Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 18
FRÉTTIR
18 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
Gera má ráð fyrir að um
3,2 milljónir farþega fari um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli árið 2015,
borið saman við 460 þúsund
manns þegar framkvæmdir
við stöðina hófust 1983. Í ár
er farþegafjöldinn um tvær
milljónir.
Með tilliti til þessa sívax-
andi farþegafjölda var nauð-
synlegt að stækka Leifstöð
enn frekar og er stefnt að því
að ljúka þeim framkvæmdum
næsta vor. Nýlega var haf-
ist handa við lokaáfanga
verksins með enn frekari
breytingum á 2. hæð norð-
urbyggingar og stækkun og
uppstokkun í innritunar- og
komusal. Innritunarborðum
verður fjölgað úr 30 í 44 og
komið verður upp nýju flokk-
unarkerfi farangurs sem
þrefaldar afköst frá því sem
nú er. „Síðustu árin hefur
farþegum fjölgað að jafnaði um
10% á ári,“ segir Höskuldur
Ásgeirsson, forstjóri flugstöðv-
arinnar, sem telur ekki ofsagt
að byggingin sé endurgerð frá
grunni. Verið er að byggja nýja
Leifsstöð!
Í fyrra var hafist handa
við að umbylta öllu skipu-
lagi á jarðhæð og 2. hæð
Líf og fjör í Leifsstöð. Hulda Sigríður Stefánsdóttir markaðsstjóri,
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, og Elín Árnadóttir fjár-
málastjóri.
Ný Leifsstöð
Framkvæmdir í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar fyrir sjö milljarða:
Flugstöðin, sem tekin var í gagnið árið 1987, heldur sínum sama
svip þrátt fyrir mikla stækkun.
Kaffitár er með kaffibar í brottfararsalnum.
FV.07.06.indd 18 7.9.2006 12:50:54