Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 45
D A G B Ó K I N
16. ágúst
Veik staða danskra
útgefenda
Orð Gunnars Smára Egilssonar á
vefsíðu Berlingske Tidende um
að staða danskra blaðaútgef-
anda væri veik var ekki beint til
að kæta Dani. Hann sagði að
Danmörk hefði orðið fyrir valinu
til útgáfu fríblaðs vegna þess
að útgáfufélögin þar stæðu ekki
styrkum fótum og hefðu ekki
efni á að tapa miklu fé í dag-
blaðastríði, það hefði Dagsbrún
hins vegar.
18. ágúst
Baugur hinn raun-
verulegi útgefandi
Nyhedsavisen
Þegar Danir voru þess fullvissir
að Dagsbrún væri að renna
á rassinn með Nyhedsavisen
kom Þórdís Sigurðardóttir,
stjórnarformaður Dagsbrúnar,
fram á sjónarsviðið og lýsti
því yfir að Baugur myndi
tryggja útgáfu á Nyhedsavisen.
Fjárfestingasjóðurinn Dagsbrun
Mediafond myndi byrja með 4,8
milljarða króna og þar af legði
Dagsbrún fram 600 milljónir
en Baugur 1,2 milljarða og ef
fleiri fjárfestar fengjust ekki að
sjóðnum myndi Baugur engu að
síður tryggja útgáfuna.
18. ágúst
Gengi bréfa
Dagsbrúnar tók dýfu
Hálfsársuppgjör Dagsbrúnar
virðist hafa valdið miklum von-
brigðum og lækkaði gengi bréfa
félagsins um 9,6% í Kauphöll
Íslands daginn eftir að upp-
gjörið var kynnt. Tap tímabilsins
nam um 1,5 milljörðum króna.
Milliuppgjörið og lækkun á gengi
bréfa í félaginu urðu til þess að
alls kyns kjaftasögur komust á
flug í bænum um að baklandið í
Dagsbrún væru ekki alls kostar
ánægt með framvindu mála.
29. ágúst
Gunnar Smári
hættir sem forstjóri
Dagsbrúnar
Það þóttu mikil tíðindi þegar
tilkynnt var að „arkitektinn að
fríblaðastríðinu í Danmörku“,
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri
Dagsbrúnar, hefði skyndilega
látið af því starfi eftir aðeins
8 mánuði sem forstjóri og að
hann myndi veita hinum nýja
fjárfestingarsjóði, Dagsbrun
Mediafond, forstöðu og einbeita
sér að blaðastríðinu í Danmörku.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og
Vodafone, tók við forstjórastarf-
inu af Gunnari.
31. ágúst
Jón Ásgeir
stígur fram
Þá var komið að þungavigt-
armanninum sjálfum, Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, for-
stjóra Baugs. Hann sagði við
Börsen að Baugur væri tilbúinn
til að leggja fram mikið fé í
Nyhedsavisen og að Dagsbrun
Mediafond, myndi strax frá
byrjun hafa 400 milljónir
danskra króna, eða um 4,8 millj-
arða íslenskra króna, til að spila
úr til útgáfu Nyhedsavisen – fjár-
hæð sem Baugur ábyrgðist.
En það var ekki allt. Jón
Ásgeir bætti við að meira fé
yrði lagt í sjóðinn ef þess þyrfti
og að hægt yrði að auka féð í
sjóðnum í 800 milljónir danskra,
eða rúma 9,6 milljarða íslenskra
króna.
Fram kom í viðtalinu við
Börsen að verið væri að skoða
blaðamarkaði í fleiri löndum,
eins og á hinum Norðurlöndunum
og Hollandi.
Þá sagði Jón Ásgeir að hlutur
fjölmiðlunar í Baugi ætti eftir að
aukast verulega á næstu árum.
4. september
Segir Dagsbrún
skorta fjárhagslega
burði
Skæðadrífurnar halda áfram
í fríblaðastríðinu. Jón Ásgeir
var ekki fyrr búinn að lýsa yfir
miklum stuðningi Baugs við
Nyhedsavisen þegar sagt var
frá því að Jön Astrup Hansen,
hagfræðingur og fyrrverandi
framkvæmdastjóri Föroya
Banki, hefði skrifað grein í
tímarit danska blaðamanna-
félagsins, Journalisten, þar
sem hann segir augljóst að
Dagsbrún skorti fjárhags-
lega burði til að standa að
Nyhedsavisen. Þá metur hann
ekki stuðning Baugs mikils í
greininni.
5. september
Biðjist afsökunar!
Grein Jörn Astrup Hansen í
Journalisten um Nyhedsavisen,
Baug og Dagsbrún vakti
ekki mikla lukku í herbúðum
Nyhedsavisen. Blaðið krafðist
þess að Journalisten bæðist
afsökunar á skrifum manns-
ins og sagði að það hefði ekki
verið góð blaðamennska sem
þarna birtist í tímariti danska
blaðamannafélagsins.
Gunnar Smári Egilsson. Þórdís Sigurðardóttir. Árni Pétur Jónsson. Jón Ásgeir Jóhannesson.
FV.07.06.indd 45 7.9.2006 12:54:10