hins vegar. Þetta vekur auðvitað upp spurn- inguna stóru: Eftir hverju eru Baugur og Dagsbrún að slægjast á danska blaðamarkaðnum fyrst gróðinn hefur ekki verið meiri en svo öll þessi ár að allir útgefendur eru veikburða. ÓRÓINN Í KRINGUM Dagsbrún, sem upp kom eftir að milli- uppgjörið var kynnt og sagt var frá hinum nýja fjárfestingasjóði, varð til þess að danski dagblaða- markaðurinn var róaður niður með því að Baugur tryggði útgáfuna. En svo kom hvellur, arkitektinn að útrásinni, Gunnar Smári Egilsson, hætti skyndi- lega sem forstjóri Dagsbrúnar eftir að hafa verið aðeins 8 mánuði í því starfi og við tók Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Forstjóraskiptin voru útskýrð þannig að Gunnar Smári Egilsson gæti núna helgað sig útgáfu Nyhedsavisen og yrði í forsvari fyrir hinn nýja sjóð. EN HVAÐ ER BAUGUR að hugsa með því að hætta svo miklu fé í útgáfu dagblaðs í Danmörku? Nyhedsavisen kemur út 6. október og þegar eru keppinautarnir í fríblaðastríðinu búnir að koma sínum blöðum út og tryggja vígstöðu sína. Og er það vænlegt að flytja Fréttablaðs-hugmyndina út í ljósi þess að hug- myndin var flutt inn á sínum tíma og var þá vísað til erlendra metró- blaða. Á Íslandi fékk Fréttablaðið svigrúm til að hefja göngu sína óáreitt. Það fór kollhnís í fyrstu atrennu en eftir að Baugur eign- aðist blaðið og úr varð „taka tvö“ hefur Fréttablaðið blómstrað. ÞAÐ ER LJÓST að Jóni Ásgeiri er full alvara í því að láta að sér kveða í rekstri fjölmiðla erlendis. Hann hefur sagt að hlutur fjöl- miðlunar í rekstri Baugs Group eigi eftir að aukast umtalsvert og nema um 15-20% af efnahag félagsins eftir nokkur ár. Þá sagði hann að stefnan væri sett á það að eftir þrjú til fjögur ár yrðu Baugur og Dagsbrún með leiðandi dagblöð í þremur til fjórum löndum. FRÓÐLEGT VERÐUR AÐ sjá hvernig til tekst í Danmörku. Það hafa ekki alltaf náðst hagstæð úrslit þar í landi þegar sótt er of stíft. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN FRÍBLAÐASTRÍÐIÐ Í DANMÖRKU, sem Dagsbrún hrinti af stað í sumar, hefur skapað mikinn titring á dönskum blaðamark- aði. Í þessu stríði munu allir tapa verulega fé. Hins vegar skipta ekki máli lengur endalausar efasemdir Dana um getu Dagsbrúnar til að gefa fríblaðið Nyhedsavisen út. Það er Baugur Group sem er bakhjarlinn og tryggir útgáfuna. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er sérlega áhugasamur um útgáfuna í Danmörku og segir að tryggðar verði 800 milljónir danskra króna, eða jafnvirði 9,6 milljarða króna í fjárfestingarsjóðinn Dagsbrún Mediafond sem á að halda úti Nyhedsavisen og leita að nýjum tækifærum á blaðamörk- uðum í öðrum löndum. ÞAÐ KOM Í SJÁLFU sér ekki mjög á óvart að Nyhedsavisen væri í raun kippt út úr Dagsbrún. Þetta er almenningshlutafélag og svona áhættusöm fjárfesting getur haft mjög slæm áhrif á gengi hlutabréfa í félaginu. Sennilega er nú áhætta Dagsbrúnar ærin fyrir með rekstri 365 fjölmiðlarisans hér á landi – en öll stóru fjölmiðla- fyrirtækin hér á landi hafa verið rekin með tapi að undanförnu – og það í góðærinu mikla. EFTIR ALLAR HRÆRINGARNAR í kringum Dagsbrún að undanförnu læðist að manni sá grunur að hernaðaráætlunin hafi verið talsvert losaraleg þegar lagt var af stað með stofnun fríblaðsins Nyhedsavisen. Þetta var gert í nafni Dagsbrúnar sem stofnaði fyrirtækið 365 Media Scandinavia utan um blaðið. Upphaf þessa stríðs var þannig að Dagsbrún reyndi að kaupa norska blaðarisann Orcla Media sem gefur út Berlingske Tidende og fríblaðið Urban sem dreift hefur verið á lest- arstöðvum. Ekki gekk það eftir. Í því áhlaupi voru gefnar út mjög digurbarkalegar yfirlýsingar um „að peningar væru ekkert mál“ við að kaupa Orcla Media á 70 til 80 milljarða króna. Þegar Dagsbrún tókst ekki að kaupa Orcla var ráðist í að stofna eigið fríblað, Nyheds- avisen. Það hefur vakið athygli frá upphafi hvað Dagsbrúnarmenn hafa verið yfirlýsingarglaðir og opinskáir í dönskum fjölmiðlum um fyrirætlanir sínar. ÞAÐ FER EKKI á milli mála að hálfsársuppgjör Dagsbrúnar upp á 1,5 milljarða tap hefur komið stærstu hluthöfunum í Dags- brún í opna skjöldu því þegar uppgjörið var kynnt var þess getið í leiðinni að til stæði að stofna sérstakan fjárfestingarsjóð, Dagsbrún Mediafond, utan um Nyhedsavisen og þar yrði Dagsbrún í minni- hluta. Þetta þýddi með öðrum orðum að verið væri að færa þessa áhættusömu fjárfestingu út úr Dagsbrún – sem þó kæmi að henni með 600 milljóna ísl. króna framlagi. Eftir hverju er verið að slægjast á danska blaðamarkaðnum fyrst gróðinn hefur ekki verið meiri en svo að Dagsbrúnarmenn telja alla útgefendur þar veikburða? FRÍBLAÐASTRÍÐIÐ Í DANMÖRKU: Hvað vakir fyrir Jóni Ásgeiri? �������������������� �������������� � � � � � � ���� � � �� � �� � � �������� ���
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.