Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 106

Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Sirrý Hallgrímsdóttir er aðstoðarframkvæmda-stjóri Creditinfo Group, fyrirtækis sem hefur verið í útrás undanfarin ár. Credit- info Group er móðurfyrirtæki Lánstrausts hf., sem er íslenski hluti starfseminnar, en í heild er starfsemin í 23 löndum. Meg- instarfsemi Creditonfo Group er lánshæfnismat á fyrirtækjum og einstaklingum. „Mitt starf felst í því að vera í sérverk- efnum fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækisins og hef ég verið mikið í útlöndum undanfarna mánuði. Í sumar var ég meira og minna að vinna í Grikklandi og á Möltu. Þar höfum við verið að innleiða stefnumótandi ákvarðanir og ferli sem nýtist okkur í þeirri miklu útrás sem Creditinfo Group stundar.“ Sirrý er spurð hvort ekki hafi verið erfitt að vinna í sum- arhitanum í Grikklandi þar sem hitinn fer oft vel yfir 30 gráður: „Það var að vissu leyti nokkuð erfitt fyrir mig, sem er vönust íslenskri veðráttu, en mér til happs var júní frekar kaldur á grískan mælikvarða, sem hent- aði mér ágætlega, en vissulega var stundum mjög heitt og hefði verið þægilegra að vera í frí en í vinnu.“ Sirrý hóf störf hjá Creditinfo Group í júní á síðasta ári. Hafði áður verið framkvæmdastjóri Sjá ehf., en hún er ein af þremur konum sem eru eigendur fyr- irtækisins og er Sirrý stjórn- arformaður. Varðandi starf sitt hjá Creditinfo Group segir Sirrý það mjög gefandi og lærdóms- ríkt: „Við erum að koma okkur fyrir í ýmsum ólíkum löndum og höfum lagt áherslu á Mið- og Austur-Evrópu. Að kynn- ast ólíkum menningarheimum er hluti af starfinu, auk þess sem alltaf er gaman að takast á við krefjandi verkefni í fyr- irtæki sem er í mikilli uppbygg- ingu. Vil ég geta þess að andinn innan fyrirtækisins er frábær sem skilar sér síðan í góðum árangri.“ Þrátt fyrir mikla vinnu og erilsamt starf þar sem ferða- lög er hluti starfsins, er Sirrý að hefja nám við í Háskól- ann í Reykjavík: „Ég hafði áður numið rekstrarfræði við Tækniháskólann með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði, en taldi nú kominn tíma til að setjast á skólabekk aftur og skráði mig í MBA-nám í HR og er að byrja í haust. Námið er tvö ár og sniðið af þörfum atvinnulífins svo að hægt er að vinna með því. Námið hentar mér því mjög vel. Framundan hjá mér er ekki mikill tími fyrir annað en nám og vinnu og má segja að sum- arfríið mitt í ár hafi meira og minna farið í að kynna mér MBA-námið og undirbúa mig fyrir veturinn. Það er að mörgu að huga þegar lífsmunstrinu er breytt.“ Sirrý segir að eftir að hafa dvalið í Grikklandi í sumar hafi það verið eins og að fara í frí að koma heim til Íslands: „Ég hef notið þess að keyra út á land og stunda hesta- mennskuna, sem er mitt aðal- áhugamál. Fjölskylda mín hefur alla tíð verið í hestum og ég verið frá barnæsku á hestbaki. Nú á ég einn hest sem verið er að temja og er ég mjög spennt að sjá hvað verður úr honum. Hann er þessa stundina staðsettur í Gunnarholti. Vegna starfs míns hefur hestamennskan verið til hliðar, en vonandi verður breyting á, allavega er ætlun mín að vera eitthvað á hestbaki í vetur.“ Nafn: Sirrý Hallgrímsdóttir. Fæðingarstaður: Kaupmannahöfn, 15. janúar 1971. Foreldrar: Hallgrímur Jónasson og Oddný Björgvinsdóttir. Menntun: Rekstrarfræði í Tækniháskólanum, er í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. aðstoðarframkvæmdastjóri Creditinfo Group SIRRÝ HALLGRÍMSDÓTTIR Sirrý Hallgrímsdóttir: „Framundan hjá mér er ekki mikill tími fyrir annað en nám og vinnu.“ FV.07.06.indd 106 7.9.2006 13:01:43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.