Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 40

Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N arra brota er kynnu að vera til rannsóknar. Orðalag þessarar tilkynningar þar sem sagði „að ekki væri nægilega líklegt að sakfelling náist“ fór verulega fyrir brjóstið á Jóni Ásgeiri og verjanda hans Gesti Jónssyni sem töldu að í þessu orðalagi fælist ákveðin sakfelling af hálfu Sigurðar Tómasar, setts saksóknara. 23. júlí Bloomberg fjallar um Björgólf Thor Umfjöllun um Björgólf Thor er stöðugt að aukast í þekktum erlendum fjölmiðlum sem fjalla um viðskipti. Þessa helgi var hálftíma viðtals- og heimild- arþáttur um Björgólf Thor og alþjóðlega fjárfestingarstarfsemi hans sýndur á Bloomberg við- skiptasjónvarpsstöðinni. Vinna við þáttinn hófst í júní og stóð yfir í sjö vikur. 27. júlí Árni nýr forstjóri Eddu Tilkynnt að Árni Einarsson væri nýr forstjóri Eddu útgáfu og hefði hafið störf. Hann tók við Páli Braga Kristjónssyni sem lét af störfum á síðasta aðalfundi. Þótt Árni hafi síðustu fimm árin ein- beitt sér að eigin hótelrekstri er hann öllum hnútum kunnugur í útgáfu bóka. Hann starfaði meira en 20 ár hjá Máli og menningu, fram til ársins 2001, þar af í ell- efu ár sem framkvæmdastjóri og sex ár sem sviðsstjóri verslunar- sviðs. 30. júlí Coca-Cola verðmæt- asta vörumerkið Morgunblaðið sagði frá því að Coca-Cola væri verðmætasta vörumerki heims, fimmta árið í röð, samkvæmt árlegri könnun alþjóðlegu ráðgjafarstofnunar- innar Interbrand. Vörumerki Coca-Cola er metið á 67 millj- arða dala, sem svarar til 4.900 milljarða króna. Microsoft er í öðru sæti á listanum, metið á 57 milljarða dala, og IBM er metið á 56 milljarða dala. Finnski farsímaframleiðandinn Nokia komst aftur í hóp 10 verðmæt- ustu vörumerkjanna, er í 6. sæti og metinn á 30 milljarða dala. Tíu verðmætustu vörumerkin: 31. júlí Tekjublað Frjálsrar verslunar Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út þennan dag en í blaðinu eru birtar tekjur 2.400 þekktra Íslendinga. Blaðið þykir gott upplýsingarit um vinnumark- aðinn og þá ekki síst tekjur forstjóra stærstu fyrirtækja landsins, bankamanna, næst- ráðenda og annarra millistjórn- enda í stærstu fyrirtækjum landsins – og fleiri þekktra manna í atvinnulífinu. Blaðið er umdeilt og sitt sýnist hverjum um birtingu þessara upplýsinga sem unnar eru upp úr álagn- ingarskrám sem skattstjórar leggja fram í endaðan júlí. Óvenjumiklar umræður urðu um Tekjublaðið að þessu sinni og vó þar þyngst að Morgunblaðið fjallaði af miklum þunga um laun, þróun launa og skattamál dagana á eftir. Tekjublað Frjálsrar verslunar. 2. ágúst Spá minni hagnaði bankanna Eftir methagnað bankanna á fyrri hluta ársins, gáfu fjármála- sérfræðingar bankanna það út þennan dag að hagnaður bank- anna yrði minni á síðari hluta þessa árs. Enda má segja að erfitt sé að toppa fyrri hlutann. Kaupþing banki, Landsbankinn, Glitnir og Straumur-Burðarás fjárfest- ingabanki skiluðu þá samanlagt 92 milljörðum króna hagnaði eftir skatta – borið saman við 54 milljarða hagnað fyrstu sex mán- uðina í fyrra. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða á fyrri hluta ársins. Það verður erfitt að toppa það. 2. ágúst Heimsferðir kaupa stærstu ferðaskrif- stofu Finnlands Stækkun Heimsferða undir for- ystu Andra Más Ingólfssonar, eiganda og forstjóra félags- ins, hefur verið með ólíkindum síðustu árin. Sagt var frá því þennan dag að Heimsferðir hefðu keypt stærstu ferðaskrif- stofukeðju Finnlands, Matka Vekka Group, og þar með eru Heimsferðir orðnar fjórða stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum og er velta þeirra áætluð um 35 milljarðar á þessu ári. Árið 2005 keyptu Heimsferðir þrjár norrænar ferðaskrifstofur, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi og Bravo Tours í Danmörku. Andri Már Ingólfsson. 1. Coca-Cola ..................... 67 2. Microsoft ...................... 57 3. IBM .............................. 56 4. General Electric ............ 48 5. Intel .............................. 32 6. Nokia ............................ 30 7. Toyota .......................... 28 8. Disney .......................... 28 9. McDonald’s .................. 27 10. Mercedes ..................... 22 Milljarðar dala FV.07.06.indd 40 7.9.2006 12:53:32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.