Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 52

Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 ráku golfverslun í Grafarholti en eftir að sambúðinni lauk seldu þau reksturinn og héldu hvort í sína áttina. Jóhanna segir að það hafi aldrei verið takmark hjá sér að gifta sig og hún á ekki börn. ,,Mér finnst allt of margar konur hafa það að mark- miði að gifta sig og sinna börnum og búi og gleyma að hugsa um hvort þær langi ekki til að gera eitthvað annað áður en heimilishaldið byrjar. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að láta að mér kveða og ég tel að mér farist vel úr hendi að stjórna. Ég hef yfirleitt skoðanir á hlutunum. Ætli mér þyki ekki bara gaman að vera í fararbroddi.“ Eftir að Jóhanna útskrifaðist sem þjóðhagfræð- ingur frá HÍ tók hún sér frí í nokkra mánuði til að hugsa sinn gang og spila golf. Því næst var hún ráðin hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka og starfaði þar til 1993 þegar hún fór til Bandaríkjanna í MBA-nám. Eftir sex ára dvöl í Bandaríkjunum við nám og störf kom hún aftur heim og hóf störf hjá FBA fjárfestingabanka. Þaðan hélt hún til Svíþjóðar og starfaði þar sem fjár- málastjóri í tvö ár. Að sögn Jóhönnu fylgdist hún grannt með því sem var að gerast á Íslandi á meðan hún bjó í Bandaríkjunum og Svíþjóð og að á þeim tíma segir hún Baug hafa farið að vekja athygli hennar. ,,Mér fannst það strax mjög spennandi fyrirtæki og hafði samband við þá einu sinni þegar ég kom heim til að sjá hvað þeir væru að gera og nokkrum mánuðum seinna var haft samband við mig frá Baugi og mér boðið í viðtal í London.” The Happy Hookers Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, er mágur Jóhönnu og þau hafa unnið hjá sama fyrir- tæki. „Jóhanna hefur mjög gaman af því að spila golf. Hún er góður golfari og hefur unnið til fjölda verðlauna. Við vorum bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og þannig kynntist ég henni og síðar Jónínu systur hennar. Jóhanna er hreint út sagt frábær manneskja. Í einka- lífinu er hún bæði áreiðanleg og skemmtileg og gott að hafa hana í kringum sig og henni þykir gaman að lifa lífinu. Þegar kemur að vinnu er Jóhanna metnaðarfull og fylgin sér, frábær starfskraftur og fær í því sem hún gerir.“ Að sögn Gunnars er Jóhanna mikil keppnismanneskja í golfi. „Jónína, konan mín, var viðstödd þegar Jóhanna fór holu í höggi með eftirminnilegum hætti í golfferð á Spáni. Hún sló gríðarlega fallegt högg og kúlan fór inn á flötina og hvarf svo og það varð allt brjálað á teignum og Jóhanna varð að splæsa drykkjum allt kvöldið þannig að þetta var dýrt högg. Jóhanna er mikil útivist- armanneskja og tekur líkamsrækt alvarlega. Hún er í veiðihópi með nokkrum stelpum sem kalla sig The Happy Hookers og veiðir lax reglulega með þeim. Jóhanna hefur líka gaman af því að hjóla og fór einu sinni í viku hjólreiðatúr til Ítalíu. Það lýsir kannski keppn- isskapinu í henni ágætlega að á morgana var hún svo sár á rassinum að hún varð að sitja á hnakknum í nokkrar mínútur til að láta sitj- andann dofna áður en hún gat lagt af stað. Hún á það líka til að taka líkamsræktina með miklum krafti og þá er hún ekkert að hanga yfir hlutunum. Það er ráðist í verkið, mat- aræðið er tekið í gegn og hún mætir í rækt- ina einu sinni á dag sjö daga vikunnar.“ Strákastelpa og diskódís Hauður Helga Stefánsdóttir, fjár- málastjóra Flotmúrs ehf., kynntist Jóhönnu í Verslunarskóla Íslands og hefur þekkt hana tvo þriðju af ævinni eins og hún orðar það sjálf. „Við kynntumst snemma í skólanum og urðum strax vinkonur og ásamt Jónínu vorum við þríeyki. Hún er mjög trygg vinkona og við höfum aldrei misst tengslin þrátt fyrir að hún hafi verið erlendis og glímt við erfið og metnaðarfull verkefni. Mér finnst alltaf eins og við höfum talast við í gær þó að stundum hafi liðið margir mánuðir sem við höfum ekki heyrt frá hvor annarri. Jóhönnu er margt til lista lagt og fátt sem vex henni í augum og hún er snillingur í að finna lausnir. Á þeim tíma sem við vorum að alast upp var mjög sjaldgæft að konur væru í stjórnunarstörfum og því lítið um fyrirmyndir hvað það varðar. Jóhanna setti snemma markið hátt og var ákveðin í að ná árangri. Að loknu stúdentspróf vorum við báðar tví- stígandi um hvað við vildum gera en hófum nám við Kennaraháskólann. Eftir tvær vikur í Kennó sagði Jóhanna að námið væri ekki fyrir sig. Ekkert nema þema og sálfræði en engin stærðfræði eða vinna með tölur og hún hætti. Að kvöldi dagsins sem hún hætti í Kennó kom hún í heimsókn og sat við eldhúsborðið ásamt fósturföður mínum. Hann spurði hvers vegna hún væri að hætta og hvað hún ætl- aði sér að gera í staðinn. Hún horfði á hann alvarleg í bragði og sagði að hún ætlaði að verða framkvæmdastjóri eins og hann. Ég man að okkur þótti þetta rosalega fyndið, við sprungum öll úr hlátri. Við vorum bara tuttugu og eins árs og Jóhanna var búin að ákveða að verða framkvæmdarstjóri. Þetta var alveg absúrd en hún var búin að setja sér markmið og vann eftir því. Jóhanna er mjög skiplögð fjárhagslega og vill aldrei skulda neinum neitt. Hún var til dæmis búin að kaupa sér íbúð langt á undan vinkonum sínum og áður en hún hóf nám við Háskóla Íslands. Jóhanna hefur mjög gaman af tónlist og hefur alltaf átt góð hljómflutningstæki. Hún spilar á gítar og söng sig inn í hjörtu skóla- N Æ R M Y N D A F J Ó H Ö N N U W A A G F J Ö R Ð S A G T U M J Ó H Ö N N U : Gunnar Sigurðsson. Hauður Helga Stefánsdóttir. FV.07.06.indd 52 7.9.2006 12:54:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.