Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 25 FORSÍÐUEFNI hækkaði. Bankarnir brugðust við þessu og breyttu ýmsu í sínum vinnubrögðum. Gagnrýnin kom góðu til leiðar.“ - Launamál forstjóra hafa verið í brennidepli. Þú hefur gagnrýnt ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem sagðist vilja beita lífeyrissjóðum til að draga úr ofur- launum forstjóra. Hver voru helstu rök þín gegn þessum tillögum formanns Samfylkingarinnar? „Lífeyrissjóðir hafa ekkert afl til að blanda sér í launapólitík. Samanlagt eiga þeir líklega 15% af öllu samanlögðu hlutafé í íslenskum almenn- ingshlutafélögum og gætu í krafti þess kannski náð einum manni í stjórn til að sinna þessu gæsluhlutverki hins óháða hluthafa, sem er svo nauðsynlegt. Það er þó ýmsu hægt að breyta í starfsháttum fyrirtækja með umræðunni einni og sér. Þannig vil ég til dæmis að kauprétt- arsamningar stjórnenda fyrirtækja séu opnir og lagðir fram til samþykktar á fundum hluthafa. Skriflegar og leynilegar kosningar eru bestar fyrir stjórnandann, þá veit hann nákvæmlega hvar og hvernig hann stendur á hverjum tíma. Hefur miklu skýrara umboð frá hluthöf- unum en ella og slíkt er í samræmi við þá nýju tíma og áherslur sem nú eru að ryðja sér til rúms,“ segir Víglundur og bætir við að mikilvægt sé að stjórnendur fái umbun í samræmi við árangur. Öðruvísi haldist fyrirtækjum ekki á góðu starfsfólki. „Í gamla daga fengu loðnuskipstjórar oft talsvert meira en tvöfaldan hlut, eins og kjarasamningar kváðu á um. Á þessum tíma voru skipstjórar einhverjir hæstlaunuðu menn landsins og enginn æpti yfir háum launum þeirra.“ Kolkrabbinn réði miklu Áður fyrr var Víglundur einn helsti gagnrýnandi íslenska „Kol- krabbans“ svonefnda, viðskiptaveldisins í kringum Eimskipafélag Íslands. En stóð þessi kynjaskepna íslensku viðskiptalífi fyrir þrifum og var hún jafn fyrirferðamikil og af var látið? Víglundur segir erfitt að dæma um það nú, í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafi með EES-samn- ingnum, einkavæðingu ríkisfyrirtækja og fleira. „Umræðan um Kolkrabbann var oft á þeim nótum að hann ynni gegn samkeppni. Sjálfur hef ég í mínum rekstri hins vegar ekki vanist neinu öðru en samkeppni og veit að hana geta menn ekki keypt af sér eða lokað fyrir með bellibrögðum. Samkeppni er nauðsynleg leið til framþróunar, en menn mega samt ekki ganga of hart fram eða láta stjórnast af blindri heift gagnvart keppinautum. Stundum drepa menn keppinautinn og sjálfa sig í leiðinni, nema þegar þeir átta sig í tíma geta þeir fikrað sig til baka eins og gerðist á mat- vörumarkaðnum á síðasta ári. Auðvitað er óumdeilt að Kolkrabb- inn réði miklu og í viðskiptalífinu voru valdablokkir. Talað var „Þjóðarsáttin tók á og bjó til hroðalega kreppu á árunum 1991 til 1994. Á tímabili var ég ekki viss um hvort BM-Vallá myndum lifði af þar sem við urðum að afskrifa viðskiptakröfur upp á hálfan milljarð á verðlagi þess tíma.“ Víða þarf steypu. Við byggingu skíðamann- virkja í Skálafelli var þyrla notuð til að flytja steypu í undirstöðu mastra. Vikurútflutningur hefur lengi verið aukabúgrein hjá BM-Vallá. Þessi mynd var tekin í vikurgryfjum við Búrfell, nærri Heklurótum. FV.07.06.indd 25 7.9.2006 12:51:48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.