Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G HAUSTIÐ ER TÍMINN Fyrir árslok 2007 ber öllum fyrirtækjum að hafa lokið við að gera sérstakt áhættumat fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Áhættumatið á að ná til allra starfa innan fyrirtækisins, bæði hárra sem lágra, hættulegra sem og hættuminni eða hættulausra. Til- skipunin um áhættumatið kemur frá „frændum“ okkar í Brüssel, eins og Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur, sem starfar sem sviðsstjóri ráð- gjafasviðs Öryggismiðstöðvar Íslands, kemst að orði. Öryggismiðstöð Íslands tekur að sér að gera áhættumat fyrir fyrirtæki og hefur Eyþór yfirumsjón með því verki. Fram að þessu hafa stjórnendur fyrirtækja borið ábyrgð á öryggi starfsmanna sinna ef hægt hefur verið að rekja orsök slyss til einhvers konar vanrækslu innan fyrirtækisins. Með tilkomu áhættumatsins getur þetta átt eftir að taka verulegum breytingum og jafnvel svo að starfs- maðurinn, sem ekki hefur fylgt reglum og vinnuaðferðum í samræmi við áhættumatið, verði sjálfur ábyrgur fyrir slysi sem hann kann að lenda í. Áhættumat í formi verkefnalista Eyþór segir að gerð áhættumats fari fram með þeim hætti að hann setj- ist niður með starfsmönnum fyrirtækisins, fólkinu sem kann störfin, og í sameiningu dragi menn fram alla áhættuþætti hvers starfs fyrir sig og síðan fái það ákveðið gildi á skalanum 1 til 10 eftir því hversu hátt áhættustigið er. Að matsgerð lokinni leggur Eyþór fram skýrslu, eða öllu heldur verkefnalista þar sem bent er á hvað beri að gera á hverjum stað: Hvað þarf að gera strax, hvað bráðum og hvað er gott að hafa í huga. Um leið og stjórnendur fyrirtækis hafa fengið í hendur áhættumat eykst ábyrgð þeirra og þeir verða að sjá til þess að starfsmenn fái viðeig- andi fræðslu um áhættuna innan fyrirtækisins. Sé þessu fræðsluhlutverki ekki sinnt sem skyldi ber fyrirtækið áfram alla ábyrgð. Hafi starfsmenn hins vegar hlotið fræðslu um hvernig þeir eiga að haga sér í hverju ein- stöku tilfelli, en fylgi síðan ekki reglunum, verða þeir ábyrgir. „Sums staðar eru öryggismál hér í háum forgangi en þau hafa reyndar verið meira út á við gagnvart viðskiptavinum heldur en inn á við gagnvart starfsmönnum. Áhættumat leiðir í ljós að sums staðar er áhætta nánast engin en annars staðar miklu meiri og fer umfang vinnunnar við áhættumatið að sjálfsögðu eftir því. Áhættumatið nýjasta þjónustan Öryggisþjónustan býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði og nýjasta þjón- usta fyrirtækisins er að gera áhættumat fyrir fyrirtæki. Rétt er að hafa í huga að oft þarf ekki nema minniháttar breytingar til þess að bjarga mannslífum, og það skiptir vissulega miklu máli fyrir fyrirtækin að þau séu með allt sitt á hreinu,“ segir Eyþór, og bætir við að því miður séu aðeins örfá fyrirtæki sem þegar hafa gengið frá áhættumati sínu en öllum ber að hafa lokið því 1. janúar árið 2008. Þótt dagsetningin virðist víðs fjarri líður tíminn fljótt og á meðan hvílir ábyrgðin á stjórn- endum fyrirtækjanna. Með gerð áhættumats og fræðslu um áhættu í fyrir- tækjum firra menn sig ábyrgð ef slys ber að höndum. Öryggismiðstöðin: Áhættumat í öll fyrirtæki Skildu okkur eftir heima Áskrift að ÖRYGGI pi pa r / S ÍA Það er enginn heima og gasið í eldavélinni byrjar að leka. Í stað þess að gasið leki áfram og enginn verður var við það fáum við hjá Öryggismiðstöðinni boð um lekann og gerum aðvart. Með Heimaöryggi hjá Öryggismiðstöðinni vöktum við heimilið á meðan fjölskyldan er að heiman. Hafðu samband við okkur strax í dag.Eyþór Víðisson minnir á að hafa verði öryggi starfsmanna í huga. FV.07.06.indd 88 7.9.2006 12:58:44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.