Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 90

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G HAUSTIÐ ER TÍMINN Capacent er ráðgjafar-, ráðninga- og rannsókna- fyrirtæki sem hefur það hlutverk að aðstoða við- skiptavini sína við að ná auknum árangri. Félagið hefur náð sterkri stöðu á danska markaðnum og stefnir að áframhaldandi vexti á núverandi mörk- uðum og annars staðar í Norður-Evrópu. Capacent: Capacent er nýtt nafn IMG Fyrirtækið, sem flestir þekkja sem IMG, hefur vaxið mikið á íslenskum markaði undanfarin ár, með innri vexti, fyrirtækja-kaupum og sameiningum. Félagið skráði alþjóðlega vöru- merkið Capacent eftir kaup á ráðgjafareiningu KPMG í Danmörku á síðasta ári og hefur verið að styrkja starfsemi sína þar. Breytt stefna félagsins varð sýnileg á Íslandi 5. september sl. þegar IMG tók einnig upp nafnið Capacent. Þetta er mikilvægt skref í að byggja upp öflugt norður-evrópskt sérfræðifyrirtæki, með aðalbækistöðvar hér á landi en um helmingur starfseminnar er í Danmörku, að sögn Ragnars Þóris Guðgeirssonar, forstjóra Capacent á Íslandi. IMG er best þekkt fyrir tengsl sín við Gallup en í rannsóknum hefur fyrirtækið einnig átt áralangt samstarf við AC Nielsen. Síðustu ár hefur félagið verið að styrkja starfsemina á sviði ráðgjafar, s.s. í stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, þjálfun, upplýsingatækni, ferlamálum og skipulagi. Ráðningaþjónusta IMG, Mannafl - Liðsauki og Vinna.is, er sú stærsta hér á landi. Með nafnbreytingunni verður öll starfsemi, sem áður var tengd IMG, undir nafni Capacent ráðgjafar, Capacent ráðninga og Capacent rannsókna. Helstu stjórnendur Forstjóri Capacent International er Skúli Gunnsteinsson en aðrir stjórnendur móðurfélagsins eru Hrannar Hólm, framkvæmdastjóri fjárfestingastarfsemi samstæðunnar og viðskiptaþróunar, og Guðlaug Tómasdóttir fjármálastjóri. Kristján Kristjánsson stjórnarformaður mun vinna að samþættingu milli landa. Starfsemin eflist og styrkist Ragnar segir að tilurð Capacent í Danmörku með kaupum á ráðgjaf- arhluta KPMG hafi valdið straumhvörfum í starfsemi félagsins. Nýjasta fyrirtækið í samstæðunni Logistik Gruppen sameinast nú starfseminni í október nk. en félagið hefur sérhæft sig í vörustjórnun. Nú er unnið að kaupum á heppilegum einingum fyrir rannsóknar- og ráðning- arstarfsemina til að styrkja þá starfsemi enn frekar. Hjá Capacent samstæðunni starfa á þriðja hundrað manns. Á Íslandi eru starfsmenn rúmlega hundrað, auk um eitt hundrað spyrla sem vinna í hverjum mánuði í tengslum við Gallup rannsóknirnar. Í Danmörku starfa um hundrað og tuttugu manns undir stjórn Bjarna Snæbjörns Jónssonar. „Við teljum að með sókn okkar á erlenda mark- aði verði félagið sterkari uppspretta þekkingar og um leið áhugaverðari vinnustaður,“ segir Ragnar. Áfram öflugasta fyrirtækið „Hugur er í mönnum og metnaður mikill. Hér á landi ætlum við að efla og styrkja starfið í heild. Markmiðið er að vera áfram öflugasta fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf, rannsóknum og ráðningaþjónustu, enda eru kjör- orð okkar: „árangur á öllum sviðum“,“ segir Ragnar Þórir Guðgeirsson forstjóri. Ragnar Þórir Guðgeirsson, forstjóri Capacent á Íslandi. FV.07.06.indd 90 7.9.2006 12:58:59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.